Sameiningin - 01.06.1893, Blaðsíða 23
-55
aða orði drottins geti, ef illa er með farið, orðið til þess, aS sá
maSr, sem slíkt á heima hjá, missi sinn kristindóm, verSi viS-
skila viS frelsarann, hætti aS vera kristinn maður. En um slíkt
er eiginlega ekki að rœSa í þessu sambandi, heldr um hitt, hvað
þaS sé, sem undir öllum kringumstœðum þarf að vera trúarleg
eign hvers einasta manns til þess hann í sannleika megi krist-
inn nefnast. })að er sama sem aS spyrja, hvað sé aðalatriði
kiástinnar trúar, og um leið undirstaðan undir gjörvallri krist-
indómskenningunni. það liggr aldrei nær að athuga þetta en
einmitt á vorri lcristilegu páskahátíð, með ]iví að hátíS þessi
sjálf kemr beinlínis með' svariS. Upprisan drottins vors Jesú
Krists, þaS er hún, sem frá upphaíi hefir verið meginatriði krist-
innar trúar og æfinlega mun verSa. þaS er upprisan frelsarans,
sem gjörvallr trúarlærdómr lcristilegrar kirkju hvílir á eins
og ómissandi guSlegriundirstöðu. þaö er upprisan drottins Jesú,
sem innsiglar guðs orð allt í heilagri ritning vorri frá fyrstu
bók Mósesar í gamla testamentinu til Opinberunarbók-
arinnar í nýjatestamentinu og staðfestir það sem eilífan,
óhagganlegan. guSlegan sannleika. það er upprisan drottins
Jesú, sem til daganna enda lætr hið spámannlega orð frá að-
ventutíS hins gamla sáttmála fá yfir sig sömu guðlegu sannleiks-
birtuna eins og það fékk yfir sig fyrir trúarsjón hinna tveggja á
páskadagsgöngu þeiira, eftir að hinn upprisni sjálfr haföi slegizt
í för með þeim og tók tii að útskýra þetta sama guðs orð. Fyrir
upprisuna drottins varð hin grátlega píslarsaga Jesú aS eiiífum
gleðiboðskap og guðlegri huggunarlind fyrir allar syndum og
sorgurn hlaðnar mannssálir. An upprisunnar hefði gjörvallt
guðs orð' heilagrar ritningar reynzt tál, gjörvöll hin helga saga
trúar vorrar reynzt tál, allt líf spámannanna ogpostuianna
reynzt tál, og það, sem mestu, öllu, varSar —gjörvallt líf frelsar-
ans sjálfs, öll hans kenning, allar bœnir hans, öll hans fyrirheit,
öll hans kvöl og allr hans óumrœSilesri kærleikr til vor svnd-
ugra manna — allt, allt orðið hið sárgrætilegasta tál, sein saga
mannkynsins á til í eigu sinni. Allt, sem vér köllutn heilagt og
guSlegt, félli og yröi eilíflega að engu, ef uppiisan frelsara vors
sannaðist að vei'a ósannindi, eins og vantrúin er að reyna til að
slá föstu í meðvitund manna. Og þess vegna vitnar líka Páli
postuli (í 1. Kor. 15): „Ef Kristr er ekki upprisinn, þá er kenn-
ing vor ónýt og trú yðar líka ónýt. En vér reynumst þá og