Sameiningin

Årgang

Sameiningin - 01.01.1898, Side 8

Sameiningin - 01.01.1898, Side 8
—168— ér gjörðust hvor á sínum staS og tíma. En af því að efniS i báSum sögunum er nálega hiS sama, ætti aS eins önnur aS vera valin fyrir fastákveSiS guðspjall, og að minnsta kósti ætti ekki að setja þær báðar í sömu textaröSina eins og nefndin þó befir gjört. Að líkindum er þetta einnig ógát. þá fer og miSr vel á því í sömu textaröðinni (hinni síðari), að láta niðrlagið á sög- unni um blindfœdda manninn (Jóh. 9, 24—38) koma sem guS- spjall á 12. sd. e. trin,, en upphafsömu sögu (Jóh. 9,1—11) vera valiS fyrir guSspjall sjö sunnudögum síðar, á 19. sd. e. trín., þó aS það, ef til vill, hafi verið gjört af ásettu ráði. Ekki skiljum vér heldr, með tilliti til livers kaflinn í Lúk. 14, 12—15 (inn- gangrinn til dœmisögunnar um hina miklu kvöldmáltíð) hefir veriS valinn fyrir guðspjall á 5. sd. e. trín. þar ætti rniklu betr viS Jóh. 1, 35—52 (fyrstu lærisveinarnir og nafnið, sem Jesús gaf Símoni) við hliðina á hinu guðspjallinu nýja (Matt. 15,13—19) og gamla guðspiallinu um hinn vfirnáttúrlega tískidrátt (Lúk. 5, 1—11). (Meira). Christoplier Bruun um kristnitöku forfeðra vorra. (Sjá slðasta blað ,,Sam.“) Ef guðhræddr og íhugunarsamr „píetisti“ tœki sér Heims- kringlu Snorra eSa Njálu í hönd og læsi um kristnitökuna í Norvegi og á íslandi, þá sæi hann brátt, hvílíkan þátt sverðið átti í þeim athurðum, og væri þá ekki að furða, þó aS honum yrSi svo starsýnt á það atriði, að hann veitti aS eins því og pólitíkinni eftirtekt. En eftir því, sem eg fæ séð, hefir prófessor Sars farið mjög líkt. það er í sannleika meira að segja um kristnitöku þjóðflokks vors en þaS, sem hann leggr áherzluna á. Um Njál þorgeirsson, vitrasta og ágætasta mann íslands, segir svo, þá er tíðindin um hina nýju trú bárust þangaS út: „Hann fór oft frá öSrum mönnum einn saman ok þuldi“, talaði við sjálfan sig um hið mikla mál kristnu trúarinnar. Og er margir mæltu í áheyrn lians, „at slíkt væri mikil firrn, at hafna forn- um átrúnaði", þá sagði hann: „Svá lízt mér sem hinn nýi átrún- aSr iriuni vera miklu betri, ok sá muni sæll, er þann fær heldr;

x

Sameiningin

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Sameiningin
https://timarit.is/publication/673

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.