Fréttablaðið - 14.12.2010, Blaðsíða 44

Fréttablaðið - 14.12.2010, Blaðsíða 44
 14. desember 2010 ÞRIÐJUDAGUR24 Gospelkór Jóns Vídalíns stendur fyrir jóla- tónleikum á morgun, miðvikudaginn 15. desember í hátíðasal Fjölbrautaskólans í Garðabæ klukkan 20. Aðgangseyrir er 1.000 krónur og fer ágóðinn í að leysa þræla- börn úr ánauð á Indlandi. Er það verkefni á vegum hjálparstarfs kirkjunnar sem Vídal- ínskirkja hefur tekið þátt í. Gospelkór Jóns Vídalíns er samstarfs- verkefni Fjölbrautaskólans í Garðabæ og Vídalíns kirkju. Hann var stofnaður árið 2006 og hefur verið starfræktur síðan og er eini gospelkórinn á landinu fyrir utan Gospelkór Reykjavíkur sem samanstendur eingöngu af fólki á aldrinum 16-26 ára. Á jólatónleikunum mun kórinn syngja lög bæði á ensku og íslensku. Þau taka oft á tíðum þekkt popplög sem eru sett í gospel búning. Þar má nefna Another Day in Paradise eftir Phil Collins, Somebody to Love með Queen, You Got the Love með Flor- ence and the Machine og Will You Be There með Michael Jackson. Kórstjóri og píanóleikari er Ingvar Alfreðsson, Smári Alfreðsson á saxófón, Brynjólfur Snorrason á trommum, Jóhann Ásmundsson á bassa og Pétur Valgarð Pétursson leikur á gítar. Gospeltónar á aðventu ÞEKKT POPPLÖG Kórinn mun syngja lög bæði á íslensku og ensku. Ástkær eiginkona mín, móðir, dóttir, systir, tengdadóttir og frænka, Guðríður Emmý Bang lést á heimili sínu 22. nóvember og var jarðsung in frá Kliplevkirkju á Jótlandi þann 30. nóvember. Minningarathöfn verður haldin í Grafarvogskirkju fimmtudaginn 16. desember kl. 13.00. Blóm og krans ar vinsamlega afþakkaðir en þeim sem vilja minnast Emmýjar er bent á bankareikning sonar hennar: 525-14-402400, kt. 110506-3410. Sigurður Már Bang Björn Jósef Bang Guðmundur Árni Bang Gerður Guðjónsdóttir Þórey Bang Hlynur Hilmarsson Arna Gerður Bang Margeir Ingólfsson Ágúst Einarsson Sveindís Þórunn Pétursdóttir og fjölskylda. Móðursystir okkar, Bryndís Jóhannsdóttir áður Hlaðhömrum 3, Reykjavík, verður jarðsungin frá Grafarvogskirkju miðvikudaginn 15. desember kl. 13.00. Þeim sem vilja minnast hennar er bent á líknarstofnanir. Fyrir hönd aðstandenda, Jóhann Ólafsson Bryndís Fanný Guðmundsdóttir Elskulegur faðir, tengdafaðir og afi, Þór Ingólfsson Suðurtúni 5, Álftanesi, áður til heimilis að Goðatúni 13, Garðabæ, lést á Líknardeild Landakotsspítala miðvikudaginn 8. desember. Útför hans fer fram frá Garðakirkju fimmtu- daginn 16. desember kl. 13.00. Þeim sem vilja minn- ast hans er bent á Minningarsjóð Kiwanisklúbbsins Setbergs, (banki 318 hb. 13 Reikningur 700103 kt. 610983-1469). Karl Rúnar Þórsson Þórunn Erla Ómarsdóttir Dagrún Birta Karlsdóttir Rannveig Þóra Karlsdóttir Ástkær móðir okkar, tengdamóðir, amma, langamma og systir, Ingveldur Guðmundsdóttir lést þriðjudaginn 30. nóvember á Landspítalanum Háskólasjúkrahúsi – Fossvogi. Útförin fer fram frá Fríkirkjunni fimmtudaginn 16. desember kl. 13.00. Amalía Berndsen Sveinbjörn Þór Haraldsson Sigríður Berndsen Björn Jónsson Berglind Berndsen Guðmundur Gíslason Birna Berndsen Birkir Marteinsson barnabörn og barnabarnabarn Elín Guðmundsdóttir Gunnar Kristjánsson Móðir okkar, tengdamóðir, amma og langamma, Emilía Þórðardóttir frá Grund á Akranesi, Háabergi 35, Hafnarfirði, lést á Landspítalanum Fossvogi þann 8. desember. Útförin fer fram frá Fríkirkjunni í Hafnarfirði fimmtu- daginn 16. desember kl. 15.00. Pálína Pálsdóttir Jóhannes Einarsson Ragnheiður Pálsdóttir Þorsteinn Auðunn Pétursson Ólafur Ragnar Pálsson Þorbjörg Þórisdóttir Þórður Pálsson Þorbjörg Guðbrandsdóttir barnabörn og barnabarnabörn Ástkær eiginkona mín, móðir, tengdamóðir og amma, Sólveig Guðmundsdóttir lögfræðingur, Tjarnargötu 28, Reykjavík, lést á heimili sínu sunnudaginn 12. desember. Útför hennar fer fram frá Dómkirkjunni miðvikudaginn 22. desember kl. 13.00. Björn Líndal Sigyn Eiríksdóttir Friðrik Dagur Arnarsson Signý Eiríksdóttir Jón Tryggvason Óskar Eiríksson Emma Peirsson Vigdís Eva Líndal Þórhallur Axelsson Guðmundur Páll Líndal Kristín Lára Helgadóttir og barnabörn Ísafoldarprentsmiðja gaf í gær fimmtíu jólapakka sem settir voru undir jóla- tréð í Kringlunni. Ísafold- arprentsmiðja, sem er elsta prentsmiðja landsins, hlaut á dögunum Svansvottun og að sögn Gunnars Haraldssonar, sölu- og markaðsstjóra, var hugsunin sú að fagna þeim áfanga með því að láta gott af sér leiða, bæði með því að gefa umhverfisvænar gjafir og gleðja börn sem þyrftu á því að halda um jólin. „Við vildum láta eitthvað gott af okkur leiða í þessu árferði,“ segir Gunnar. „Jólin eru nú einu sinni fyrir börnin og okkur fannst virkilega gaman að geta notað tæki- færið og stungið þessum fimmtíu pökkum undir jóla- tréð.“ Gunnar vill alls ekki gefa upp hvaða gjafir leynist í pökkunum. „Það má aldrei segja hvað er í jólapökkum,“ segir hann. „En ég lofa því að þetta eru góðar gjafir.“ - fsb Gefa umhverfis- vænar jólagjafir STARFSFÓLK ÍSAFOLDARPRENTSMIÐJU Setur fimmtíu jólapakka undir jólatréð í Kringlunni. FRÉTTABLAÐIÐ/PJETUR American Anthropologist Association (AAA) ákvað á aðalfundi sínum að veita Fornleifastofnun Íslands, og erlendum sam- starfsaðilum henn- ar, viðurkenningu fyrir rannsóknir sínar í Mývatns- sveit. Rannsóknin var fólgin í athug- un á framvindu landnáms á Íslandi og áhrif mannsins á umhverfið. Aðal- höfundar greinar- innar eru Thomas McGovern, Orri Vésteinsson, og Adolf Friðriks- son, en alls eru 18 höfund- ar að greininni og þar af sex íslenskir vísindamenn eða erlendir vísindamenn búsettir á Íslandi. „Við vissum að Ísland væri heppilegur rannsóknarvett- vangur að mörgu leyti. Hér gerist lokakaflinn í forsögu Evrópu. Járnaldarbændurn- ir sem hingað komu fluttu með sér þekkingu sína og reynslu, menningu og siði og mörkuðu fyrstu spor mann- kyns á ónumdu landi. Það er óvenjulegt fyrir fornleifa- fræðinga að hafa aðgang að jafn skýrum ummerkjum um athafnir mannsins frá þessu tímabili,“ segir Adolf. „Að auki er eldvirkn- in hér kostur, en hún gefur okkur möguleika á að finna aldur mann- vistar leifa út frá legu gjóskulaga í jarðveginum. Þessi atriði hafa laðað erlenda vísinda- menn til landsins, og viðurkenningin er kærkomin stað- festing alþjóðlega vísindasamfélags- ins á gildi þessara rannsókna á Íslandi.“ Það skýtur skökku við að á sama tíma og fornleifa- rannsóknir hérlendis hljóta alþjóðlegar viðurkenn- ingar mun innlent fram- lag til greinarinnar verða skorið niður um 80 pró- sent á næstu þremur árum, samkvæmt útreikningum Félags íslenskra fornleifa- fræðinga. Þar að auki verða engir nýnemar teknir inn í fornleifafræði við Háskóla Íslands þar sem ekki fæst fjármagn til þess. - tg Viðurkenning fyrir rannsóknir ADOLF FRIÐRIKSSON Segir verðlaunin hafa komið þægilega á óvart. FORNLEIFAFRÆÐI Erfiðara verður fyrir framtíðarkynslóðir að fram- kvæma rannsóknir hér á landi en skorið hefur verið grimmt niður. Myndin er tekin í Fornleifaskóla barna á Skútustöðum í Mývatnssveit.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64

x

Fréttablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.