Sameiningin - 01.06.1893, Síða 18
—50—
er svo eínkennileg og einstakleg, birtan, sem skín út frá páska-
hátíöinni og sem guð hefir klætt hana í eins og annað fat, að
fyrir þá birtu getr jafnvel hin dimma nótt í náttúrunni og
mannlífinu orðið sem dagr, Ijómandi sólskinsdagr. Og það er
meira að segja fyrir Ijósið, er leiftrar út frá páskahátíðinni,
einatt auðveldara frá myrkum mannlífsstöðvum, úr dimmu
jarðnesku náttmyrkrinu, að sjá og skoða hina guðlegu dýrðinni
í eilífðinni, heldr en um hádag eða þá er ekki ber neinn skugga
yfir iarðlífstilveruna, þar sem maðr er staddr. það er andleg
birta, guðs eigin kærleiksbirta, sem páskahátíðin æfinlega kemr
með, og oss er aldrei eins auðgefið að taka eftir henni eins og
eftir að degi er tekið að halla, nóttin tekin til að umkringja
mann, og hið náttúrlega sólarljós þannig ekki að neinu leyti
getr villt fyrii'. það er mannssálinni ósjálfrátt að fælast myrkr-
ið í nátturunni. Litlu blessuð börnin fara að gráta, ef þau eru
skilin ein oftir í myrkrinu. Og þó er oss öllum hitt enn meira
kunnugt, að þá er nótt verðr í voru eigin lífi, þá er mótlæti og
kross steðjar að, sál vor stödd mitt uppi í sinni píslarsögu, vill
þessi sama vesalings sál fyllast ótta og angist. En samt stendr
hitt eins guðlega og gleðilega fast fyrir því, að aldrei tökum vér
eins vel eftir hinu bjarta fagnaðarefni, sem ár og síð og alla tíð
streymir út frá páskahátíðinni, eins og einmitt á slíkutn dimm-
um mótlætis-nóttum í vorri eigin æfisögu. Eða ef einhverjir í
hópi minni núvei’andi tilheyrenda hafa ekki sjálfir enn upplifað
neina þvílíka nótt, ekki enn sjálfirneitt verulega haft að segja
af mótlæti, þjáningum eða sorg, þá, til þess að ganga úr skugga
um það, sem eg sagði, líti þeir í kring um sig og athugi, hvort
það inuni ekki fremr hafa verið á hinum dimmu en björtu tíð-
um æfinnar, fremr í mótlætinu en í meðlætinu, að þeir menn,
S3in nú hafa næmast auga fyrir hinni himnesku dýrð guðs,
lærðu að meta og elska hið yfirnáttúriega ljós, sem páskahátíð-
inni tilheyrir og er henni æfinlega samferða. Gangið til allra
þe;rra manna, sem þér þekkið bezt kristna, mest með hugann á
himnum, næst guði í gjörvöllu lífi sínu, og munuð þér sannfœr-
ast um, að það var langhelzt á hinni dimmu raunatíð þrenging-
anna, að birtan frá páskaevangelíi kristilegrar kirkju skcin
inn í sálir þeirra með sínurn fullkomna guðlega Ijóma. — Fjarri
sé því, að eg með allan ininn margreynda veikleik, að því er til