Sameiningin

Ukioqatigiit

Sameiningin - 01.01.1898, Qupperneq 13

Sameiningin - 01.01.1898, Qupperneq 13
—173— þessi blöð eru fremr fánýt, og annað þeirra hefir valdið all- miklu ógagni í öðrum efnum. Er það því slæmr vottr um tíðai'andann, að þau haldast við. Á næstliðnu ári byrjaði nýtt tímarit, útgetíð af íslendingi í Kaupmannahöfn. það hefir í upphafi sinu lúalegt truarrugl í ljóðum, og fleira af þessháttar kvæðum er í ritinu.*) Nýlega kom á prent postillubrot eftir séra Pál heitinn Sigurðsson Lýsing á bók þessari er í „Sameiningunni“ frá fyrra ári, og munt þú hafa lesið hana- Eg efast ekki um, að þú lesir það blað og hafir það í húsi þínu. Vísa eg þér á þessa lýsing, því eg álit hana rétta. Einnig er ritdómr um bókina 1 „Aldamótum", er eg hetí lesið. Talsvert hefir verið minnzt á bók þessa í blöðunum hér heima, og hefir það nálega allt verið lof. En allar þær greinir hafa komið frá trúarvinglsmönnum eða vantrúarmönnum, að undan skilinni grein frá mjög merk- um presti og framúrskaranda sálmaskáldi, og hefir marga furð- að á þeim orðum hans, að margar af rœðunum sé vel fallnar til húslestra. Eirm maðr hér heima hefir þó andmælt bók þessari og einni heimskulegri lofgrAn um hana. Hefir marga fuiðað a á því, að prestar eða aðrir kirkjunnar menn hafa eigi . bent alþýðu á galla bókarinnar, ef hún kynni að verða notuð af ein- hverjum til húslestra. En þetta hefir að líkindum komið af kurteisi við venzlafólk höfundarins, sem allt er heiðarlegt og vel metið. Eg vil enn með fám orðurn minnast á eitt nýtt, ársgamalt, blað, þótt eg eigi telji það beinlinis 1 röð þeirra blaða, sem áðr voru nefnd. það heitir „K.vennablaðið“ og er gefið út af konu í Reykjavík. Blað þetta er fremr vel ritað. Meðal annars hetírþað flutt góðar siðferðisreglur um barnaaga, sambúð hjóna *) Hér er auðvitað átt við „Eimreiðina", sem reyndar yfir liðfuð er heiðvirt og gagnlegt tímarit og hefir að mestu latið kristindominn 1 friði og augsýnilega ekki vill sýna af ser neina lilutdroegni 1 peim mal- um. Vítavert er fiað i>ö í mesta rnata, að ritstjórn ,,Eimi'eiðarinnar skyldi fara að gefa þar út ,.Salthölms-ferðina“ eftir Jðnas Hallgríms- son, sem i skáldskaparlegu tilliti er einskisviiði og hinum gððfræga höfundi að eins til ðvirðingar. Og þð að klámyrðin hafi verið fcerð í dularhúning með því að prenta þau með grísku letri, þá bœtir það lítið úr ljðtleikanum.—Hitst.

x

Sameiningin

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Sameiningin
https://timarit.is/publication/673

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.