Sameiningin

Árgangur

Sameiningin - 01.08.1892, Blaðsíða 26

Sameiningin - 01.08.1892, Blaðsíða 26
—90— í Vesturheimi fól mjer á hendur að stila nokkur þakkarorð til yðar fyrir áskorun þá, er þjer hafið látið ganga út umlandið um fjársöfnun til styrktar hinum fyrirhugaða skóla kirkjufjelags vors og meðmæli þau, er þjer hafið látið fylgja áskorun þessari. Mjer er Ijúft að inna þessa skyldu af hendi. það er sann- færing vor, að hið þarfasta verk, sem unnt sje að vinna fyrir ís- lendinga í þessu landi, sje það að koma á fót íslenzlcri mennt- unarstofnun hjer. Vjer álítum það lifsnauðsynlegt frá menn- ingarlegu, kirkjulegu og þjóðernislegu sjónarmiði. Takist oss að koma fyrirtæki þessu á fót og tryggja tilveru þess, höfum vjer von um að fólk vort muni ná svo miklum andlegum þrifum og þroska, að það standi öðru fólki þessa lands nokkurnveginn jafnfætis, hvað menning og menntun snertir. það leggur þá að líkindum fram tiltölulegan skerf til þjóðlífsmenningarinnar í því mannfjelagi, þar sem það hefur tebið bólfestu, á við aðra innflutta þjóðflokka. það tapar þá ekki þjóðerni sínu löngu áður en það hefur eignazt nokkuð annað, heldur varðveitir hið bezta úr því og lætur það blómgast. það sundrast þá ekki og týnist í kirkjulegu tilliti, nje hverfur inn í innlend kirkjufje- lög, heldur varðveitir hinn dýrmætasta fjársjóð, er vjer fluttum með oss af fósturjörðu vorri, hina lútersku trú vora, og hefur með því að játa hana hjer og hjálpa til að útbreiða liana hin blessunarríkustu áhrif út frá sjer. Og svo framarlega sem skóla- fyrirtæki vort komist á fót, veröur sú þýðing, sem hið íslenzka landnám í þessu landi hefur fyrir fósturjörð vora, fyrstfullkorn- lega augljós. Allt þetta vakir fyrir oss, og þess vegna erum vjer nú að beita allri orku til að fá þessu með tímanum framgengt. En til þess að koma svo stórkostlegu fyrirtæki i verk erum vjer auðvitað veikiiðaðir. Mörgum af oss vex það svo í augum, að þeir álíta þetta ofætlun. En drottinn hjálpar hinum veiklið- uðu og vanmáttugu og í hans nafni oönoum vjer að verkinu. A orðum yðar og bróðurlegum tillögum sjáuin vjer, að þjer skiljið hverja ómetanlega þýöing þetta velferðarmál vort hefur bæði fyrir sjálfa oss og þjóð vora í heild sinni. þess vegna hafið þjer látið áskorun ganga út frá yður um allt landið til presta- stjettarinnar að gangast fyrir fjárframlögum til að styrkja þetta málefni vort. Fyrir þetta er oss bæði ijúft og skylt að þaklca. það eru í rauninni fyrstu afskiptin, sem kirkja fósturjarðar

x

Sameiningin

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Sameiningin
https://timarit.is/publication/673

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.