Sameiningin

Árgangur

Sameiningin - 01.08.1892, Blaðsíða 5

Sameiningin - 01.08.1892, Blaðsíða 5
heima taka þannig í þetta velferðarmál vort, ætti að verða til þess að kenna fólki voru hjer, að leggja meira á sig fyrir þetta lífsnauSsynlega fyúitæki en það hefur hingaS til gcrt. |>aS er vonandi, aS áhuginn verSi nú hrennandi, viljinn einbeittur og framkræmdirnar málinu samboðnar. SkólamáliS verSur enn sem fyr aSalmáliS á þessu kirkjuþingi og þaS hlýtur aS verSa þaS þangaS til að vjer höfum fyrir drottins náð farsællega ráðið því til lykta. Þrátt fyrir það þó ritstjóri „Sameinmgarinnar11 hafi legið veikur nú í síðustu sex mánuði, hefur blaðið verið í gangi fram að þessu. Eptir til- tilmælum hans hef jeg sjeð um ritstjórn á því á þessu síðastliðna hálfa ári. Það hefur verið af vanefnum gert fyrir allra hluta sakir. Til slíkra rit- starfa hef jeg alls engan tíma haft og hefur það allt af verið á hlaupum oc í hjáverkum gert. Yerð jeg að hiðja kirkjuþing þetta velvirðingar á því og afsökunar fyrir, hvernig það hefur verið af hendi leyst. Útgáfunefndin gerir á þessu þingi reikningslega grein fyrir fjárhag hlaðsins eins og hann er nú. Þeir hræðurnir Magnús og Vilhelm Paulson tókust áhendur reikn- ingsfærslu alla og umsjón með fjárhag hlaðsins fyrir tilmæli nefndarinnar og eiga þeir fyrir það miklar þakkir skilið. Ritstjónnn hafði á hendi út- sending blaðsins og allt það, sem stendur í sambandi við hana, þangað til heilsa hans hilaði. En einiægt siðan hafa þeir hræðurnir, Magnús Paulson og Vilhelm Paulson hætt því verki við sig, til þess að hjálpa blaðfyrirtæki voru áfram undir þessum örðugu kringumstæðum, og ættu allir að geta skilið, hve mikið þeir hafa orðið á sig aSS leggja til þess, þar sem háðir bafa hendurnar fullar af eigin skylduverkum sinum, ásamt ótal fjeiagskvöðum, sem á þeim liggja. Þeir eiga þvi fyrir hjálpsemi þessa margfallt þakklæti skilið af útgáfunefnd hlaðsins og kirkjuþinginu 1 heild siuni. — Jeg hef á- stæðu til að ætla, að „Sameiningin“ sje einlægt að vinna álit og vinsældir í söfnuðum vorum. Enda ætti hún svo sem að sjálfsögðu að vera keypt á hverju þvi heimili, sem tilheyrir söfnuðum vorum eða er kristindóms- málum vorum hlynt. Skömmu eptir að síðasta kirkjuþing var haldið, ferðaðist einn af prest- um kirkjufjelagsins, sira Hafsteinn Pjetursson, til hinnar svonefndu Þing- vallanýlendu í Assiniboia samkvæmt ósk safnaðarins þar. Hann dvaldi þar um tíma, prjedikaði og vann önnur prestsverk. Meðan hann dvaldi þar, myndaðist þar nýr söfnuður, er kallaði sig Aúteí’s-söfnuð, og gekk hann þegarinn í kirkjufjelagið, eins og áður (3r skýrt frá. I septemhermánuði ferðaðist forseti kii'kjufjelagsins norður til Nýja íslands, til þess að vitja þeirra safnaða þar, sem enn standa í kirkjufjelag- inu. Hann prjedikaði í Bræðrasöfnuði við íslendmgafljót og hjelt þar fund með mönnum. I hinni svoköliuðu Efribyggð prjedikaði hann einn- ig. Síðan fór hann út til Mikleyjar og prjedikaði þar og hjelt fund með mönnum. En þar var ofstopi síra Magnúsar manna svo mikill, að engu varð til leiðar komið, þar sem þeir voru í meira hluta. En skynsömustu og einlægustu safnaðarmennirnir voru þó eindregnir í því þá, að halda við trúarjátning sina og fjelagið. Síðan hefur sá söfnuður gengiðútúr kirkju- fjelaginu eins og áður er á minnzt. Áður en hann fór frá Nýja Islandi prjedikaði hann aptur við Islendingafljót í Breiðuvíkinui. Á þessari fer7' smni sannfærðist hann um, að fjöldi fólks fylgir síra Magnúsi að eins að

x

Sameiningin

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Sameiningin
https://timarit.is/publication/673

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.