Sameiningin

Volume

Sameiningin - 01.01.1893, Page 14

Sameiningin - 01.01.1893, Page 14
■174— glataSan, þar sem alls ekkert það rar til, er hjarta hans þekkti sem gœði. 0, þú skilr víst, ef þú aS eins vilt skilja það, a5 það er sannleikr hið fornkveðna, að ríka manninum mjndi hafa fundizt hann vera í helvíti, þótt guð hefði getað sett hann inn í himnaríki, með því hinn helgi fögnuðr hinna hólpnu í guði og undirgefni þeirra undir vilja hans í samfélagi hins fullkomna kærleika hefði lilotið að vera viðbjóðr hinu guðlausa og óstýri- láta hjarta hans, þar sein þau gœði, er hann þekkti eins og sína einustu eign, áttu þar eigi heima, Jú, víst skilr þú það, því mér myndi stórlega skjátlast, svo framarlega sem, eigi hafa verið þær stundir í lífi þínu, er þú ó- sjálfrátt fannst til þess, að sá maör, sem hefir sín gœði í þessum heimi, getr eigi í dauðanum inngengið í guðs ríki. En þótt þú viljir eigi við það kannast, að þú sért nú einmitt maðrinn, sem hefir öll sín gœði í heimi þessum, þá þekkir þú þó eflaust fleiri en einn, er þú hiklaust munt segja þetta um: „það er mesti meinleysingi, en að hann nokkurn tíraa iáti hugsansína og hjarta komast út yfir þau málefni sjálfs sín og annarra manna, sem að eins snerta hið veraldlega, eftir því liefir vissulega enginn tekið.“ Og hafi svo einhvern tíma komið alveg flatt upp á þig fregn um það, að þessi kunningi þinn, er þú fyrir örskammri stundu talaðir við á götunni, væri snöggdáinn, kenndir þú þá ekki, fyrst m sðan þú varst undir hinum skelfandi áhrifum þessara tíð- inda, undir niðri hálfvegis til ótta fyrir því, hvernig örlög þessa manns kynni að hafa orðið í dauðanum? Stóð þór ekki ósjálfrátt stuggr af að liugsa um það, ef þú værir í hans sporum, og það enda þótt þú, ef til vill, hefðir skömmu áðr öfundað hann? E>ú boeldir reyndar þessa tilfinning brátt niðr, ávítaðir jafnvel sjálfan þig fyrir það að hafa hugsað svo illt um hinn burtfarna, og þér fannst sú hugsun bera vott um harðneskju hjarta þíns, og þú komst þór rétt strax niðr á þeirri sannfœring, að enda þótt liinn látní ekkigæti sagzt tilheyra hópi guðhræddra manna, þi væri hann þó langt um of góðr til að geta orðið fordœmdr. En því munt þú þó naumast geta neitað, að fyrstu beinu áhrifin, sem hinn óttalegi atburðr hafði á þig, voru þau, að það væri voðalegt að deyja eins og þessi maðr. Og ef þú svo fám dögum síðar við greftran hans skyldir liafa heyrt prest tala um hann svo sem þann, er barizt hefði hinni góðu bar- áttu trúarinnar og væri síðan genginn inn í fögnuð herra síns, þá beiulíms hneykslaði þetta þig; svo viss varstu um það, að þessi um-

x

Sameiningin

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Sameiningin
https://timarit.is/publication/673

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.