Fréttablaðið - 14.12.2010, Blaðsíða 25

Fréttablaðið - 14.12.2010, Blaðsíða 25
ÞRIÐJUDAGUR 14. desember 2010 3 Mjúka jólagjöfin Lín Design Laugavegi 176 Sími 533 2220 www.lindesign.is Gunnleifur Gunnleifsson er landsliðsmarkmaður okkar í fótbolta og markmaður hjá FH-ingum. Hann er klettur í markinu! Hringdu í síma ef blaðið berst ekki „Þetta var mjög gaman og líka mjög óvænt, loksins þegar þetta kom í ljós löngu eftir hádegi og skömmu fyrir verðlaunaafhend- ingu,“ segir Katrín enda eru þær Þórdís sammála um að sumir keppinautanna hafi verið ansi harðir í horn að taka. „Ég ákvað þó bara að reyna að gera mitt allra besta,“ segir Katrín brött. Stúlkurnar hafa síðustu ár æft hjá Skautafélaginu Birninum undir handleiðslu Helgu Olsen yfirþjálfara, en auk þeirra æfa um tuttugu einstaklingar með fatlanir af einhverju tagi hjá félaginu. Mikill undirbúningur lá að baki þátttöku í mótinu í Rússlandi, meðal annars stífar æfingar. Katrín hafði áður keppt á Special Olympics árið 2009 og hafnaði þá í fimmta sæti en Þór- dís þreytti nú frumraun sína á mótinu. Þeim fannst keppnin vera heilmikil upplifun og ekki síður skemmtilegt að heimsækja þetta fyrrverandi heimsveldi í fyrsta sinn. „Það var gaman að koma til Rússlands, en það var svolítið kalt og sængurnar á hótelinu hefðu kannski mátt vera aðeins þykkari,“ viðurkennir Katrín. Spurðar hvernig fólkið hafi komið þeim fyrir sjónir segja þær að Rússarnir hafi verið ágætir þótt reyndar hafi vantað örlítið upp á kurteisina. „Annars hittum við alveg skemmtilegt fólk, þátt- takendur frá hinum löndunum,“ segir Þórdís glöð í bragði og getur þess að alls hafi 40 kepp- endur frá sjö löndum tekið þátt í mótinu. „Já, ég hitti þarna voða- lega skemmtilega finnska stelpu, hún dáðist mikið að kjólnum mínum,“ segir Katrín en íslenska fyrirtækið Arena á heiðurinn að búningum stúlknanna. Þess má geta að Íslendingarnir lentu í ýmsum ævintýrum í ferðinni. Meðal annars varð búnaður Þórdísar eftir í Stokk- hólmi og hún þurfti því að keppa með útbúnað frá öðrum. Á leið- inni heim urðu þær svo að taka krók til Lundúna vegna verkfalls starfsmanna Finnair, sem þær áttu bókað flug með frá Rússlandi til Finnlands. Stúlkurnar létu þessar hrakfarir þó ekki slá sig út af laginu heldur tóku að æfa aftur af fullum krafti eftir heim- komu, enda ýmislegt á döfinni. „Næst verður jólasýning hérna í Egilshöll, á föstudag og laugar- dag,“ segir Þórdís og alveg auð- heyranlegt að þær stöllur hlakka mikið til. Þegar blaðamaður kveð- ur vilja mæður stúlknanna koma sérstöku þakklæti á framfæri til starfsmanna Skautafélagsins Bjarnarins, Egilshallar, Arena og Landsbankans. roald@frettabladid.is Framhald af forsíðu Sigur í höfn. Frá vinstri: Helga Olsen yfirþjálfari, Katrín, Þordís og Berglind Rós Einars- dóttir þjálfari. Konur sem gengið hafa með barn hafa margar leitt hugann að því hvort hár þeirra eða húð hafi breyst á meðgöngunni. Það hafa vísindin staðfest. Sumar óléttar konur fá dekkri hár- lit á meðgöngu en á öðrum kemur meira rautt í hárið og freknur, sem konur kannast ekki við að hafa verið með áður, birtast óvænt. Þetta er ekki ímyndun heldur hafa vísind- in nú sannað að þessar vangaveltur eiga við rök að styðjast. Samkvæmt Samtökum bandarískra fæðingar- og kvensjúkdómalækna er nefni- lega ýmislegt sem getur gerst á meðgöngunni er tengist jafnvel hárgerð og stuðlar breytt á horm- ónastarfsemi að þessum breyting- um. Utan þess sem þekktast er, dekkri húð á brjóstum, andliti og eins konar ljósrar randar sem birtist á kviðnum og nær yfir hann endi- langan, getur hár þykknað mikið og jafnvel farið að vaxa á nýjum stöðum líkamans. Slétt hár getur orðið krullað, krullað hár sléttara og brúnn hárlitur orðið rauður. - jma Þykkara hár í nýj- um lit á meðgöngu Brúnt hár getur orðið mjög rauðleitt á meðgöngu og slétt hár orðið hrokkið. Yngra fólk getur unnið forvarnarstarf gegn bein- þynningu síðar á ævinni. Þar skipt- ir réttur líkamsburður miklu máli, sem getur styrkt beinin. Á það við um legu, setu og hvernig staðið er en standa á jafnfætis án þess að láta þungann hvíla á öðrum hvorum fæti. Heimild: www.doktor.is
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64

x

Fréttablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.