Sameiningin

Árgangur

Sameiningin - 01.08.1892, Blaðsíða 13

Sameiningin - 01.08.1892, Blaðsíða 13
—77— má geta þess, að þingvallanýlendusöfnuður hefur skrifað bisk- upi íslands og beðiS hann að útvega sjer prest. Mál þetta er komið nokkuð áleiðis, en þó eigi fullgjört. Nefndin finnur á- stæðu til að taka það fram, að söfnuðirnir ættu að liafa forseta kirkjufjel. í ráðum með sjer, þegar þeir ráða presta sína. Nefndin sjer að eins eitt ráð til að bæta úr hinni brýnustu þörf safnaöanna á prestlegri þjónustu og ráðið er þetta: að út- vega prestunum síra F. J. Bergmann og síra Hafst. Pjeturssyni hjálparmenn, svo að þeir geti veitt prestlega hjálp þar sem þörfin er mest. Og nefndin leyfir sjer að benda á tvo menn, stud. theol. J. A. Sigurðsson og stud. theol. B. B. Jónsson og ræður kirkju- fjel. fastlega til að ráða þá þessum tveimur prestum til aðstoðar. þetta fyrirkcmulag hefur auðvitað kostnað í för með sjer, sem varla getur orðið minni en $200.00. Nefndin álítur að þeir prestlausu söfnuðir, sem njóta góðs af þessu, myndu sjerstaklega taka mikinn þátt í kostnaöinum. En ef söfnuðirnir gætu eigi borið allan þennan kostaö, ræður nefndin til að varið sje til þess allt að $100 úr kirkjufjel. sjóði. Ennfremur ræður nefndin þinginu til að útvega hjá járn- brautafjelögunum einum presti kirkjufjelagsins ókeypis ferð frain og aptur til Kyrrahafsstrandarinnar, til þess hann, ef mögu- legt væri, gæti heimsótt Victoriasöfnuð, B. O. og íslendinga í Seattle. Á kirkjuþingi 28. júní 1892. Nefndin. þetta nefndarálit var samþykkt.—Sömuleiðis samþykkt, að for- seta kirkjufjelagsins sje falið á hendur að semja beiðni til járn- brautafjelaga um að gefa einum presti þess frítt far til Victoria B. C. til að heimsækja söfnuðinn þar. Tillcyvning VictoriasafnacTar. í nefnd voru settir: síra Steingr. þorláksson, B. B. Jónsson, Sigurður Sigurðsson. Mdlið' um ferð'alcostnað' kirkjuþingsmanna. þessir 5 sett- ir í nefnd: Jón Blöndal, Ólafur þorsteinsson, Haraldur Pjeturs- son, H. F. Keykjalín, Ólafur Jóhannesson. Löggilding Jcirkjufjelagsins. þessir 7 settir í nefnd: W. H. Paulson, E. H. Bcrgman, Jón Jónsson, B. T. Björnsson, Jónas Bergmann, Kristján Jónsson, Björn Jónsson.

x

Sameiningin

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Sameiningin
https://timarit.is/publication/673

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.