Sameiningin - 01.01.1893, Qupperneq 7
•167—
það munu nú margir segja, enda þeir, sem alls ekki vilja
spilla fyrir þessu m41i, að það sje á óhentugum tíma uppborið,
þar sem bæði sje hart í ári, verzlunarlcjör með lakasta móti og
peningaskortur í landinu, aðþegar litið sje á kjör alinennings yíir
höfuð og með sjerlegu tilliti til þess, að flesta inun langa til að
sinna skólamálinu sem bezt', þá sje það mesta ofætlun og van-
hugsun að ætlast til þess, að bæði þessi mál geti fengið greiðar
undirtektir hjá alþýðu; það sje betra að sinna einu máli vel en
tveimur illa, og ekki hafi því hingað til verið hrósað að vera „gæs
í öllu“ (goose in all);og annað fleira þessu líkt.—En þessi ogþví-
lík ummæli eru engar nýjar viðbárur; það er eldgamall söngur,
sem því miður er orðinn að þjóðlagi hjá oss. það er ekki vandræði
að iinna ástæður, þegar maður vill hlífa sjer og vill ekki vera
með. Jeg ætla og öldungis ekki að ganga móti þessum viðbár-
um, en jeg vil leyfa mjer að fullyrða, að vjer sjeum ekki svo
fátækir, að vjergetum ekki, ef vjer viljum vel, sinnt sómasam-
lega báðum þessum málum í einu. þegar vjer á annað borð
erurn komnir á þá sannfæringu, að mál þetta sje þess vert, að
hin íslenzka þjóð taki það alvarlega til greina, þá verðuni vjer
um leiö sannfærðir um, að vjer getum það. það er sannfæring
hjartans, sem leggur efnin í hendurnar. Enginn vonast eptir
miklum framlögum, sízt svona í byrjuninni, frá hinni fámennu
þjóð vorri, en það getum vjer verið vissir um, að öll kristileg
kirkja í heild sinni vonast eptir nokkru, og er lengi búin að von-
ast eptir því. það er og ætlun mín, aö hvergi annars staðar í hin-
um kristna heimi sjen sjötíu þúsundir manna saman koinnar á
einum bletti, sem ekki leggi neitttil þessara mála. Setjum nú,að
það teldist svo til, að hvert mannsbarn á landinu gæfi S aura, þá
mundi engan einstakan muna það neinu; en hvert kristniboð
munar mikið um 2—S þúsundir króna. ])j,S mætti kalla svo, að
gjöiin frá hverjum einum væri svo sem ekkert, en enginn af oss
getur sagt, hve miklu hin samanlagða gjöf kynni a'ð muna.
Setjum svo, aö vjer værum fátækari eri allar aðrar sjöiíu þúsund-
ir í heiminum. Nú, jæja! gefum þá af fátækt vorri, og fyrir
það verðum vjer oss ekki fremur til minnkunar en ekkjan,
sem forðum lagði tvo smápeninga í fjehirzlu guðs (Lúk.21,4).
— Heyrið þjer ekki allir rödd í brjóstum yðar, er segir: Legg
þú á djúpið, út á kærleiksdjúpið, til að frelsa sálir frá dauða.