Sameiningin

Volume

Sameiningin - 01.01.1893, Page 6

Sameiningin - 01.01.1893, Page 6
166— menntastofnun á fót, þar þa'ð ekki einungis yrði til að etia álit þjóðflokks vors í augum Ameríkumanna, heldur bætti úr til- íinnanlegum skorti og ynni honum hið mesta gagn í öllu tilliti. Rísum því upp allir sem einn maður, yngri sem eldri, til að leggja hönd á þetta verk. Látum ekki bræður vora bíða lengur eptir hjálp vorri, t-r vjer hefðum átt að veita fyrir löngu. Fyrst það óefað er velferðarmál kirkjufjelagsins vestra, þá er þaö einnig óefað velferðarmál kirkjunnar heima á íslandi; og það er trú mín, og margra, sein betur sjá en jeg, að þessi skólastofnun muni með tímanum hafa góð áhrif, ekki einungis til glæðingar kristilegri trú meðal þeirra, sem í þjóðkirkjunni standa vestan og austan hafs, heldur muni hún einnig araga marga inn í kirkju- fjelagið af ílokki þeirra, sem nú eru andstæðingar og mótmæl- endur þess. þar sem nú mál þetta er þannig vaxið, veröur að búast við, að allir prestar vilji sinna því af alhuga, eins og það er varla efamál, að vjer eigum fjölda-marga leikmenn, sem munu stuðn- ingsmenn þess, enda ætti það að sýna sig á hjeraðsfundunum á jæssu sumri, því jeg tel víst, að þeir taki það allir mótmælalaust á dagskrá sína, Hið þriðja er lcristniboð'smálið'. Sannarlega er það mál hins nýja boðorðs; mótmælalaust er það öndvegismál kristilegs kærleika. Kristniboðondur hafa allt frá tímum Páls postula og allt til þessa dags verið útvaldir stríðsmenn drottins, útvaldir með lifandi trú og sjálfsafneitun, íúsir til að leggja lífið í sölurnar fyrir Krists nafns sakir. Mót- mælalaust eru þeir viðhald og máttarstólpar Krists kirkju á jörðinni. — Vjer Islendingar erum sorglega lítið kunnugir þessu stórkostlega kærleiksmáli kristilegrar kirkju, og höfum þá líka farið á mis við hina miklu andlegu blessun, sem kynning þess veitir trúaðri sálu. Að jnú er þetta mál snertir, hiifum vjer verið eins og inniluktir i andlegu fangelsi vanþekkingar og af- skiptaleysi, án þess að vitn hið minnsta, hvað í heiminum gjörist í þessu efni. Allar aðrar landskirkjur halda úti mörgum tíma- ritum, sem nálega daglega skýra frá markverðum viðburðum frá kri.stniboðsakrinum, og kristnir söfnuðir reita sig til að gefa enda ríkmannlega af fátækt sinni til stuðnings og framkvæmdar þessu kærleiksmálh

x

Sameiningin

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Sameiningin
https://timarit.is/publication/673

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.