Sameiningin - 01.01.1893, Side 2
—162—
Fyrir verk hans forn og ný
fólkið lofi drottin.
Fyrir dýrð' og dásemd haDS,
dýrðar-undrin slcaparans,
lofa, lofa drottin!
Lofa herrann; hvernig þá?
hvernig lofa drottin?
Leik þú strengi lífsins á,
lofa þannig drottin.
Lofa guð með hörpuhljóm,
hjartans raust og munnsins róm;
lofa, lofa drottin!
Lofa guð þinn herra; hvað?
hvað skal lofa drottin?
hver ein súl í hverjum stað
heiðri’ og prísi drottin.
Allt, sem hefir andardrátt,
allt, sem hefir líf og mátt,
lofi, lofi drottin.
þRJÚ KIRKJULEG FRAMFARAMÁL.
Eptir sjera Hjörlcif 'p't.óivs'í. Einarsson.
Sökum þess að „Kirkjubl." tók ekki nema inngangsorð af
fyrirlestri mínum, sem jeg hjelt á hjeraðsfundi að Undirfelli
19. júní þ. á. og birt er í ágústblaðinu þ. á., þá vil jeg mælast til
þess, að ritstjórn „Sameiningarinnar" ljái mjer rúm í blaði sínu
fyrir þau 3 aðalmálefni, sem þar eru gjörð að umtalsefni.
* • *
,
Hið fyrsta þessara mála er unglingafjelögin. -— Ástand
kirkju vorrar nú á tímum sannar það íullkomlega, að þeirra er
þörf. það þarf ekki lengra að fara en að vita það, hve fágætt
það er meðal unglinga, að þeir eptir ferminguna haldi áfram
að fullkomnast að kunnáttu í guðs-orði og hve vankunnandi all-
ur þorri alþýðu er í heilagri ritningu. þó engu barni á íslandi
komi til hugar að segja önnur eins ósköp einsog það, að Absalon