Fréttablaðið - 10.12.2010, Síða 81

Fréttablaðið - 10.12.2010, Síða 81
FÖSTUDAGUR 10. desember 2010 57 Í TJARNARBÍÓI Jónas Sigurðsson ásamt söngkonunni Esther Jökulsdóttur á tónleikun- um í Tjarnarbíói. FRÉTTABLAÐIÐ/VALLI Tónlistarmaðurinn Jónas Sigurðs- son hélt vel heppnaða tónleika í Tjarnarbíói í vikunni ásamt hljóm- sveit sinni Ritvélum framtíðarinnar. Tilefnið var önnur plata hans, Allt er eitthvað, sem kom út í október. Þar er meðal annars að finna sumar- smellinn Hamingjan er hér. „Við tókum útgáfutónleika í Tjarnarbíói og þeir gengu mjög vel þannig að okkur langaði að halda aðra svoleiðis tónleika fyrir jólin,“ segir Jónas, sem var ánægður með útkomuna. „Það sem þetta konsept gengur út á er að vera með þrum- andi tónleika því músíkin er svo stór. Það verður að krydda þetta með þvílíkum látum.“ Fyrsta upplagið af nýju plötunni, sem telur 1.500 eintök, er uppselt og annað er á leiðinni. Síðasta plata Jónasar, Þar sem malbikið svífur mun ég dansa, hefur selst í um 1.000 eintökum síðan hún kom út en hún fékk mun minni kynningu. „Sölutölurnar í þessum jólaslag eru eitt. Svo er annað sem er kjarninn í þessu sem er músíkin. Hún nær út og fólk er að tengja við hana. Mér finnst það mjög sterkt, því töfrarn- ir gerast þar,“ segir Jónas. Ritvélar fram tíðar innar munu spila á Norðurpólnum 21. desember ásamt Moses Hightower, Big Bandi Samúels J. Samúelssonar og Ómari Guðjónssyni. - fb Fyrsta upplag uppselt Fjórða plata Benna Hemm Hemm er komin út. Útgáf- unni seinkaði, meðal annars vegna mikilla snjóþyngsla í Bretlandi. Fjórða plata Benna Hemm Hemm, Skot, er loksins komin út, rúmum mánuði á eftir áætlun. Ein af ástæðunum er hinn mikli snjó- þungi sem hefur verið í Bretlandi upp á síðkastið en þar var gripur- inn framleiddur. „Ég er löngu hættur að hafa áhyggjur af þessu en það að hún sé komin út gleður mig mikið,“ segir Benni, sem hefur verið búsettur í Skotlandi undanfarin ár. Hljómsveitin Retro Stefson sér um undir leik fyrir Benna á plötunni og var hann ánægður með framlag hennar. „Þau eru svo æðislegir krakkar. Þau tóku vel í mínar vinnuaðferðir en ég er dálítið harður hljómsveitar stjóri. Þau eru svo hæfleikarík að þau rúlluðu þessu upp.“ Fyrsta plata Benna, sem hét ein- faldlega Benni Hemm Hemm, kom út árið 2006. Síðan hafa þær Kajak (2007) og Murta St. Calunga (2008) fylgt í kjölfarið en fyrir utan þær stóru hafa komið út nokkrar smá- skífur. Benni segir nýju plötuna tölu- vert frábrugðna fyrri verkum sínum. Í þetta sinn skipti hann sér ekki eins mikið af tæknilegu vinn- unni. „Ég ákvað að leyfa Bigga, upptökumanni í Sundlauginni, að sjá um þetta. Það var dálítið stórt skref fyrir mig að sleppa aðeins hendinni af þeim hluta. Það er líka allt annað fólk sem ég var að vinna með og lögin finnst mér dálítið mikið öðruvísi.“ Út g á f utó n le i k a r ve g n a plötunnar verða haldnir á Bakk- usi á laugardagskvöld en fyrr um daginn spilar Benni í Havaríi, kl. 16. Retro Stefson sér um undirleik fyrir Benna og Prinspóló og Báru- járn hita upp. Dj Öfull sér svo um tónlistina á Bakkusi fram undir morgun. Miðar fást í Havarí og kosta 1.000 kr. í forsölu. Miðaverð við hurð er 1.500 kr. freyr@frettabladid.is Snjóþyngsli töfðu útgáfu BENNI HEMM HEMM Fjórða plata Benna er komin út, töluvert á eftir áætlun. Stefnir – Samval er blandaður fjárfestingarsjóður með virka stýringu í skuldabréfum og hluta- bréfum, auk sérhæfðra fjárfestinga. Við framkvæmd fjárfestingarstefnu er tekið mið af mati allra fjárfestingarteyma og fjárfest í þeim eignaflokkum sem taldir eru ákjósanlegastir hverju sinni. Með því að fjárfesta í Stefni – Samvali færðu aðgang að faglegri eignastýringu í einum sjóði. Þú vilt nýta tækifærin sem gefast og að vel sé hugsað um fjárfestinguna þína. Hafðu samband Helstu kostir Stefnis - Samvals eru: í langtímasparnaði Stefnir - Samval Hafðu samband við ráðgjafa okkar og kynntu þér það sem við höfum að bjóða. Eignayfirlit 30. 11. 2010 s2 Innlend
Síða 1
Síða 2
Síða 3
Síða 4
Síða 5
Síða 6
Síða 7
Síða 8
Síða 9
Síða 10
Síða 11
Síða 12
Síða 13
Síða 14
Síða 15
Síða 16
Síða 17
Síða 18
Síða 19
Síða 20
Síða 21
Síða 22
Síða 23
Síða 24
Síða 25
Síða 26
Síða 27
Síða 28
Síða 29
Síða 30
Síða 31
Síða 32
Síða 33
Síða 34
Síða 35
Síða 36
Síða 37
Síða 38
Síða 39
Síða 40
Síða 41
Síða 42
Síða 43
Síða 44
Síða 45
Síða 46
Síða 47
Síða 48
Síða 49
Síða 50
Síða 51
Síða 52
Síða 53
Síða 54
Síða 55
Síða 56
Síða 57
Síða 58
Síða 59
Síða 60
Síða 61
Síða 62
Síða 63
Síða 64
Síða 65
Síða 66
Síða 67
Síða 68
Síða 69
Síða 70
Síða 71
Síða 72
Síða 73
Síða 74
Síða 75
Síða 76
Síða 77
Síða 78
Síða 79
Síða 80
Síða 81
Síða 82
Síða 83
Síða 84
Síða 85
Síða 86
Síða 87
Síða 88
Síða 89
Síða 90
Síða 91
Síða 92
Síða 93
Síða 94
Síða 95
Síða 96

x

Fréttablaðið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.