Sameiningin - 01.01.1893, Page 16
■176
eigi þann kærleik, er elskar heiminn í guði. £>ví J>að getr f>ó með
engu móti verið hugsanin, að p>ví meiri kærleik sem einhver^fær til
guðs, p>ví minni eigi kærleikr hans að vera til lieims þess, sem guð
hefir elskað svo, að hann gaf son sinn eingetinn honum til frelsis.
Enginn getr gjört verk sitt svo, að f>að verði að guðsþjónustu,
neroa hann beri kærleik í brjósli til f>ess verks. t>að, sem guð
heimtar af börnum sínum, livað sein hann lætr lífskjör þeiira verða,
er nefnilega ávallt f>etta einmitt, að pau flétti hinn helga kærleik
hans inn í sitt eigið líf og beri inálefni hans fram gegn öllu f>ví,
sem í hjörtum sjálfra þeirra og fjrir utan f>au í heiminum er f>ví
til hindrunar, að pessi kærleikr vinni sigr. En livernig ætti nokk-
ur að fá kennt lieiminum kærleik og beitt honum gegn heiminum,
svo framarlega sem sá hinn sami maðr eigi hefir ást á kærleikanum?
Guð setr börnum sínum aldrei neitt f>að fjrir, sem í sjálfu sér hefir
enga pyðing og að eins á að vera til f>ess að venja f>au til hlyðni.
Hann fer eigi að við börn sín eins og faðir, sem til f>ess að kenna
syni sínum að reikna setr honum sitthvað fyrir, er enga aðra f>/ð-
ing hefir að fá úrlausn á en f>að, að keuna barninu reiknings-kunn-
áttuna. Nei, eins víst og kærleikshugsanir guðs stjóraa lífi heims-
ins og hann hefir allt til f>ess að gjöra undirbúning að f>ví, að ríki
hans komi í dýrð f>ess, pá skulu og börn hans vita, að vrerk þeirra,
hversu lítið sem f>að kann að sýnast, hefir pó gildi sitt og göfug-
leik fyrir f>á sök, að f>au eru sainverkamenn guðs og f>jónar lians
kærleika. t>au hljóta f>á að elska mannfélag f>að, er guð hefir sett
peim að vinna í, heimili f>að, þar sem frœkorn kærleikans bera
mestan ávöxt, f>jóð pá, er f>au skoða s'g sameinaða eins og limina
á líkamanum, lieim f>ann, sem á óteljanda hátt minnir f>au jafn-
inikið á guð og hann hvetr p>au til að vinna hans verk — með fegrð
sinni og fallveltu, með speki sinni og mætti, með synd sinni og
neyð, með hœfilegleik síuum til að fullnœgja svo margri kröfu sál-
arinnar, og með vannmætti sínum til að seðja dýpstu löngun
hennar.
En hvernig eiga guðs börn pá að komast hjá pví, aðhafa mörg
gœði í heimi pessum? Allt pað, sem vér höfum kærleik til, pykir
oss auðvitað gott. Já, svona er pað: Guðs börn hafa möi'g gœði í
pessum heimi, en sín gœði, eða pað, sem er hið eiginlega líf peirra,
hið eina, sem pau örvæntingarlaust ekki geta án verið, pað, sem
kærleikr peirra fær allan sinn kraft frá og sem gjörir alla aðra hluti
pess virði, sem peir eru, pað hafa pau ekki í pessum heimi. Því