Fréttablaðið - 14.12.2010, Blaðsíða 24

Fréttablaðið - 14.12.2010, Blaðsíða 24
Flestir gera sér dagamun í mat og drykk um jól. Sumir fara reyndar yfir strikið í þeim efnum. Á heilraedi.blogspot.is, vefsíðu Önnu Rögnu Magnúsar- dóttur, doktors í heilbrigðisvísindum, er að finna nokkur góð ráð gegn ofáti og hvaða afleiðingar ofát getur haft. Heilsu- og þekkingarnámskeið um fráfall maka, fyrir ekkjur og ekkla verður haldið í fyrsta skipti á Heilsuhótelinu að Ásbrú í Reykjanesbæ milli jóla og nýárs. Námskeiðið stendur frá 27. til 30. desember og er ætlað ekkjum og ekklum, sextíu ára og eldri. „Við munum skoða hvernig hátíðin og ýmsar hefðir fjölskyld- unnar breytast þegar maki fell- ur frá og eins þau þáttaskil sem verða þegar nýtt ár gengur í garð. Þar að auki verður áhersla lögð á heilsusamlegt líf og verður boðið upp á göngur, leikfimi, hláturjóga og slökun svo dæmi séu nefnd,“ segir séra Bragi Skúlason sjúkra- húsprestur, sem mun hafa umsjón með námskeiðinu ásamt fleirum. Hann hefur áralanga reynslu af því að vinna með fólki sem hefur misst og segir hátíðarnar mörgum sérstaklega erfiðar. „Þetta er tími sem kallar oft fram sterkar andstæður; gleði, sorg, ljós og myrkur. Fólki tekst oft ágætlega að undirbúa jólin en rekur sig svo á þegar kemur að nýju ári. Áramótin eru gjarnan þrungin trega enda tímamót þar sem litið er til baka um leið og horft er fram á veginn án mak- ans. Því fylgir í mörgum tilfellum mikil óvissa en við viljum nesta fólk inn í þennan tíma með ýmis ráð og verkfæri.“ Dagskráin alla dagana hefst rúmlega átta og lýkur á kvöldvöku klukkan 20 og ganga þátttakend- ur svo til náða. Megináhersla er lögð á hreyfingu, fræðslu, slökun og hollan mat. Þá verða regluleg- ar vinnustundir og viðtöl í umsjón Braga, Gunnars Gunnarssonar sál- fræðings og Margrétar Jónsdótt- ur félagsfræðings. „Það verður því bæði lögð áhersla á að fólk hitti aðra með sambærilega reynslu en eins að það fái tækifæri til að ræða við okkur einrúmi,“ segir Bragi. Hann segir þegar farið að huga að því að hópurinn geti síðan hist með vorinu til að fylgja málum eftir. „Sorgarferlið getur tekið langan tíma og þó fólk hafi farið í gegn- um allar árstíðirnar án makans þá getur ýmislegt orðið eftir. Sorgin hefur sinn tíma og það þýðir lítið að stytta sér leið. Það eru hins vegar til ýmis ráð og verkfæri til að létta fólki lífið.“ vera@frettabladid.is Jól og áramót án maka Námskeið fyrir ekkjur og ekkla verður haldið á Heilsuhótelinu að Ásbrú milli jóla og nýárs en sá árstími getur verið sérstaklega þungbær þeim sem hafa misst maka sinn. Hugmyndin er að létta fólki lífið. Bragi hefur langa reynslu af því að vinna með þeim sem hafa misst. FRÉTTABLAÐIÐ/GVA JÓLAKJÓLAR Sími 551 2070. Fram til jóla verður opið: virka daga: 10 - 18 laugard. 18. des. 10 - 18 Þorláksmessu: 10 - 20 Aðfangadag: 10 - 12 Gleðileg jól ! Góð þjónusta - fagleg ráðgjöf. www.misty.is Vandaðir herraskór úr mjúku leðri, skinnfóðraðir. Tegundir: 22101 og 23007 Stærðir: 40 - 47 Verð: 16.975.- Hátíðarskó- fatnaður vandlátra herramanna FORSÍÐA VIÐSKIPTI ÍÞRÓTTIR LÍFIÐ UMRÆÐAN Meiri Vísir. MEIRI GLAMÚR Deildu Vísi með öðrum. Þeir sem setja „like“ við Vísi á Facebook geta unnið óvænta vinninga í hverri viku. m.visir.is Fáðu Vísi í símannog iPad! Hringdu í síma ef blaðið berst ekki Kynning Culiacan, sem nýlega flutti á Suðurlandsbraut 4a, er með gott úrval af hollum mat á góðu verði. Réttirnir kosta á bilinu 990-1.290 krónur. Allir réttir eru útbúnir fyrir framan kúnnann, þannig getur hver og einn ráðið hvað hann tekur og hverju hann sleppir. Borðið er ávallt fullt af fersku góðgæti sem oftast er borðað með tortillu. Einnig eru salöt á mat- seðli sem eru líka mjög vinsæl. Staðurinn hefur verið vinsæll hjá íþróttafólki því maturinn inniheldur fáar kaloríur en góða og fjölbreytta næringu. Elín Hrund Guðnadóttir er ein þeirra sem stundað hafa Culia- can lengi. Hún er 26 ára, fitness- keppandi. Elín byrjaði að keppa í módel-fitness 2009, en tveimur árum áður hafði hún farið sem áhorfandi á bikarmót í fitness og eftir það varð ekki aftur snúið. Hún segir að aðaláherslan fyrir fitness-keppni sé lögð á lyftingar. Til að byggja upp vöðva og móta líkamann þarf markvissar lyft- ingar og rétt mataræði. Hún æfir sex sinnum í viku alla jafna. Elín er líka að læra einkaþjálfun hjá Keili. „Uppáhaldsrétturinn minn er Ultimo burrito,“ segir Elín. „Ég fæ mér sterka sósu á hann. Svona burrito get ég alltaf borðað. En þegar ég er að skera niður, henta Fitness-réttirnir mér mjög vel. Þeir duga mér í tvær máltíðir, t.d. í hádeginu og seinni part, eða seinni partinn og svo í kvöld- matinn. Þeir eru tvískiptir og mátulega lítið af hitaeiningum. Ég þarf að passa vel upp á orku- inntöku í niðurskurðinum, því annars losna ég ekki við fituna sem er nú tilgangurinn þegar maður sker niður. Þar fyrir utan tel ég ekki kaloríurnar en passa samt upp á hvað ég borða. Ég forðast djúpsteiktan mat, hvítan sykur, hvítt hveiti og passa upp á að fitan sem ég fæ sé góð, þ.e. ómettuð.“ Á Culiacan er kjúklingurinn grillaður en aldrei djúpsteiktur, svo eru sósurnar og meðlætið mjög fitusnautt og ferskt, því allar sósur og salsa eru útbúnar frá grunni á staðnum. Til að fá góðu fituna sem allir þurfa er til- valið að fá sér guacamole með matnum. Guacamole-ið á Culia- can er gert úr ferskum avókadó og kryddjurtum. Culiacan er opið alla daga milli klukkan 10.00 og 22.00. Fitness-réttirnir henta vel Elín Hrund Guðnadóttir er ein þeirra sem stundað hafa Culiacan lengi. „Til að byggja upp vöðva og móta líkamann þarf markvissar lyftingar og rétt mataræði.“ Ultimo burrito: Tortilla, kjúklingur, kryddhrísgrjón, fajitas, sterk sósa og sýrður rjómi. Grilluð með ostinum ofan á.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64

x

Fréttablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.