Fréttablaðið - 10.12.2010, Page 86
10. desember 2010 FÖSTUDAGUR62
sport@frettabladid.is
FÓTBOLTI Newcastle réð í gær Alan
Pardew sem knattspyrnustjóra
félagsins en hann tekur við starf-
inu af Chris Hughton sem var rek-
inn á mánudag. Mike Ashley, eig-
andi Newcastle, hefur greinilega
mikla trú á Pardew því hann gerði
fimm og hálfs árs samning við
stjórann.
Ráðning Pardew er frekar
umdeild og margir stuðnings-
menn félagsins taka honum ekki
beint opnum örmum. Pardew viður-
kennir sjálfur að það verði erfitt
að vinna leikmenn og stuðnings-
menn félagsins á sitt band.
„Það eru mikil forréttindi að
sitja hér eftir þessa ráðningu og
verkefnið sem bíður mín er spenn-
andi og erfitt. Það er sérstaklega
erfitt þar sem bæði leikmenn og
stuðningsmenn báru mikla virð-
ingu fyrir Chris og brotthvarf hans
hefur fallið í frekar grýttan jarð-
veg hjá mörgum,“ sagði Pardew á
blaðamannafundi í gær en marg-
ir leikmenn liðsins hafa lýst yfir
vonbrigðum með þá ákvörðun að
reka Hughton.
„Vandamál númer eitt er leik-
mennirnir. Ég þarf að koma mínum
skilaboðum á framfæri hið fyrsta
og á skýran hátt. Bardagarnir sem
þarf að vinna eru á vellinum. Ég
veit að verkefnið er erfitt en ég
gat ekki hafnað því að fá að stýra
þessu liði.“
Lengd samningsins hefur vakið
mikla athygli og Pardew viður-
kennir að hafa lamið það í gegn.
„Ég var mjög harður á því að fá
langan samning svo það væri hægt
að fá tíma til þess að vinna og ná
stöðugleika í félagið. Það hefur
vantað stöðugleika víða og þar á
meðal með stjóra félagsins sem
margir hafa staldrað stutt við. Ég
ætla mér að ná árangri til lengri
tíma hérna. Ég tel mig hafa skil-
að góðu verki áður í úrvalsdeild-
inni en ætla samt ekki að bera mig
saman við Chris, sem hefur skilað
frábæru starfi,“ sagði Pardew.
Hann var stjóri West Ham er
Björgólfur Guðmundsson keypti
félagið en Eggert Magnússon var
fljótur að reka hann úr stjórastóln-
um hjá Lundúnafélaginu. - hbg
Alan Pardew ráðinn í stað Chris Hughton hjá Newcastle og gerði langan samning:
Erfitt verður að vinna alla á mitt band
ALAN PARDEW Hér á blaðamannafund-
inum í gær. NORDIC PHOTOS/AFP
FÓTBOLTI Fallna hetjan Paul Gas-
coigne mætti fyrir dómara í gær
en hann hefur verið iðinn við að
láta grípa sig ölvaðan undir stýri.
Gazza játaði brot sitt í gær en
hann var með fjórum sinnum
meira áfengismagn í blóðinu en
leyfilegt er þegar hann var tek-
inn í fyrsta skiptið.
Landsliðsmaðurinn fyrrver-
andi fékk tveggja mánaða fang-
elsisdóm en hann sleppur við
tukthús ef hann heldur skilorð í
eitt ár. Hann er samt ekki alveg
sloppinn því enn á eftir að taka
fyrir annað mál þegar hann var
tekinn ölvaður undir stýri.
Ökuskírteinið var að sjálfsögðu
tekið af Gazza en hann má ekki
keyra næstu þrjú árin og þarf
þess utan að fara í áfengismeð-
ferð. - hbg
Paul Gascoigne:
Slapp við
fangelsisdóm
FJÖLMIÐLAFÁR Fjölmargir ljósmyndarar
mættu til að fylgjast með Gazza í gær.
NORDIC PHOTOS/AFP
FÓTBOLTI Það þykir vera heitt
undir Carlo Ancelotti, stjóra
Chelsea, enda hefur gengi liðsins
verið skelfilegt síðustu vikur.
Stöðugur orðrómur er um að
Pep Guardiola, þjálfari Barce-
lona, muni taka við liðinu næsta
sumar en sú umræða truflar Anc-
elotti ekki.
„Ég hef engar áhyggjur af
minni stöðu hjá félaginu. Eina
sem ég hef áhyggjur af er gengi
liðsins. Við verðum að rífa okkur
upp hið fyrsta,“ sagði Ancelotti
en Chelsea tapaði fyrir Marseille
í Meistaradeildinni í vikunni.
„Ég valdi mitt besta lið í leik-
inn gegn Marseille því það geng-
ur illa og þarna var tækifæri til
að komast á sigurbraut. Við nýtt-
um ekki það tækifæri og spiluð-
um illa.“ - hbg
Carlo Ancelotti:
Óttast ekki að
verða rekinn
Nýtt og betra kjötborð,
frábær afmælistilboð og
25% afsláttur í hverri hillu!
Kíktu í heimsókn,
við tökum vel á móti þér.
25 ára!
Þín verslun | Seljabraut 54 | sími 557 1780
Opnunartími: Mán.–fös. 9–21 / lau.–sun. 10–21
ÍÞRÓTTIR FATLAÐRA Íþróttasamband
fatlaðra hélt sína árlegu móttöku
á Radisson Hótel Sögu í gær þar
sem Íþróttamaður og Íþróttakona
ársins fengu sín verðlaun. Þetta er
alltaf jafn hátíðleg stund og er fyrir
marga orðinn fastur liður í aðdrag-
anda jólanna. Eyþór Þrastarson og
Sonja Sigurðardóttir höfðu fengið
þessi verðlaun undanfarin tvö ár
en að þessu sinni fóru bikararnir
í nýjar hendur.
Setti 19 Íslandsmet á árinu
Jón Margeir Sverrisson er aðeins
18 ára gamall sundmaður. Hann
fór á kostum á árinu í flokki S14,
sem er flokkur þroskahamlaðra.
Jón Mar geir stóð sig meðal ann-
ars frábærlega á Reykjavík Inter-
national þar sem hann vann allar
sex greinarnar sínar ásamt því að
vera stigahæsti fatlaði keppand-
inn. Hann sló líka í gegn á opna
þýska meistaramótinu þar sem
hann vann fullt af verðlaunum. Jón
setti alls 19 Íslandsmet í 11 grein-
um á árinu.
„Ég er mjög ánægður með árið
og þessi verðlaun,“ segir Jón
Mar geir en segir síðan kokhraust-
ur að þetta hafi ekki komið sér á
óvart. „Ég vissi að þetta var búið
að vera frábært ár hjá mér, ég var
búinn að leggja mikið á mig á erfið-
um æfingum,“ sagði Jón Margeir.
Þrátt fyrir öll Íslandsmetin hefði
hann viljað setja fleiri. „Ég ætlaði
mér að setja met í 19 greinum en
ekki bara ellefu greinum,“ segir
Jón í léttum tón og það er ljóst að
metnaðurinn er mikill hjá þessum
efnilega sundmanni. Hann segist
líka ekki vera hættur að setja met.
„Ég ætla að bæta fullt af Íslands-
metum á næsta ári. Ég ætla að æfa
meira og bæta mig eins mikið og
ég get. Ég þarf bæði að æfa þrek og
bæta tæknina,“ segir Jón en hann
vill alls ekki vera kallaður ungur.
„Ég er ekki ungur, ég er svona
sæmilega ungur. Það er einn Breti
sem er tveimur árum eldri en ég
og hann er rosalega öflugur. Það er
draumurinn hjá mér að ná honum,“
segir Jón.
„Að fá svona bikar hvetur mann
áfram til þess að æfa meira og ég
ætla að fara á opna breska mótið
á næsta ári og svo á Evrópumeist-
aramótið. Svo er ég líka farinn að
horfa til Ólympíuleikanna 2012.
Ég þarf að leggja allt sem ég á í
æfingar og bæta það sem ég þarf
að laga til þess að komast til Lond-
on. Ég þarf líka að vera duglegur
að hlusta á þjálfarana til þess að fá
að vita hvað ég þarf að gera betur,“
segir Jón Margeir.
Hann ætlar sér stóra hluti í
framtíðinni og það verður gaman
að sjá hvernig gengur hjá honum
á næsta ári.
Fyrst til að keppa í alpagreinum á
vetrarólympíuleikum fatlaðra
Erna Friðriksdóttir er 23 ára og
félagi í Skíðadeild Hattar á Egils-
stöðum. Erna varð í ár fyrsti
Íslendingurinn til þessa að keppa
á Vetrarólympíumóti fatlaðra í
alpagreinum en hún vann einnig
til verðlauna á undirbúningsmót-
um fyrir leikana í Vancouver.
„Ég er að sjálfsögðu mjög stoltur
af henni,“ segir Friðrik Guðnason,
faðir Ernu, sem tók við verðlaun-
unum fyrir hönd dóttur sinnar sem
er í miðjum æfingabúðum í Winter
Park í Colorado í Bandaríkjunum.
Erna hefur verið í æfingum með
landsliði Bandaríkjanna frá árinu
2006 og hún tryggði sér þátttöku-
rétt á Ólympíuleikunum í Vancou-
ver sem voru haldnir á þessu ári.
„Hún tók þessu með jafnaðar-
gleði þegar við sögðum henni frá
þessu í gærkvöldi. Hún var ánægð
og hefði örugglega viljað vera
hérna til þess að taka á móti þessu
sjálf,“ segir Friðrik. Erna er í 17.
sæti á heimslistanum í svigi og í
22. sæti í stórsvigi.
„Ég sá hana ekki komast svona
langt þegar hún fór af stað því við
vissum ekkert hvað við vorum að
gera í byrjun. Við erum búin að
standa í þessu í tíu ár og það er
búið að ganga á ýmsu á þessum
tíma. Við kunnum nú hvorugt á
skíði í byrjun en ég aðstoðaði Ernu
fyrstu árin á meðan hún þurfti
aðstoðarmann. Nú er það liðin
tíð og maður er orðinn óþarfur,“
segir Friðrik í léttum tón.
„Ég held að áhuginn á skíðum
hafi komið frá bræðrum hennar.
Hún á tvo bræður sem voru báðir
á skíðum. Það var því draumur-
inn hjá henni að komast á skíði,“
segir Friðrik, sem er ánægður með
allar aðstæður hjá Ernu í Banda-
ríkjunum.
„Það hefur hjálpað henni mikið
að komast að þarna í Winter Park
og það er þess vegna sem hún er
komin þetta langt. Hún verið þarna
á stífum æfingum, því hún æfir
þarna fimm daga í viku og í sex
tíma á dag. Hún er bara á skíðum
allan daginn frá níu á morgnana til
fjögur á kvöldin,“ segir Friðrik.
Hann segir að Erna sé alltaf jafn
áhugasöm. „Hún bíður eftir því
að komast út aftur. Ég hef komið
tvisvar til hennar og svo fórum
við líka, ég, konan og sonur okkar,
eftir Ólympíuleikana í Vancouver.
Við fórum frá Vancouver til Winter
Park. Það var frábært fyrir hana
að keppa á Ólympíuleikunum og
hún er þegar farin að horfa til
Sotsji. Ég viðurkenni það alveg að
mig langar líka þangað líka,“ segir
Friðrik að lokum.
ooj@frettabladid.is
Árið þeirra Ernu og Jóns Margeirs
Sundmaðurinn Jón Margeir Sverrisson úr Ösp/Fjölni og skíðakonan Erna Friðriksdóttir úr Hetti voru í gær
valin Íþróttamaður og Íþróttakona ársins hjá fötluðum en bæði voru að fá þessi verðlaun í fyrsta sinn.
SÖGULEGT Í VANCOVER Erna Friðriks-
dóttir varð fyrsti Íslendingurinn til
þessa að keppa á Vetrarólympíumóti
fatlaðra í alpagreinum.
ÍÞRÓTTAMAÐUR ÁRSINS Jón Margeir Sverrisson sést hér ánægður með verðlaunin
sem hann fékk í gær. FRÉTTABLAÐIÐ/VILHELM
HELENA SVERRISDÓTTIR átti stórleik með TCU í bandaríska háskólaboltanum í fyrrinótt en hún skoraði þá 30 stig á 25
mínútum í 81-39 sigri á UT Arlington. Hún hefur aldrei skorað svona mikið í einum leik í búningi TCU. Helena hitti úr 11 af 17
skotum sínum þar af 5 af 7 fyrir utan þriggja stiga línuna. Hún var einnig með 6 fráköst og 4 stoðsendingar í leiknum.