Sameiningin

Ukioqatigiit

Sameiningin - 01.01.1893, Qupperneq 22

Sameiningin - 01.01.1893, Qupperneq 22
■182— þar most fyrir áhrifum frá Hengstenberg. þaðan fór hann til Leipzig og hitti þar þann mann, er seinna átti aö verða sam- verkamaöur hans og vinur, C. P. Caspari, nú nýlátinn. Yiö háskólana í Tybingen, Erlangen og Heidelberg dvaldi hann einn- ig nokkurn tíma. þegar hann kom heim aptur, haföi hann um nokkurn tíma ofan af fyrir sjer meö-því aö leiðbeina guðfræðis- nemendum og búa þá undir próf. En þennan tíma varhannlíka einlægt síprjedikandi. Hann prjedikaði á hverjum einasta degi vikunnar í kirkjum og bænahúsum, bæði í borginni sjálfri og ú landsbyggðinni umhverfis. Yoru þessar ræður hans svo fullar af eldi og andagipt, að fóllcið streymdi saman til að heyra þenn- an lærða mann tala um kærleika guðs til mannanna, því þótt hann lærður væri, talaði hann svo einfalt og blátt áfram, að hinn mest fákunnandi maður hlaut að skilja. Ný andleg hreyiing vaknaði upp meðal fólksins, bæði lærðra manna og alþýðunnar. þaö, sem Johnson virtist hafa um fram flesta aðra menn, var t. d. það, að hann hafði jöfn áhrif á a'da, sem hann náði til, svo þessi volduga hreyfing, sem út frá honum gekk, náði til allra tlokka mannf jelagsins jafnt. Árið 185-t gekkst hann fyrir því, aö myndað væri í Kristjaníu fjelag til að reka kristniboð í landinu sjálfu. Fjelag þetta hefur ákaílega miklu til leiðar komið, og prófessor Johnson er lífið og sálin í því fram á þennan dag. Hann varð kennari við háskólann 1860 og kenndi hann þar trúfræði, þangað til prófessor Friörik Petersen tók að kenna hana árið 1877; síöan liefur hann kennt kirkjusögu. En hann hefur ekki lokað sig inni á háskólanum, nje hugsað eingöngu um vísindin, þótt hann í sinni grein hafi staðið hinum lærðustu guðfræðinguin jafnfætis. Árið 1867 gekkst hann fyrir myndun „Norsku Lú- ters-stofnunarinnar“. þaö er aðallega bókasölustofnun, sem gef- ur út og selur síðan út um landið guðsorðabækur afödumteg- undum, sumar fyrir læröa guðfræðinga, aðrar fyrir ómenntaða alþýðumerm. Hefur bóksala þessi verið rekin með miklu meira kappi en aiínennt gjörist og bækurnar verið bornar út um allt land, inn á hvert heimili í afskekktustu dölunum, til þessalþýð- an skyldi ætíð hafa tækifæri til að lesa guðs orð. Mikið af bók- um þessum hafa verið varnarrit gegn vantrú og villu. Gróðan- um hefur ætíð verið varið til kristilegra fyrirtækja, eiukutn tii innanlands-kristniboðs. — Árið 1868 var hann frumkvöðud að

x

Sameiningin

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Sameiningin
https://timarit.is/publication/673

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.