Fréttablaðið - 14.12.2010, Blaðsíða 50

Fréttablaðið - 14.12.2010, Blaðsíða 50
30 14. desember 2010 ÞRIÐJUDAGUR folk@frettabladid.is Ef Justin Bieber væri Íslendingur hefði hann verið fermdur fyrir tveim- ur árum. Hann er orðinn alþjóðleg ofurstjarna – á einu ári. Bieber bætti enn einni rósinni í hnappagatið á dögunum þegar kom í ljós að myndband hans við lagið Baby var það vinsælasta á Youtube á árinu. Myndband hjartaknúsarans barn- unga, Justin Bieber, við lagið Baby er vinsælasta myndband vefsíð- unnar Youtube á árinu. Örvænt- ingarfullar unglingsstúlkur og fjölskyldufeður í afneitun hafa horft meira en 407 milljón sinn- um á myndbandið, sem kom út 12. febrúar í ár. Það þýðir að horft hefur verið á myndbandið 1,3 milljón sinnum á dag frá því að það kom út. Ótrúlegur árangur hjá kanadíska undrabarninu. Youtube tilkynnti á sunnudag að myndbandið væri það vinsæl- asta á árinu. Mia Quagliarello, yfirmaður hjá Youtube, segir vin- sældir á Youtube endurspegla áhuga fólks og hvað vekur mesta athygli. Fréttirnar eru athyglis- verðar í ljósi þess að lagið Baby náði aldrei toppi Billboard-vin- sældalistans, sem hefur hingað til þótt endurspegla hvaða tónlist er vinsælust í Bandaríkjunum. Bieber skýtur listamönnum á borð við Shakiru, Rihönnu, Emin- em og Lady Gaga ref fyrir rass, en þau raða sér í næstu sæti topp 10- listans, auk þess sem Bieber á þar þrjú myndbönd til viðbótar. Upp- gangur Justins Biber hefur verið ótrúlegur, en hann gaf út fyrstu plötuna sína, My World, í fyrra. Hún fór á toppinn víða um heim 1. Justin Bieber - Baby ft. Ludacris 2. Shakira ft. Freshlyground - Waka Waka (This Time for Africa) (The Official 2010 FIFA World Cup Song) 3. Eminem - Love the Way You Lie ft. Rihanna 4. Eminem - Not Afraid 5. Rihanna - Rude Boy 6. Justin Bieber - Never Say Never ft. Jaden Smith 7. Justin Bieber - Never Let You Go 8. Lady Gaga - Alejandro 9. Justin Bieber - Somebody to Love Remix ft. Usher 10. Lady Gaga - Telephone ft. Beyonce VINSÆLUSTU MYND- BÖNDIN Á YOUTUBE Justin Bieber slær Eminem og Lady Gaga við á Youtube Mikil spenna og eftirvænting hefur ríkt í tísku- heiminum yfir því hver muni hanna brúðarkjól Kate Middleton, tilvonandi eiginkonu Vilhjálms Bretaprins. Nú virðist sem niðurstaða sé komin í málið, en breski fatahönnuðurinn Bruce Oldfield hefur að sögn slúðurmiðla orðið fyrir valinu. Flestir spáðu því að hin 28 ára gamla Kate myndi fá uppáhalds fatahönnuð sinn Ben de Lisi, sem hannar undir merkinu Issa, til að hanna kjólinn en svo virðist ekki vera. Bruce Oldfield hefur hins vegar fengið margar stórglæsilegar konur til að klæðast kjólum sínum en meðal þeirra eru Barbra Streisand, Catherine Zeta-Jones, Rihanna og Díana prinsessa heitin. Kate og Vilhjálmur munu ganga í það heilaga þann 29. apríl næstkomandi og fjölmargir hafa sagt að um brúðkaup áratugarins verði að ræða. Kate komin með kjólahönnuð OLDFIELD HANNAR FYRIR KONUNGLEGT BRÚÐKAUP Bruce Oldfield fær að hanna brúðarkjól Kate Middleton. BIEBER Í HÆSTU HÆÐUM Vinsældir Justins Bieber eru með ólíkindum. NORDICPHOTOS/GETTY og hann fylgdi henni eftir með My World 2.0 á þessu ári auk þess sem hann sendi frá sér My World Accoustic, sem inni- heldur órafmagn- aðar útgáfur af lögum hans. atlifannar@ frettabladid.is 15 Þú getur alltaf lesið Fréttablaðið frítt á Vísi eða fengið sendan daglegan tölvupóst með blaði dagsins. Nánari upplýsingar á: visir.is/dreifing FRÉTTABLAÐIÐ Á NETINU RÍKI Í BANDARÍKJUNUM banna notkun salvíu, en Miley Cyrus sést reykja efnið í myndbandi sem nýlega var sett á netið. Sala á salvíu hefur stóraukist í kjölfarið. „Bráðskemmtilegur aldarspegill …“ A B / MORGU N BL A ÐIÐ „Hádramatísk ævisaga, skemmtileg aflestrar.“ KOL BRÚ N BERGÞ ÓR SD Ó T T IR / K IL JA N 2. PRENTUN VÆNTANLE G EMAMI HEFUR OPNAÐ Í KRINGLUNNI Verslanir EMAMI Kringlunni s: 5717070 Laugavegi 66 s: 5111880 Í tilefni að því fylgir frír bolur eða leggings með öllum kjólum til jóla, í báðum verslunum okkar. Íslensk hönnun á góðu verði. w w w .e m am i.i s
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64

x

Fréttablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.