Sameiningin

Árgangur

Sameiningin - 01.01.1898, Síða 10

Sameiningin - 01.01.1898, Síða 10
—170— af hinum gamla lögsögumanni, aíi hánn um leiS og hann beygir sig fyrir kristinni trú notar síðasta kraft heiðninnar til þess aS brjóta oddinn af harðýðgi þeirri, er þá var kristninni samfara, sem ef til vill var einmitt það, er fremr öllu öðru hélt honum og mörgum öðrum frá hinni nýju trú. Mikil hamingja hefði það verið fyrir Norveg, ef þeir Ólafr konungr Tryggvason og Ólafr hinn helgi hefði haft aunan eins vísdóm og annað eins frjálslyndi til að styðja sig við. Allt uf mjög hefir Sars—eins og guðfrœðinga vora—skort bæði vilja og mátt til að setja sig inn í það, hvernig trúarhugs- an og trúartilfinning manna var á þeirri tíð. Á Stiklastöðum kemr Arnljótr gellini til Ólafs helga að morgni orrustudagsins sjálfs. Konungr lætr biskup skíra hinn beygða skóggangsmann, en tekr það sjálfr að sér að veita hon- um frœðslu í trúnni. „Kenndi konungr hánum þat af trúnni, er honum þótti skyldast vera,“ og skipaði honum í öndverða fylking fyrir merki sínu, þar sem helzt mátti búast við dauöa. Vafalaust hefir það verið lítil trúarfrœðsla; en ekki veiteg. hvort allir herforingjar nú á tímum hefði tekið sér tima til svo mikils, fám augnablikum áðr en teningunum skyldi varpað bæði um kórónu og líf. Og hafi Ólafr þann morgun haft tíma til að veita trúarfrœðslu heiðnum manni, sem skírast átti, megum vér víst trúa því, að hann hafi ekki heldr við önnur trekifœri tekið sér það mál svo allsendis létt. Og naumast hafði hann neinn alveg ótœkan jarðveg til aö sá í, þar sem Arnljótr þessi var ; því þar var maðr, sem þreyttr var orðinn á sjálfum sér og sínu gamla lífi, og hlýddi svo fúslega á orð trúarinnar á því augna- bliki, er hann var að búast til göngu út í dauöann. — — -----þá er eg hugsa um Skarphéðin, hinn óstýrilátasta kappa íslands, er hann að lokum æfinnar, sem gengiö hafði í bardaga til þess að halda uppi heiðri ættarinnar, liggjandi undir logandi þekju bœjarins að Bergþórshvoli og megandi þaðan hvergi hrœrast, brennir sig í dauöanum með krossmarki Krists á brjósti og herðum, þá finnst mér fyrir mitt leyti það fagrt og vel gjört. Og sama þótti samtíðarmönnum hans. Og það er trúa mín, að guð i himninum hafi litiö mildum augum til hinnar deyjandi hetju. En ekki er það þó skoðan mín, að Skarphéðinn eða ólafr

x

Sameiningin

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Sameiningin
https://timarit.is/publication/673

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.