Sameiningin

Árgangur

Sameiningin - 01.08.1892, Blaðsíða 28

Sameiningin - 01.08.1892, Blaðsíða 28
■92— Magnús læzt mynda þar kirkjufjelag, sem hann nefnir lúterskt, en gjörir það að eins til a<5 draga fólkið á tálar. ])ví svo lítur út, sem hann hati beðið Unítara austur frá, að misvirða það ekki við sig, þótt hann hafi orðið að láta þetta nýja fjelag kenna sig við lútersku kirkjuna. það hafi svo sem ekkert með trúarjátn- ing safnaða sinna að gjöra. Iiann svífst þess ekki, að segja Ún- ítörum allt þetta, þótt hann viti vel, að fjölda fólks í söfnuðum hans er einmitt um að gjöra að halda áfram með sína lútersku trú. — Svo er hann að skrifa trúarbróður sínum, Kristofer Jan- son, um aðferðina, sem hann viðhaíi þar uorður frá til þess að koma Unítaratrúnni inn hjá söfnuðum sínum. Hann segist vera varasamur, ekki gefa þeim Unítaratrúna nema í smáskömtum. Hann hafi enn ekki þorað að prjedika opinberlega á móti guð- dómi frelsarans. Hann tali mest um kærleikann og bróðernið, meðan hann sje að undirbúa hugina undir aðalatriðin, sem hann ætli sjer nú að koma með, þegar menn sje betur búnir að gleyma sinni upprunalegu trú en orðið sje enn þá. Vjer munum ekki eptir annari eins frammistöðu hjá nokkr- um presti. Hún er að vorri hyggju alveg dæmalaus. þetta frjálslyndi hans, sem hann hefur svo lengi skrumað af, er inni- falið í því, að hann selur söfnuði sína öðru kirkjufjelagi, móti vilja þeirra og vitund. En vjer erum sannfærðir um að honum tekst það ekki. það eru ofmargir góðir drengir í Nýja íslandi til þess þeir líði hon- um það. Og það er ofmikið af sannri lúterskri trú i hjörtun- um til þess að fólkið láti með vjelum lokka sig inn í þessa Úní- tara-gildru. Um leið og því var slegið út í blöðunum í vor, að síra Magnús mundi þiggja árlegan styrk af Unitarafjelaginu, báðu Ný-Islendirtgar hver á fætur öðrum um sannanir fyrirþví, að þetta ætti sjer virkilega stað, og bættu því við um leið, að svo framarlega þetta sannaðist um síra Magnús, mundi fjöldi fólks snúa við honum bakinu. Nú eru þessar sannanir komnar fram, teknar eptir blöðum Únítara sjálfra og skýrslutn þeirra (Ghristian Register) og vjer gætum trúað því, að síra Magnús mundi ekki verða öfundsverður af því fylgi, sem hann hefur í Nýja-íslandi eptir þetta. Honum hefði ef til vill tekizt þetta bragð við skrælingja eða aörar villiþjóðir, en það er óhugsandi, að honum takist það við menntað og upplýst fólk. Vjer erura

x

Sameiningin

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Sameiningin
https://timarit.is/publication/673

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.