Sameiningin

Árgangur

Sameiningin - 01.01.1893, Síða 5

Sameiningin - 01.01.1893, Síða 5
meðul eru notuS af andstæðingum þess til að eyðileggja hið mesta þrekvirki og kærleiksverk, sem nokkur íslenzkur prestur hefur unnið: það að samansafna löndum sínum í hinni miklu tvístrun (diaspora) þar vestra undir merki sannrar og lifandi trúar. Til þess hefur hann lagt í sölurnar tíma sinn og efni, krapta og heilsu; og þó margir hafi stutt hann með mikilli sjálfs- afneitun og drengskap, þá hefur hann borið langt af öllum með sínum kærleikseldi og öðrum aðdáanlegum hæfilegleikum. Jeg þarf ekki að taka það fram, að þessi maður er sjera Jón Bjarna- son. Nafn hans stendur fyrst á blaði fyrir öllum frarnförum og og kristilegu lífi og fjelagsskap vestur þar, og straumar þessa lífs hafa óneitanlega náð til kirkju vorrar hjer heima. Jeg nefni lrjer sjera Jón Bjarnason, því að skólahugmyndin er hans, og hann hefur lcomið henni ótrúlega langt á leið þrátt fyrir hina beiskustu mótspyrnu andstæðinganna. En er vjer sjáum, hvað einn maður orkar, sem með lííi og sál stendur að verki sínu, maður, sem vjer að öðru leyti erum í mikilli skuld við, hvað mundum vjer þá ekki geta allir í sameining, ef Jesús Kristur og kristindómsins kærleiksandi væri lifandi hjá oss? það er nú aimennt viðurkennt vestan oo; austan liafs, að íslenzka lúterska kirkjan í Yesturheimi muni tæpast geta vonazt eptir vexti og viðgangi, nema hún korni á stofn æöri menntunarskiila til að mennta unga menn á sínu móðurmáli, og undirbúa þá til starf- semi í þarfir kirkjufjelagsins. þetta hefur reynzt hið áhrifa- mesta og heillavænlegasta ráð í öllum kristilegum landskirkjum þar vestra, svo að tæpast má heita, að nokkurt kirkjufjelag standi ]rar á föstum grundveili, ef slíka inenntastofnun vantar. Danir, Svíar og Norðmenn, ogþó einkum þjóðverjar, eiga inarg- ar og stórkostlegar þess kyns menntastofnanir, og heimalöndin hafa álitið það helga skyldu sína, að leggja fje til styrktar þeim bæði af almannafje og af frjálsum sainskotum. — En vjer höf- urn ekkert gjört í þessu efni, þó vjer sjáum hina brýnu þörf og hve tiltölulega fáum mönnum, sem í kirkjufjelaginu eru, erþetta stórvirki ofvaxið. Nú hefur þjóðflokkur vor vestra fengið al- mennt orð á sig meðal einhverrar hinnar menntuðustu og prakt- iskustu þjóöar heimsins fyrir starfsemi, dugnað og námfýsi, og ættum vjer þá ekki að verða fyrstir til að styðja þetta álit á j;jóö- flokki vorura með eindreginni og Itjótri hjálp til að koma þeirri

x

Sameiningin

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Sameiningin
https://timarit.is/publication/673

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.