Sameiningin - 01.08.1892, Blaðsíða 16
—80—
an slíkra fjelaga, sem kirkjufjel. er, — sú, aö bera byrðina hver
meö öðrum. En af því hjer er urn mikildvarðandi fjármál að
ræða, þykir oss óráðlegfc að nokkur ákvörðun sjé gjörð í því, án
þess leitað sje álits safnaða vorra í því efni.
Yjer leggjum það því til, að málið sje lagt yfir til næsta
kirkjuþings og fulltrúum hinna ýmsu safnaða falið á hendur að
sjá um að málið sje rætt í söfnuðum vorum.
J. Blöndal. Ó. Jóhannessun. Ó. þorsteinsson. H. Fr.
ReyJcjalín. Haraldur Pj ztnrsson.
Nefndarálitið samþykkt.
Lagábreytin<)armálið. N ef ndarálit.
Nefndin, sem sett var til þess að íhuga tillögu þá um grund-'
vallarlagabreyting, sem fer fram á, að þessi orð sjeu numin burt
úr 8. gr. grundvallarlaganna: „skera úr ágreiningsmálum, sem
upp kunna að lcoma meðal safnaðanna," leyfir sjer að leggja fyr-
ir þingið svolátandi álit.
1. í þessu fjelagi eins og öllum öðrum fjelögum þarf fram-
kvæmdar og úrskurðarvald að vera í höndum eins eða fleiri þar
til kjörinna manna.
2. þótfc sumum ef til vill þætti æskilegra, að í þessu fjelagi
hefðu fleiri en einn maður þetta úrskurðarvald, þá sjáum vjei,
að það mundi hafa bæði óþœgindi og kostnað íförmeðsjer, sem
kirkjufjel. er ekki færfc um að bera.
3. Svona löguð tillaga var lögð fyrir kirkjuþingið í Argyle
1889 og þá falið til yfirvegunar st. nefnd, sem lagði það aptur
fyrir kirkjuþing næsta ár og var þá ályktað af þinginu, að breyfc-
ingin væri óheppileg.
4. A síðastliðnu ári hefur varaforseti kirkjufjelagsins gefið
þannig lagaðan úrskurð í máli safnaðarins í Selkirk, að þetta
kirkjuþing fann ástæðu til að lýsa í einu hljóði ánægju sinni ytír
þeim úrskurði, svo nú er sannarlega minni ástæða en nokkru
sinni áður að vantreysta forsetanum til þess að hafa á hendi
þetta ábyrgðarmikla verk.
5. Nefndin leggur þess vegna til að lagagrein sú, er þetta
ákveður, standi óbreyfct.
P. S. Bardal. E. H. Bergman. 0. Jónsson.
J. Jónsson. M. Paulson.
Nefndarálitið samþykkt í einu hljóði.