Sameiningin

Árgangur

Sameiningin - 01.08.1892, Blaðsíða 7

Sameiningin - 01.08.1892, Blaðsíða 7
—71— Allir atkvæðisbærir safnaðarlimir, sem á fundi voru, greiddu atkvæði sitt með þessum tírskurði varaforseta, þannig, að þeir rituðu eða ljetu rita já aptan við nöfn sín í prótókoll safnaðarins. Nokkru seinna tilkynnir skrif- ari safnaðarins varaforseta, að söfnuðurinn bafl á safnaðarfundi sagt sig úr kirkjufjelaginu. Stí úrsögn kom þvert ofan í samþykkt þá, sem áður var nefnd, þar stm söfnuðurinn skuldbatt sig til að standa í kirkjufielag- inu fram að næsta kirkjuþingi, og er htín því í alla staði ólögmæt. Sá hluti safnaðarins, sem heldur fast við sín gömlu safnaðarlög og var á móti því, að ganga úr kirkjufjelaginu, heldur því enn áfram að vera hinn löglegi Selkirk-söfnuður. Aldrei hefur hin kirkjulega starfsemi vor fengið eins eindregna og hlýja viðurkenning á fósturjörð vorri og ntí á þessu síðastliðna ári. Stí viðurkenning ætti að verða oss hvöt til þess að sýna meiri dugnað og fram- kvæmdarsemi í kirkjumálum vorum en vjer hingað til höfum gert. Sjer- staklega ættum vjer að láta hana verða til þess að sá andlegi skerfur, er vjer sendum vorri íslenzku móðurkirkju heim, verði eins mikiil og góður og framast er unnt. Yjer berum oss stundum illa yfir því að ílla gangi og erviðleikarnir sjeu kröptunum ofvaxnir. En þegar vjer gætum betur að, höfum vjer ekki í rauninni yfir neinu að kvarta. I öllura þeim söfnuðum vorum, sem hafa viðunanlega prestsþjónustu, má svo heita, að safnaðar- starfsemin gangi ágætlega. Dagsdaglega þreifum vjer á því, að drottinn er með oss, og hverju höfum vjer þá að kvíða? „Áfram í Jestí nafni!“ Það sje vort fyrsta og síðasta orð. Til embættismanna fyrir komandi ár voru kosnir: sjera Jón Bjarnason forseti, síra F. J. Bergmann varaforseti, síra N. Stgr. þorláksson skiifari, Árni Friðriksson fjehirðir, Jóh. H. Frost varaskrifari, H. Hermann varafjehirðir. ]iá voru fundarreglur lesnar upp. Tillaga um aS I, 5. í fundarreglunum verði breytt aptur í sitt upprunalega form, var samþykkt. Stud. theol. Jónasi A. Sigurðssyni veitt málfrelsi á þinginu. Álit standandi nefndar: Á 7. ársþingi kirkjufjelagsins, sem haldiS var í Winnipeg 1891, vorum viö undirritaðir kosnir í standandi nefnd ásamt for- seta kirkjufjelagsins, síra Jóni Bjarnasyni. Nefndin hefur sjer- staklega íhugað þau þrjú mál, sem þá var ákveðið að fresta til þessa kirkjuþings. Hún leyíir sjer að leggja fyrir þingið eptir- fylgjandi álit um þessi mál: I. Meðul til að afla fjár til safnaðarþarfa, Nefndin álítur þetta mál þýðingarmikið. Hún álítur, að kirkjuþing þetta ætti að brýna fyrir söfnuðunum að vera vandir að ineðölum til að afla fjár til safnaðarþarfa, svo hið góða mál-

x

Sameiningin

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Sameiningin
https://timarit.is/publication/673

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.