Sameiningin

Árgangur

Sameiningin - 01.01.1893, Blaðsíða 23

Sameiningin - 01.01.1893, Blaðsíða 23
—183— myndun ..Díakonissu-stofnunarinnar'. það er skóli fyrir ógipt- ar stúlkur, er takast vilja þann starfa á hendur að hjúkra veik- um, optast fyrir alls en»-a borgun. Annan eins starfa takast engar nerna kristnar konur á hendur, sem leggja vilja líf sitt í sölui’nar til að lina þjáningar mannanna. Undirbúnings-mennt- un þeirra kennir þeim ekki síður aö hjúkra að sálum hinna sjúku en að líkamanum, og hafa þær eíiaust oröið verkfæri i hendi drottins til að snúa mjög mörgum deyjandi mönnum til trúarinnar á frelsarann. Fjöldi kvenna gengur á stofnun þessa í Kristjaníu, og hafa þær þaðan breiðzt út um allt land, til ómetan- legrar blessunar fyrir andlega lífið í landinu.—Árið 1871 var hann einhver helzti hvatamaðurinn að því að stofnað væri „Stú- denta-heimilið" svo nefnda. Aður bjuggu stúdentar hingað og þangað út um bæ, og var opt mjög illt að vita, hvar þeir voru niður komnir. Afleiðingin af því var óreglulegt líf, drykkjuskapur og svall. Til þess að koma í veg fyrir þetta, var „Stúdenta-heim- ilið“ stofnað. það er stórbygging, þar sem stúdentar eiga kost á að búa saman. þangað er leitazt við að safna saman á hverju ári þeim af stúdentunum, sem enga vini eða vandamenn eiga þar í höfuðstaðnum. þarna eru þeir undir áhrifum beztu maniia, setn um t'ram adt -hugsa um að opna augu hinna ungu náms- manna fyrir því afli, sem kristindómurinn liefur í sjer fólgið, tii að varðveita manninn frá spiliing og illum lifnaði. — Prófessor Johnson hefur að einhverju leyti verið riðinn við svo að segja hverja einustu trúarlega lífshreyfing í landinu, og endurhætur þær, er innleiddar hafa verið í þjóðkirkjuna norsku, eru lang- mest honum að þakka. Hann er meðlimur aðal-nefndar hins norska biblíufjelags og hefur vorið það síðan 1845. Hann er i „nefndinni til að liðsinna norskum söfnuðum erlendis, sent í nauðum eru staddir", og hefur sú nefnd starfaö mikið einlægt síðan hún var sett árið 1858. Iíann á mikinn og göfugan þátt i seinustu endurskoðun biblíuþýðingarinnar norsku. Að teija upp öll þau kristilegu fyrirtæki, sem ltann hefur komið á fóteöa átl öflugan þátt í, mundi verða allt of langt mál. V jer bætum því að eins við, að hve tiær sem prestaskólinn á Islandi fs»r annan eins m*nn og Gísla Johnson, eins trúarheitan, ötuUn, ósjerhlífinn, framkvæmdarsaman, kemur það í ljós, hvort ekki væri unnt að kippa mörgu í lag i kirkju þjóðar vorrar. Meinið er engan veg-

x

Sameiningin

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Sameiningin
https://timarit.is/publication/673

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.