Fréttablaðið - 10.12.2010, Síða 83

Fréttablaðið - 10.12.2010, Síða 83
FÖSTUDAGUR 10. desember 2010 59 Carey Mulligan fékk eitt sinn þær ráðleggingar frá húðlækni sínum að hún ætti að fá sér bótox til að fjarlægja hrukkur í kring- um augun. Mulligan hefur leik- ið í kvikmyndum á borð við An Education og Wall Street: Money Never Sleeps. „Ég spurði hann hvað ég gæti gert við línur sem höfðu mynd- ast í kringum augun og hann ráðlagði mér að fá mér bótox. Ég varð mjög hissa, sem leik- kona skiptir mestu máli að geta sýnt svipbrigði, það getur maður ekki gert eftir bótox. Aðeins í Los Angeles mundi lækn- ir mæla með slíkri aðgerð við 25 ára gamla manneskju,“ sagði leikkonan sem viðurkennir jafn- framt að henni finn- ist hún sjaldan kyn- þokkafull á rauða dreglinum. „Ég er frekar þessi skyn- sama týpa. Mér þætti skrítið að klæðast flegnum fötum.“ Ekkert bótox EKKERT BÓTOX Carey Mulligan neitaði að fá sér bótox við hrukkum í kringum augun. Bandaríska söngkonan Katy Perry hyggst breyta nafni sínu og taka upp eftirnafn eigin- manns síns, grínistans Russells Brand. Perry og Brand hafa verið gift í tvo mánuði og í viðtalsþætti Ellen DeGeneres viðurkenndi Perry að hún ætlaði sér að taka upp eftirnafn eiginmannsins og verða frú Brand. „Ég er orðin vön nafninu því ljósmyndarar kalla mig frú Brand þegar ég sæki viðburði. Þeir byrjuðu á þessu þegar þeir vildu vekja athygli á sér og það virkaði í hvert sinn,“ sagði Perry. Hún segir hjóna- lífið vera ljúft og þakkar góðu skopskyni eiginmannsins fyrir. „Góður húmor er mjög mikil- vægur á okkar heimili. Við hlæj- um saman og slöppum þannig af eftir erfiðan dag.“ Frú Brand HERRA OG FRÚ Katy Perry hyggst taka upp eftirnafn eiginmanns síns, gaman- leikarans Russell Brand. NORDICPHOTOS/GETTY Breska poppsveitin Suede, sem kom nýlega saman eftir nokkurra ára hlé, spilaði á sínum stærstu tónleikum innandyra til þessa á þriðjudagskvöld. Tónleikarnir voru haldnir í O2-höllinni í Lond- on, sem tekur ríflega tuttugu þús- und áhorfendur. Þar spiluðu strák- arnir öll sín bestu lög, þar á meðal Animal Nitrate, Trash og Beautiful Ones. „Þakka ykkur fyrir. Þetta hefur verið yndislegt kvöld og það er alltaf gaman að spila í London. Kannski sjáið þið okkur aftur ein- hvern tímann,“ sagði söngvarinn Brett Anderson eftir að lokalagið Saturday Night var búið. Suede fór í stutta tónleikaferð um Evrópu áður en kom að tónleik- unum í O2-höllinni sem heppnuð- ust mjög vel. Suede í stórri höll SUEDE Bresku poppararnir spiluðu í O2- höllinni í London fyrir skömmu. Mick Jagger, söngvari The Rolling Stones, segir að sjálfsævisaga gítarleikarans Keiths Richards, Life, sé leiðinleg og að hann myndi aldrei skrifa sögu í svipuðum dúr. „Mér finnst þetta frekar leiðinleg upprifjun á fortíðinni. Oftast gerir fólk þetta fyrir peninginn,“ sagði Jagger í viðtali við New York Times. Spurður um möguleika á eigin ævisögðu sagði hann: „Ég vil ekki enda upp eins og einhver gamall fótboltakappi á barnum sem talar um sendinguna sem hann átti í bikarúrslitaleiknum árið 1964.“ Richards gagnrýnir Jagger í bókinni og segir hann afar stjórnsaman. Einnig segir hann getnaðarlim söngvarans lítinn. Þrátt fyrir skotin sem hafa fokið á milli þeirra segjast þeir báðir vinna vel saman og vera góðir vinir. Búist er við því að Stones fari í nýja tónleikaferð um heiminn á næsta eða þarnæsta ári. Finnst ævisaga Keiths leiðinleg FÉLAGAR Jagger og Richards eru félagar þrátt fyrir að þeir skjóti hvor á annan. NORDICPHOTOS/AFP Jólatilboð fraktflugs Flugfélags Íslands gerir þér kleift að senda pakka frá 1–10 kg, hvert sem innihaldið er og til allra áfangastaða, fyrir aðeins 990 kr. Tilboðið gildir frá 10. til 18. desember. SENDU JÓLAPAKKANA HRATT OG ÖRUGGLEGA flugfelag.is Akureyri 460 7060 Egilsstaðir 471 1210 Grímsey 467 3148 Ísafjörður 456 3000 Reykjavík 570 3400 Vopnafjörður 473 1121 Þórshöfn 468 1420
Síða 1
Síða 2
Síða 3
Síða 4
Síða 5
Síða 6
Síða 7
Síða 8
Síða 9
Síða 10
Síða 11
Síða 12
Síða 13
Síða 14
Síða 15
Síða 16
Síða 17
Síða 18
Síða 19
Síða 20
Síða 21
Síða 22
Síða 23
Síða 24
Síða 25
Síða 26
Síða 27
Síða 28
Síða 29
Síða 30
Síða 31
Síða 32
Síða 33
Síða 34
Síða 35
Síða 36
Síða 37
Síða 38
Síða 39
Síða 40
Síða 41
Síða 42
Síða 43
Síða 44
Síða 45
Síða 46
Síða 47
Síða 48
Síða 49
Síða 50
Síða 51
Síða 52
Síða 53
Síða 54
Síða 55
Síða 56
Síða 57
Síða 58
Síða 59
Síða 60
Síða 61
Síða 62
Síða 63
Síða 64
Síða 65
Síða 66
Síða 67
Síða 68
Síða 69
Síða 70
Síða 71
Síða 72
Síða 73
Síða 74
Síða 75
Síða 76
Síða 77
Síða 78
Síða 79
Síða 80
Síða 81
Síða 82
Síða 83
Síða 84
Síða 85
Síða 86
Síða 87
Síða 88
Síða 89
Síða 90
Síða 91
Síða 92
Síða 93
Síða 94
Síða 95
Síða 96

x

Fréttablaðið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.