Fréttablaðið - 14.12.2010, Blaðsíða 11

Fréttablaðið - 14.12.2010, Blaðsíða 11
ÞRIÐJUDAGUR 14. desember 2010 FULLT VERÐ KR. 24.990 13.990 KR. +1.000 PUNKTAR Vr: A900 85060691 SODASTREAM FULLT VERÐ KR. 8.990 2.990 KR. +1.000 PUNKTAR Vr: A156 85060669 REMINGTON SLÉTTUJÁRN Vr: A703 85060731, A312 85060737, A312 85060736 DVD MYNDIR FULLT VERÐ KR. 2.690 690 KR. PR. STK. +1.000 PUNKTAR FULLT VERÐ KR. 2.590 590 KR. PR. STK. +1.000 PUNKTAR Vr: A850 7942, A862 85060733, A149 85060732 LEIKFÖNG FULLT VERÐ KR. 26.990 19.990 KR. +1.000 PUNKTAR Vr: A891 85060702 SAMSUNG MYNDAVÉL FULLT VERÐ KR. 29.990 18.990 KR. +1.000 PUNKTAR Vr: A891 85060712 DVD SPILARI FULLT VERÐ KR. 3.490 1.490 KR. +1.000 PUNKTAR x2 PUNKTAR GILDA FULLT VERÐ KR. 6.990 2.990 KR. +1.000 PUNKTAR Vr: A900 85060728 VAXI-n OG KENNSLUMYNDBAND Í FÖRÐUN x4 PUNKTAR GILDA FULLT VERÐ KR. 2.790 790 KR. +1.000 PUNKTAR Vr: A642 453014 ANTHON BERG x2 PUNKTAR GILDA FULLT VERÐ KR. 9.990 4.990 KR. +1.000 PUNKTAR Vr: 063 BE0913690 VERKFÆRASETT x5 PUNKTAR GILDA FULLT VERÐ KR. 2.490 490 KR. +1.000 PUNKTAR Vr: A900 85060735 BUBBI – SAMTALSBÓK FULLT VERÐ KR. 6.490 4.490 KR. PR. STK. +1.000 PUNKTAR Vr: A703 85060730, A703 85060729 ALIAS / JUNIOR ALIAS x2 PUNKTAR GILDA x2 PUNKTAR GILDA FULLT VERÐ KR. 2.490 490 KR. PR. STK. +1.000 PUNKTAR Vr: A312 85060738, A312 85060740, A312 85060739, A900 85060741 GEISLADISKAR x7 PUNKTAR GILDA FÁÐU GÓÐAR JÓLAGJAFIR FYRIR N1 PUNKTANA ÞÍNA x2 PUNKTAR GILDA x11 PUNKTAR GILDA x6 PUNKTAR GILDA x11 PUNKTAR GILDA x2 PUNKTAR GILDA x2 PUNKTAR GILDA FÆST Á N1 UM ALLT LAND. WWW.N1.IS F í t o n / S Í A TAIMOUR ABDULWAHAB Vinsæll í moskunni í Luton þar til hann fór að boða öfgar. NORDICPHOTOS/AFP SVÍÞJÓÐ, AP „Hann var með þrjú sprengjusett og ég held ekki að hann hafi ætlað sér að sprengja bara sjálfan sig í loft upp,“ segir Tomas Lindstrand, saksóknari í Stokkhólmi. „Þetta mistókst, sem betur fer.“ Sprengjuárásin sem gerð var í miðborg Stokkhólms á laugardag kostaði engan annan en árásar- manninn lífið, en tveir vegfarend- ur særðust. Lindstrand segir að sprengju- maðurinn hafi verið Taimour Abdulwahab, 28 ára gamall maður sem var ættaður frá Mið- Austurlöndum en fékk sænskan ríkisborgararétt fyrir átján árum. Hann hafði búið í Bretlandi undan- farin tíu ár en kom til Svíþjóðar núna í tengslum við afmæli föður síns. Skömmu fyrir dauða sinn hafði hann sent hótunarskeyti í tölvu- pósti, þar sem meðal annars var talað um „heilagt stríð“. „Hann var vel búinn sprengju- efnum, svo ég tel óhætt að giska á að ferðinni hafi verið heitið á stað þar sem væri sem allra flest fólk, kannski á aðalbrautarstöðina, kannski í Åhlens-verslunarmið- stöðina,“ sagði Lindstrand. Hann segir að Abdulwahab hafi verið með sprengjur festar við sig, fleiri sprengjur í bakpoka og loks var hann með „eitthvað sem leit út eins og þrýstipottur“. Að minnsta kosti hluta tímans í Bretlandi bjó hann í borginni Luton, sem er skammt norðan við London. Þar stundaði hann háskólanám árin 2001 til 2004. Einnig sótti hann þar miðstöð mús- lima í nokkra mánuði árin 2006 og 2007, en hætti að koma þangað eftir að hann fékk á sig gagnrýni fyrir að vera of róttækur. Farasat Latif, ritari moskunnar í Luton, segir hann hafa verið vina- legan og líflegan mann sem til að byrja með var vel liðinn. Það hafi þó breyst þegar hann fór að boða öfgar í trúnni. „Dag nokkurn við morgunbæn í ramadan-mánuði – þá voru um hundrað manns komnir þar saman – stóð bænaformaðurinn upp og afhjúpaði hann, varaði við hryðju- verkum, sjálfsvígssprengingum og slíku. Hann vissi að þessu var beint gegn sér og stormaði út úr moskunni. Hann sást aldrei aftur,“ sagði Latif. Á sunnudaginn birtist nafn Abdulwahabs á vefsíðu tengdri hryðjuverkasamtökunum Al Kaída. Skilaboð frá honum bár- ust sænsku lögreglunni og sjón- varpsstöðinni TT á sunnudag, stuttu áður en hann sprengdi sig í loft upp í Stokkhólmi. Í skilaboð- unum var minnst á heilagt stríð, talað um þátttöku sænska hers- ins í hernaðinum í Afganistan og minnst á sænska teiknarann, sem teiknaði Múhameð spámann í líki hunds. gudsteinn@frettabladid.is Gagnrýndur fyrir öfgatrú Maðurinn sem sprengdi sig í Stokkhólmi bjó á Eng- landi, þar sem múslimar gagnrýndu hann fyrir öfgar. Tókst ekki að valda því tjóni sem hann stefndi að. MENNTAMÁL Mennta- og menningar- málaráðuneytið brást eftirlits- skyldu sinni með framkvæmd þjónustusamninga við Mennta- skólann Hraðbraut á árunum 2004 til 2007. Kemur þetta fram í nýrri skýrslu menntamálanefndar Alþingis. Skýrslan er í heild hörð gagn- rýni meirihluta nefndarinnar á starfshætti eiganda Hraðbrautar og þáverandi menntamálaráð- herra, Þorgerði Katrínu Gunnars- dóttur, en ráðuneytið felldi niður skuldir skólans sem námu rúmum 92 milljónum króna. Ólafur Haukur Johnsson, skóla- stjóri og eigandi Hraðbrautar, greiddi sér út alls 82 milljónir króna í arð á árunum 2003 til 2009, er kemur fram í skýrslu Ríkisendurskoðunar sem var með málið til umfjöllunar í haust. Þá námu ofgreiðslur úr ríkissjóði um 192 milljónum króna. Einnig kemur fram að 95 millj- ónir voru greiddar út í arð frá fyrirtækinu Faxafen ehf. sem leigði skólanum húsnæði, en það er einnig í eigu Ólafs og eigin- konu hans. - sv Menntamálanefnd gagnrýnir Hraðbraut í skýrslu: Brást eftirlitsskyldu sinni
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64

x

Fréttablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.