Fréttablaðið - 14.12.2010, Blaðsíða 56

Fréttablaðið - 14.12.2010, Blaðsíða 56
 14. desember 2010 ÞRIÐJUDAGUR36 sport@frettabladid.is KRISTINN STEINDÓRSSON er þessa dagana hjá sænska liðinu Örebro. Kristinn, sem er leikmaður Breiðabliks, verður hjá liðinu næstu daga og mun meðal annars spila tvo æfingaleiki með liðinu. Strákurinn hefur verið á faralds- fæti því á dögunum var hann hjá þýska liðinu Greuther Fürth. KÖRFUBOLTI Í gær var dregið í átta liða úrslit í bikarkeppni karla og kvenna. Í karlaflokki eru tveir slagir hjá liðum í efstu deild. Hið unga og efnilega lið Fjölnis sækir KR heim og Njarðvík, sem sló út bikar meistara Snæfells í síðustu umferð, fer í Hafnarfjörðinn og spilar við Hauka. Grindavík fær Laugdæli í heimsókn en neðrideildarlið fá ekki sjálfkrafa heimaleik þegar svona langt er liðið á keppnina. Borgnesingar þurfa síðan að keyra á Sauðárkrók þar sem liðið mætir Tindastóli sem hefur verið á uppleið síðustu viku. Það er mikill Suðurnesjaslagur í kvennaflokki þar sem Grinda- vík mun heimsækja Keflavík. Topplið Hamars mun sækja Snæfell heim og er líklegt til afreka enda ekki enn búið að tapa leik í vetur. Njarðvík tekur á móti Haukum og svo þurfa KR-stelpur að keyra upp í Borgarnes. Leikirnir verða spilaðir í kring- um helgina 8. og 9. janúar. - hbg Powerade-bikarinn: Fjölnir sækir KR heim BIKARLEIKUR Fjölnir tapaði síðast í Vesturbænum. FRÉTTABLAÐIÐ/VILHELM Drátturinn 8 liða úrslit karla Haukar - Njarðvík KR - Fjölnir Grindavík - Laugdælir Tindastóll - Skallagrímur 8 liða úrslit kvenna Snæfell - Hamar Njarðvík - Haukar Keflavík - Grindavík Skallagrímur - KR FÓTBOLTI Sú saga hefur gengið um netheima að KR væri að tryggja sér enska sóknarmanninn Gary Martin frá ÍA. Martin kom til Skagamanna um mitt sumar í fyrra og skoraði tíu mörk í níu leikjum í 1. deildinni. Rúnar Krist- insson, þjálfari KR, kom af fjöllum þegar hann var spurður út í þenn- an orðróm. „Ég hef aldrei heyrt minnst á þetta nafn. Er þetta einhver leik- ari? Það var einhver sem spurði mig hvort það væri Englending- ur á leiðinni til okkar en ég kann- ast ekkert við þetta. Við erum ekki að fara að taka inn einhvern Eng- lending,“ sagði Rúnar en í lok síð- asta sumars skrifaði Martin undir nýjan eins árs samning við ÍA. Varðandi leikmannamál KR segir Rúnar að það sé í forgangi að reyna að fá sóknarmanninn Guð- jón Baldvinsson aftur til liðsins. Guðjón er að reyna að fá sig laus- an frá sænska liðinu GAIS en hann spilaði um helgina æfingaleik með Stjörnunni, uppeldisliði sínu. „Við förum mjög varlega í allt enda litlir peningar til hjá okkur eins og annars staðar. Við fylgj- umst vel með því sem er í gangi hjá Guðjóni og erum bara að vinna í því að hann komi í KR. Það er for- gangsatriði hjá okkur núna. Hann veit það sjálfur,“ sagði Rúnar. KR hefur fengið til sín tvo leik- menn í vetur, markvörðinn Hann- es Þór Halldórsson frá Fram og varnarmanninn Gunnar Þór Gunn- arsson sem kemur frá Norrköping í Svíþjóð. Gunnar er þó á meiðsla- listanum sem stendur og byrjar ekki að æfa strax með Vesturbæjar- liðinu. „Gunnar kemur hingað í kring- um hátíðarnar og þá munum við spjalla við hann. Hann fór í aðgerð í ágúst vegna krossbandsslita í hné. Hann er á hverjum degi hjá sjúkra- þjálfara í Svíþjóð og er að vinna skynsamlega í sínum málum. Við reiknum ekki með því að hann geti byrjað að æfa með okkur fyrr en í febrúar eða mars. Hann fær þann tíma sem hann þarf til að ná sér,“ sagði Rúnar. - egm Rúnar Kristinsson þjálfari KR segir að það sé forgangsatriði hjá liðinu að fá Guðjón Baldvinsson aftur: Er þessi Gary Martin einhver leikari? ÁFRAM Í VESTURBÆNUM? KR-ingar leggja mikla áherslu á að halda Guðjóni Bald- vinssyni. FRÉTTABLAÐIÐ/ANTON Á RÉTTRI LEIÐ Frammistaða Guðjóns í fyrstu leikjunum eftir löng meiðsli er framar vonum og í raun lyginni líkust. NORDIC PHOTOS/BONGARTS HANDBOLTI Í byrjun þessa mánaðar lék Guðjón Valur Sigurðsson sinn fyrsta handboltaleik í tíu mánuði en hann hefur glímt við meiðsli. Á sunnudag skoraði hann svo fimm mörk fyrir Rhein-Neckar Löwen gegn Gummersbach þar sem hann innsiglaði sigur síns liðs. „Það er góð tilfinning að vera farinn aftur að klæða sig í treyju, setja smá harpix á puttana og vera með,“ segir Guðjón, sem spilaði meira um helgina en hann reikn- aði með. „Vinstri hornamaðurinn var búinn að standa sig vel í fyrri hálfleik en hann hefur náttúrlega spilað gríðarlega mikið upp á síð- kastið. En þetta gekk bara ágæt- lega.“ En hvar stendur Guðjón núna í endurkomunni? „Það er rosalega erfitt að segja. Ég er mjög ánægður með æfinga- formið mitt sem slíkt, ég get tekið þátt í öllu á æfingum. Ég reyni að lyfta mikið og hlaupa aukalega til að ná upp styrknum,“ segir Guð- jón. „Það er bara eins og svart og hvítt að æfa eða spila. Eins og þessi leikur á sunnudaginn sem spilaðist eins og hálfgerður borðtennis leikur í seinni hálf- leik. Það er rosalega erfitt að æfa þannig en maður þarf að ná sér í meiri leikæfingu og það hefur alla- vega gengið vel í þessum tveimur leikjum sem ég hef spilað. Nú er bara að reyna að komast á þann stað sem ég vil vera á.“ Guðjón ætti að fá góð tækifæri á næstunni til að komast í betri leik- æfingu. „Það hafa verið erfiðir leikir en á miðvikudag er bikarleikur gegn þriðjudeildardeildarliði og ég er að vonast til að fá að spila aðeins meira þar. Hver mínúta telur núna,“ segir hann. Miðar allt út frá HM Guðjón er algjör lykilmaður í íslenska landsliðinu og viðurkennir fúslega að miða allt við að vera orðinn klár fyrir heimsmeistara- mótið. „Ég hef miðað allt út frá HM síðan í maí. Maður vill samt ekki vera með stórar yfirlýsingar því það getur margt gerst. Þetta mót er stórt og erfitt, margir leikir spilað- ir á stuttum tíma. Ég tek stefnuna þangað en það er hvorki skynsam- legt né raunhæft núna að segjast ætla að gera hitt og þetta.“ Það er um mánuður í HM sem haldið verður í Svíþjóð að þessu sinni. „Ég tek á endanum ákvörðun sem er rétt bæði fyrir mig og fyrir liðið. Ég er með skýrt hlutverk og þessu fylgir mikil ábyrgð, ég veit til hvers er ætlast af mér. Ef ég er ekki í standi til að standast vænt- ingar er engin ástæða til að fara á mót eins og heimsmeistaramótið,“ segir Guðjón. Þéttur pakki er við toppinn í þýsku deildinni en Rhein-Neckar Löwen er sem stendur fimm stig- um á eftir toppliði Hamburg. „Það eru nokkrir leikir sem sitja í okkur. Það er tapið í Magdeburg og svo var tapið gegn Flensburg okkur dýrt en þeir voru einfaldlega betri en við á þeim degi. En við erum í alveg þokkalegum málum, ef við stöndum okkur þá getur ýmislegt gerst. Hamburg á eftir að spila erf- iða útileiki,“ segir Guðjón. „Álagið hefur verið mikið og til dæmis er álagið á Óla (Ólaf Stef- ánsson) það mesta sem hann hefur lent í á ferlinum. Sá sem spilar sömu stöðu og hann sleit krossbönd og hann hefur þurft að spila mikið. Svo hefur álagið á hornamönnun- um verið mikið.“ Guðjón er þó bjartsýnn fyrir seinni helming mótsins. „Þetta getur allt saman snúist við. Ef við náum að klára þennan mánuð vel getum við verið mjög sáttir.“ elvargeir@frettabladid.is Ef ég er ekki í standi til að standast vænt- ingar er engin ástæða til að fara á mót eins og heimsmeistaramótið. GUÐJÓN VALUR SIGURÐSSON LEIKMAÐUR RHEIN-NECKAR LÖWEN Mun taka ákvörðun sem er rétt bæði fyrir mig og landsliðið Guðjón Valur Sigurðsson er kominn af stað með Rhein-Neckar Löwen eftir meiðsli og hefur staðið sig ótrúlega vel í fyrstu leikjunum með liðinu. Hann skoraði til að mynda fimm mörk í seinni hálfleik gegn Gummersbach um helgina. Hann er farinn að horfa til Svíþjóðar þar sem HM verður í janúar. SUND Þrír íslenskir sundmenn munu taka þátt í heimsmeistara- mótinu í 25 metra laug sem hefst í Dubai á morgun. Þetta eru þau Jakob Jóhann Sveinsson, Ragnheiður Ragnars- dóttir og Hrafnhildur Lúthers- dóttir. Ragnheiður hefur verið í Dubai síðan EM í Eindhoven lauk í lok nóvember og ætti því að vera vel klár í slaginn. Þau Jakob og Hrafnhildur komu aftur á móti til borgarinnar síðasta föstudag ásamt Klaus Ohk landsliðsþjálf- ara og urðu þar fagnaðarfundir er þau hittu Ragnheiði. - hbg Þrír Íslendingar á HM í Dubai: Mótið hefst á morgun LANDSLIÐSHÓPURINN Þau Jakob, Ragn- heiður og Hrafnhildur eru klár í slaginn. MYND/SUNDSAMBANDIÐ
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64

x

Fréttablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.