Sameiningin

Árgangur

Sameiningin - 01.01.1893, Síða 28

Sameiningin - 01.01.1893, Síða 28
188 sem slógu hann og negldu hann á krossinn. Hún meðtók þenn- an boðskap meS trú, og trúin jók henni skilning. MeS lotning nam stúlkan staðar frammi fyrir undrajurtinni, þar sem hún stóS í fullum blóma og dralclc í sig ilminn, er jurtin angaði af. Og hún heyrSi rödd, er til hennar kom frá hverju blaði jurtarinnar, og raddirnar runnu saman í himneskt eilífðarlag. Hún tók eitt blómstrblað af jurtinni, og lagSi það í biblíuna sína, og með því í var biblían látin undir höfuðið á henni, er hún fám vikum síð- ar hvíldi í líkkistunni sinni.—En jurtin hélt áfram að blómgast í skóginum og varð á að líta sem göfugt tré. j)á hneyksluðust þistlarnir og þeirra félagar, og kváSu aSskotajurtina heldr en ekki vera farna aS hreykja sér upp. Og sniglarnir hugsuðu eins, og hrœktu á jurtina. Svo kom svínahirðir, sem var að safna þistlum og hrísi til eldkveikju. Hann var ekki vitrari en það, að hann reif undrajurtina upp og varpaSi henni í eldinn eins og hinu ruslinu.— En þaS vildi til, að konungrinn þar í land- inu varð þunglyndr og sárþjáðr á sálunni. þaS var reynt aS lækna hann með öllu móti. Líkamleg vinna var citt læknisráS- ið. En það dugSi ekki hót. Ekki hcldr það að lesa honum djúpsett heimspekisrit, eða hálærSar vísindabœkr, eða auðveld- ustu skemmtibœkr. Allt reyndist ónýtt. þáfékk konungr frá spekingi einum boð, að einn hlutr gæti þó læknaS hann; það væri jurt ein í skógi nokkrum þar í landi konungsins. þaS var jurtin himinfallna, sem við var átt. En nú var hún ekki lertgr til, því svínahirðirinn hafSi eyðilagt hana; ekki neitt eftir af henni nema laufblaðið litla í líkkistu stúlkunnar, sem enginn vissi neitt um. Svo konungrinn læknaSist ekki. Sarnt fór hann út í skóginn, þar sem jurtin liafði verið, og sagði: „þetta er heilagr reitr“. Og svo lét hann girða blettinn með gullnum grindum og varSmenn gæta ltans. En grasafrœðingrinn tók sig til og samdi langa vísindalega ritgjörS um undrajurtina, og hafði upp úr því mesta heiðr. .v. * Svona er æíintýrið um jurtina dásamlegu og yfirnáttúrlegu. Og hvað það þj^ðir í aðalefninu, þaS liggr aldrei, sagði séra J. Bj., eins opið og á jólunutn.—„JólaguðspjalliS er hin himneska, liiminfallna jurt. I frásögunni um fœðing hins heilaga barns í

x

Sameiningin

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Sameiningin
https://timarit.is/publication/673

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.