Sameiningin - 01.08.1892, Blaðsíða 17
—81—
1o. fundur,
kl. 9,30 f. h. mið'vikudaginn 29. júlí.
Löggilding l'cirkjnfjelagsins. Nefndarálifc.
Nefndin í málinu um löggilding kirkjufjel. leyfir sjer að
leggja fram svolátandi álit.
Nefndin ræður til þess. að kirkjufjelagið verði sem allra
fyrst löggilt (incorporated) samkvæmfc þar að lútandi lögum í
Norður Dakota, þar eð það er þar stórum mun ód/rara held-
ur en í Canada.
Nefndin ræður einnig til þess, að nú á þessu þingi verði
gjörðar allar nauðsynlegar ráðstafanir til þess að þessi löggild-
ing geti komizt á ná sem allra fyrst.
Nefndin álítur æskilegfc, að sem flestir söfnuðir í kirkju-
fjelaginu yrðu löggiltir, en leyfir sjer um leið að benda á það,
að þeir söfnuðir, sem fátæktar vegna ekki treysta sjer til að
standast þann kostnað, sem það liefur í för með sjer, geta, þegar
kirkjufjelagið er orðið lögbundið, varðveitt eignir sínar kostn-
aðarlaust, með því að láta þær fyrst um sinn standa undir nafni
þess.
W. H. Paulson. B. Jónsson. J. Bergmann. B. T. Björnsson.
Jón Jónsson■ E. H. Bergmann. G. Jónsson.
Nefndarálitið samþyklct.
Samþykkt, að fjárhaldsmenn skyldu vera 3, einn kosinn til
eins árs, annar til tveggja, þriðji til þi'iggja ára. — Fjárbalds-
menn kosnir með seðlum: P. S. Bardal, C. Jónsson, Asv. Sig-
urðsson. Með hlutkesti var ákveðið, að kosning P. S- B. skyldi
gilda til þriggja ára, Ásv. S. til tveggja, C. J. til eins. — Yara-
fjárhaldsmenn kosnir í einu hljóði: Fyrir P. S. B. Jón Blön-
dal, fyrir Ásv. S. Jón Jónsson, fyrir C. J. B. Jónsson.
l)ví næsfc voru löggildingargreinir (Articles of Incorpora-
fcion) samþykktar.*)
Eptir klukkan tvö á miðvikudaginn hjelt síra Hafsteinn
Pjetursson fyrirlestur um Charles Haddon Spurgeon, baptista-
prestinn nafnfræga.
*) Af Jjví það er enn óvíst, hvort löggildingin tekst á þessu ári eða ekki
þykir óþarfl að prenta þessar löggildingargreinir hjer upp. Verði fje-
lagið löggilt á þessu ári, væri rjettast að Articles nf Incorporation værij
prentaðir í „Sameiningunni".