Fréttablaðið - 10.12.2010, Side 94

Fréttablaðið - 10.12.2010, Side 94
70 10. desember 2010 FÖSTUDAGUR FÖSTUDAGSLAGIÐ „Ég myndi halda að það væri lagið You Got the Love með Candi Staton.“ Sigríður Thorlacius, söngkona „Þegar menn eru búnir að reisa fossa í New York og byggja sól er þetta kannski rökrétt framhald,“ segir Börkur Arnarson hjá list- galleríinu i8, einn nánasti sam- starfsmaður Ólafs Elíassonar hér á landi. Íslenski listamaðurinn verð- ur ein af stjörnum Listahátíð- ar í London árið 2012 sem haldin verður í tengslum við Ólympíu- leikana þar. Í kynningu á listahá- tíðinni segir að fremstu listamenn heims hafi verið valdir til að taka þátt í þessum einstaka viðburði. Meðal þeirra eru leikkonan Cate Blanchett, rithöfundurinn Toni Morrison, leikstjórinn Mike Leigh og stórstjörnurnar Damon Albarn og Jude Law. Ólafur verður aðal- númerið í listhlutanum en Börkur sagðist ekki vita hvert hans hlut- verk væri. „Ég held alveg örugg- lega að þetta eigi að koma fólki á óvart og menn vilji ekki ræða um það í smáatriðum.“ Fram kemur í fréttatilkynningu að Ólafur sé að vinna sérstakt verk fyrir hátíðina ásamt listakonunni Rachel White- read og að það verði til sýnis. Börkur segir það ekki koma sér á óvart að Bretarnir skuli hafa fal- ast eftir kröftum Ólafs. Listamað- urinn sé í fremstu röð í nútímalist en veðursýning hans í Tate Mod- ern var valin einn af menningar- viðburðum fyrsta áratugar þess- arar aldar í breska blaðinu The Tele graph. Boris Johnson, borgar- stjóri London, fór enda fögrum orðum um hópinn sem Ólafur til- heyrir í fréttatilkynningunni. „Listamennirnir eru af þeirri stærðargráðu að öllum ætti að vera það ljóst að árið 2012 verður eitt af eftirminnilegri árum í sögu Lond- on.“ Undir það tók Sebastian Coe, formaður Ólympíunefndarinnar BÖRKUR ARNARSON: RÖKRÉTT FRAMHALD FYRIR ÓLAF ELÍASSON Ólafur ein af stjörnum Ólympíulistahátíðar í London „Ég er mjög mikill aðdáandi Sigur Rósar og Jóns og nafnið er augljóslega vísun í lag hljóm- sveitarinnar,“ segir Petter Fos- haug, stofnandi norska húfu- framleiðandans Hoppipolla Headwear. Fyrirtækið var stofnað á árinu og er nefnt eftir lagi Sigur Rósar Hoppípolla af plötunni Takk.... sem kom út árið 2005. Lagið er eitt allra útbreiddasta lag hljóm- sveitarinnar og hefur verið notað í fjölmörgum auglýsingum, sjón- varpsþáttum og kvikmynda- stiklum. Lagið var til að mynda í stiklu Óskarsverðlaunamyndar- innar Slumdog Millionaire og í auglýsingum þátta David Atten- borough, Planet Earth. Loks heyrðist lagið í umfjöllun breska ríkisútvarpsins BBC um björgun námuverkamannanna í Síle. Petter Foshaug er mikill Íslandsvinur og hefur sjö sinn- um heimsótt landið. Bretta- kappinn Halldór Helgason kom Hoppipolla-húfunum rækilega á framfæri þegar hann var með eina á hausnum þegar hann vann til gullverðlauna í háloftaflokki bandaríska X-Games mótsins í janúar, sem er eitt stærsta mót sinnar tegundar í heiminum. „Vinsældir Halldórs hafa hjálp- að mikið og við höfum verið á meðal mest seldu húfanna í flest- um búðanna sem við dreifum í,“ segir Foshaug, en húfunum er dreift víða um Evrópu og alla leið til Kóreu. En nú eru strákarnir í Sigur Rós þekktir fyrir ást sína á lopa- húfum, hafa þeir fengið sendar Hoppipolla-húfur? „Við erum komnir með dreif- ingaraðila á Íslandi og þeir ætl- uðu að kanna hvort það væri hægt að fá meðlimi Sigur Rósar til að nota húfurnar,“ segir Pett- er Foshaug. Norskar húfur nefndar eftir Sigur Rós STYÐUR NORSKAN VIN Halldór Helgason var með Hoppipolla-húfu þegar hann vann til gullverðlauna á X-Games-mót- inu í janúar. „Staðurinn þurfti mikilla breytinga við og nafna- breyting var stór hluti af því, til að gefa staðn- um nýjan blæ,“ segir Veigar Freyr Jökulsson, sem hefur tekið við rekstri Hótels Brúar í Borgarfirðin- um, sem hét áður Mótel Venus. „Við erum búnir að vera sveittir fram á nætur að gera staðinn huggulegan,“ segir Veigar Freyr, sem hélt opnunarhóf um síðustu helgi eftir að hafa sent út boðskort til Borgarness og nágrennis. „Það voru hérna vel yfir hundrað manns sem mættu og það voru allir svaka hrifnir og ánægðir með að það sé eitthvað að gerast á þessum stað. Húsið er rosaflott en fólkið fékk einhvern kjánahroll virðist vera af gamla nafninu og fannst það aldrei eiga neitt erindi hingað.“ Gamli staðurinn var auglýstur sem leiðin að rómantísku kvöldi og orðrómur var lengi vel uppi um að fólk notaði hann til framhjáhalds. Veigar segir þetta skemmtilega sögu en engan flugufót vera fyrir henni. „Ég finn ekki annað út en að nafnið eitt hafi skapað þessa sögu, þessi blanda af þessum tveimur orðum.“ Veigar, sem rekur staðinn með hálfbróður sínum Gústafi Hannibal, segir að Hótel Brú verði af öðrum toga en forveri sinn. „Þetta verður alvöru veitinga- staður. Við ætlum ekki að fara í þennan hamborgara- slag við Borgarnes. Þetta er kjörið fyrir vinnuhópa, árshátíðir og annað álíka á veturna,“ segir hann og bætir við að umhverfið skemmi ekki fyrir: „Þetta er rétt við þjóðveginn. Þú keyrir hundrað metra og ert kominn í algjöra paradís hérna í Hafnarskógi. Útsýnið er alveg óborganlegt hérna yfir Borgar- fjörðinn.“ Áhugasamir geta skoðað síðuna hotelbru.is vanti þá frekari upplýsingar. - fb Nýir húsbændur á Mótel Venus VEIGAR OG GÚSTAF Veigar Freyr Jökulsson (til hægri) og Gústaf Hannibal Ólafsson hafa tekið við rekstri Hótels Brúar í Borgarfirðinum. Í MÖGNUÐUM HÓPI Ólafur Elíasson er í mögn- uðum hópi sem á að bera uppi listahátíð London árið 2012. Þar má meðal annars sjá Nóbelsverðlaunahaf- ann Toni Morrison, Óskarsverðlauna- hafann Cate Blanchett, Bafta-verð- launahafann Mike Leigh, stórstjörnuna Jude Law og Brit-verðlauna- hafann Damon Albarn. FR ÉT TA B LA Ð IÐ /V A LL I í London. „Sumarið 2012 verður töfrum líkast og þessi Listahátíð á eftir að leika stórt hlutverk í að gera Ólympíuleikana að stærstu sýningu heims.“ freyrgigja@frettabladid.is KYSSILEGUST! „Þetta er bráðskemmtileg bók og mæl Harpa Mjöll Re Fös 10.12. Kl. 20:00 Aukas. Lau 15.1. Kl. 20:00 Sun 16.1. Kl. 20:00 Fim 20.1. Kl. 20:00 Lau 22.1. Kl. 20:00 Fim 27.1. Kl. 20:00 Sun 30.1. Kl. 20:00 Sun 12.12. Kl. 13:00 Sun 12.12. Kl. 15:00 Sun 19.12. Kl. 13:00 Sun 19.12. Kl. 15:00 Þri 28.12. Kl. 16:00 Mið 29.12. Kl. 16:00 Fim 30.12. Kl. 16:00 Sun 2.1. Kl. 13:00 Sun 2.1. Kl. 15:00 U U Fíasól (Kúlan) Hænuungarnir (Kassinn) Íslandsklukkan (Stóra sviðið) Gerpla (Stóra sviðið) Leitin að jólunum Ö Ö U Ö U U Fös 10.12. Kl. 19:00 Aukas. Lau 11.12. Kl. 19:00 Aukas. Sun 12.12. Kl. 19:00 Aukas. Fim 30.12. Kl. 19:00 Fös 7.1. Kl. 19:00 Lau 15.1. Kl. 19:00 Sun 16.1. Kl. 19:00 Lau 22.1. Kl. 19:00 Sun 23.1. Kl. 19:00 Lau 11.12. Kl. 11:00 Lau 11.12. Kl. 13:00 Lau 11.12. Kl. 14:30 Sun 12.12. Kl. 11:00 Sun 12.12. Kl. 13:00 Sun 12.12. Kl. 14:30 Lau 18.12. Kl. 11:00 Lau 18.12. Kl. 13:00 Lau 18.12. Kl. 14:30 Sun 19.12. Kl. 11:00 Sun 19.12. Kl. 13:00 Sun 19.12. Kl. 14:30 Þri 28.12. Kl. 14:00 Þri 28.12. Kl. 16:00 Mið 29.12. Kl. 14:00 Mið 29.12. Kl. 16:00 U U U U U U U U U U Ö Ö U U Fim 30.12. Kl. 20:00 Frums. Mið 5.1. Kl. 20:00 Fim 6.1. Kl. 20:00 Fös 7.1. Kl. 20:00 Lau 8.1. Kl. 20:00 Kandíland (Kassinn) Ö Ö Ö Fim 6.1. Kl. 20:00 Mið 12.1. Kl. 20:00 Fim 20.1. Kl. 20:00 Sun 30.1. Kl. 20:00 Ö Lér konungur (Stóra sviðið) Sun 26.12. Kl. 20:00 Frums. Þri 28.12. Kl. 20:00 2. sýn Mið 29.12. Kl. 20:00 3. sýn Lau 8.1. Kl. 20:00 4. sýn Sun 9.1. Kl. 20:00 5. sýn Fim 13.1. Kl. 20:00 6. sýn Fös 14.1. Kl. 20:00 7. sýn Fös 21.1. Kl. 20:00 8. sýn U Ö Ö Ö Ö Ö Ö Ö U U Ö Ö Ö Ö FRÉTTIR VIÐSKIPTI ÍÞRÓTTIR LÍFIÐ UMRÆÐAN STÝRÐU UMRÆÐUNNI Í ÁTT TIL ÞÍN Meiri Vísir.

x

Fréttablaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.