Sameiningin - 01.01.1893, Qupperneq 25
185—
norsku og íslenzku. Vi5 kvöldguösþjónustuna var sunginn
sálrnurinn „Nú gjaldi guði þökk“ á öllum þessum tungumálum.
—„Sam.“ óskar síra Runólfi og söfnuði hans allrar hamingju og
blessunar í tilefni af báðum þessum vígslum. Drottinn gefi, að
þessi nýi lút. prestur verði einlægur og ötull starfsmaður í vín-
garðinum, og gefi honum náð til að verða mörgum sálum til frels-
is. Hann leggi líka blessun sína yfir þetta nývígða kirkjuhús
þarna í landi Mormónavillunnar og kalli þangað marga, ef unnt
er, alla Islendinga, sem gjörzt hafa Mormónar, svo þeir finni þar
aptur þann guð, sem þeim í æsku var kennt að þekkja, trúa og
treysta. (Fr. J. B.)
Prófessor Huxley, hinn alkunni agnostík og vísindamaðrá
Englandi, hefir nýlega í ritgjörð einni í tímaritinu „Fortnightly
Review“ farið þeim orðum um trúarlærdóm kristilegrar kirkju,
er talsverða furðu hafa vakið hæði meðal kirkjunnar manna og
vantrúaðra andstæðinga hennar.
„Mér virðast trúarlærdóinarnir", segir hann, „um guðlega
fyrirhugan, uppruna-syndina, meðfœdda spilling mannsins, hin
illu örlög meira hluta mannkynsins, yfirráð djöfulsins hér í
heimi (o. s. frv.) —, þótt að iærdómum þessum megifinna, miklu
nær hinu sanna en „frelsis“-draumórarnir, sem mörgum gezt svo
einstaklega vel að, að ’oörn öll sé fœdd góð (syndlaus) og að það
sé að eins dœmi spillts mannfélags að kenna, að þau halda ekki
áfram að vera það, að hverjum manni sé getið, að fullnœgja hinni
siðferðislegu hugsjón, svo framarlega sem hann reynir til þess, að,
allt það, sem er illt með tilliti til hins einstaka, sé gott, að því
leyti sem það snertir liið gjörvalla, og annar slíkr heilaspuni, er
lætr sem ekkert sé til nema gott.---------Eg hefi mjög sterka
trú á því, að hegning komi fyrir athafnir, sem í eðli sínu eru
sVo eða svo, eigi að eins í þeirri tíð, sem nú er, heldr og um all-
an ókominn aldr, er fyrir manni kann að liggja, hvort sem sá
aldr er langr eða skammr. A tilveru helvítis trúi eg þáauðvit-
að; því eg hefi það fyrir satt, að allirmenn með ljósri meðvitund
um rétt og rangt----------hafi „stigið niðr til helvítis" ogdvalið