Fréttablaðið - 27.12.2010, Blaðsíða 6
6 27. desember 2010 MÁNUDAGUR
SKIPULAGSMÁL Væntanlegar breyt-
ingar á sorphirðu í Reykjavík
munu líklega spara borginni um
110 milljónir króna á komandi ári.
Hámarkslengd frá sorptunnu að
sorpbíl verður takmörkuð niður
í 15 metra og gefst borgarbúum
möguleiki á því að borga 4.800
krónur í auka sorphirðugjald.
Einnig verður sorp hirt á tíu daga
fresti í stað viku, eins og tíðkast
hefur.
Guðmundur B. Friðriksson,
skrifstofustjóri umhverfis- og
samgöngusviðs, segir að ef áætl-
anir gangi eftir muni launakostn-
aður og tímasparnaður skila borg-
inni töluverðum sparnaði, hvort
sem borgarbúar greiði aukagjöld-
in eður ei. Gert er ráð fyrir að um
helmingur sorpíláta í Reykjavík
standi lengra en 15 metra frá sorp-
bílum þegar sorphirða á sér stað.
Um 40 þúsund tunnur eru í Reykja-
vík og segir Guðmundur að ef um
40 prósent borgarbúa muni greiða
sorphirðugjaldið í stað þess að
færa tunnurnar nær bílunum, skili
það inn um 70 milljónum aukalega
til borgarinnar.
„Launa- og hirðukostnaður er
um 2/3 af af heildarkostnaði borg-
arinnar við sorphirðu. Við getum
sparað mikið ef tunnurnar koma
nær og fáum enn fremur aukatekj-
ur ef fólk borgar aukagjald,“ segir
Guðmundur.
Áætlaður hirðukostnaður fyrir
næsta ár er 470 milljónir, en var
um 510 milljónir fyrir 2010. Sorpa
tekur um 200 milljónir í móttöku-
gjald og mun það haldast óbreytt
á milli ára. Ef áætlaðar tekjur af
aukagjöldum, 70 milljónir, eru
dregnar frá þessum 470 milljón-
um, sparar borgin 110 milljónir
með hagræðingunum.
„Ef fólk trillar fram ílátum í
meiri mæli heldur en við höfum
gert ráð fyrir, þá spörum við líka,“
segir Guðmundur. „En þetta eru
stórar breytingar og mjög gróf
áætlun. Við setjum þetta upp eins
og okkar tilfinning er fyrir því
hvernig íbúarnir munu bregðast
við.“
Breytingarnar verða tekn-
ar í áföngum og byrjað verður á
aðgengilegri hverfum, eins og
Grafarvogi og Kjalarnesi. Guð-
mundur segir miðborgina mun
erfiðari þegar kemur að sorp-
hirðu, sökum þröngra gatna og
innkeyrslna.
„Við munum ekki taka alla borg-
ina og leggja hana undir í einu,“
segir Guðmundur. „Við byrjum
smátt og munum ekki hrófla við
sorphirðugjöldum fyrr en hugs-
anlega árið 2012.“
sunna@frettabladid.is
Sorphirðubreytingar
spari um 110 milljónir
Reykjavíkurborg áætlar að væntanlegar breytingar á sorphirðu muni spara
borginni um 110 milljónir á komandi ári. Aukagjöld sem íbúar borga ef tunnur
verða ekki færðar geta skilað um 70 milljónum. Miðborgin erfiðust í sorphirðu.
SORPHIRÐA Í REYKJAVÍK Frá og með 1. janúar á næsta ári mun íbúum Reykjavíkur
vera gert að færa tunnurnar nær bílunum í hagræðingarskyni. FRÉTTABLAÐIÐ/GVA
FJÁRMÁL Orkuveitan hefur tilkynnt sveitarfé-
lögum á á rafmagnsdreifisvæði fyrirtækis að
frá og með næstu jólum muni fyrirtækið ekki
sjá um jólalýsingu á sama hátt og verið hefur.
„Við munum rukka fyrir þessa þjónustu frá
og með næsta ári. Sveitarfélögin hafa tekið
því af skilningi,“ segir Eiríkur Hjálmarsson,
upplýsingafulltrúi Orkuveitunnar. Hann und-
irstrikar að fyrirtækið annast lýsinguna í ár
fyrir sinn reikning eins og undanfarið. Það
felist fyrst og fremst í því að lögð er til og fest
upp jólalýsing og síðan hirt um hana. Þjónust-
an nær til þeirra svæða þar sem fyrir tækið
dreifir rafmagni. Það eru Akranes, Mos-
fellsbær, Reykjavík, Kópavogur og hluti af
Garðabæ. Að sögn Eiríkis nemur kostnaður
Orkuveitunnar vegna þessara jólaskreytinga
á bilinu tuttugu til þrjátíu milljónir króna.
Mest kosti seríurnar sjálfar og vinnan við
uppsetningu þeirra. Raforkan sé hins vegar
hlutfallslega aðeins lítill þáttur.
„Þetta hefur haft tilhneigingu til að vaxa,
kannski að hluta til vegna þess að sveitarfé-
lögin hafa ekki þurft að borga fyrir. En það
voru þó einhver sveitarfélög sem drógu úr
þessu strax í ár þannig að umfang er eitthvað
minn nú en áður,“ segir upplýsingafulltrúi
Orkuveitunnar. - gar
Orkuveitan mun ekki annast jólaskreytingar sveitarfélaga áfram á sinn kostnað:
Spara þrjátíu milljónir króna á jólaljósum
JÓLALJÓS Í REYKJAVÍK Orkuveitan hefur fyrir sinn reikn-
ing annast uppsetningu og umsýslu með jólaljósum
í sveitarfélögum þar sem fyrirtækið dreifir rafmagni.
Framvegis verður rukkað fyrir þjónustuna. FRÉTTABLAÐIÐ/GVA
NOREGUR Jonas Gahr Störe, utan-
ríkisráðherra Noregs, segir Wik-
ileaks-málið vera forvitnilegt að
mörgu leyti þar
sem leyniskjöl-
in gefi innsýn í
samskipti milli
ríkja.
Þetta skrif-
ar Störe í grein
sem birtist
meðal ann-
ars í Berg-
ens Tidende,
en hann er þó
gagnrýninn á svik starfsmanns-
ins sem lak gögnunum. Þeir sem
vinna í utanríkisþjónustu þurfi að
geta treyst á trúnaðarsamskipti.
Hann segir þó skondið að nú
séu stjórnvöld að leita til frétta-
manna eftir Wiki-skjölum sem
ekki eru aðgengileg öllum. „Nú
er hlutverkunum nánast snúið við
þar sem við erum að biðja fjöl-
miðla um gagnsæi.“ - þj
Játning utanríkisráðherrans:
Störe heillaður
af Wikileaks
SVEITARSTJÓRNIR Eftirlitsnefnd
með fjármálum sveitarfélaga
mun ekki að svo stöddu aðhafast
frekar vegna fjármála Kópavogs-
bæjar.
Að því er segir í frétt frá Kópa-
vogsbæ mun nefndin þó áfram
fylgjast með framvindu fjármála
Kópavogsbæjar á næstu misser-
um og ítrekar varnaðarorð um
skuldastöðu bæjarins. Skuldirnar
eiga að lækka um einn milljarð
á næsta ári samkvæmt fjárhags-
áætlun. „Bæjarstjórnin hefur
jafnframt sett sér það markmið
að skuldir sem hlutfall af tekjum
verði undir 200% árið 2014. Áætl-
að er að þetta hlutfall verði 248%
vegna þessa árs og að það verði
214% á næsta ári,“ segir á kopa-
vogur.is - gar
Eftirlitsnefnd með fjármálum:
Fylgist áfram
með Kópavogi
NOREGUR Norska vegagerðin vinn-
ur nú að því að endurskinsmerkja
hreindýr landsins svo síður verði
ekið á þau.
Í Noregi eru um 200 þúsund
hreindýr, flest í eigu Sama. Búið
er að hengja gular endurskins ólar
eða litlar hornamerkingar á um
2.000 þeirra. Að jafnaði drepast
um 500 norsk hreindýr í bílslysum
á ári hverju. Reynsluakstur á snjó-
sleða um hreindýralendur leiddi
í ljós að merktu hreindýrin voru
miklum mun sýnilegri en hin.
- sh
500 drepast í bílslysi á ári:
Endurskin á
norsk hreindýr
HREINDÝR Ökumenn eiga erfitt með að
sjá hreindýrin í myrkrinu.
JONAS GAHR
STÖRE
HEILBRIGÐISMÁL Erfðafræðing-
ar hafa borið kennsl á tvo erfða-
fræðilega þætti sem auka hætt-
una á legslímuflakki í konum.
Í rannsókninni voru 5.500
konur með legslímuflakk í Bret-
landi, Bandaríkjunum og Ástr-
alíu bornar saman við 10.000
heilbrigðar konur og benda nið-
urstöðurnar til þess að mögu-
leiki á meðferð og lækningu sé nú
meiri en áður. Kemur þetta fram
á fréttavef BBC. Legslímuflakk
herjar á allt að 6 til 10 prósent
kvenna á barneignaraldri. - sv
Umfangsmikil rannsókn:
Meira vitað um
legslímuflakk
Markaðurinn ræðir við fjölda
fólks í viðskiptalífinu.
Dómnefnd Markaðarins velur
bestu og verstu viðskipti ársins og
menn viðskiptalífsins árið 2010.
Áramótaannáll Markaðarins
- uppgjör á árinu 2010 í viðskiptalífinu
Hvað stendur upp úr í viðskiptalífinu á árinu sem er senn liðið?
Hvernig tókst fyrirtækjunum að vinna sig út úr erfiðleikunum?
Hvernig er alþjóðlega umhverfið? Hvað er framundan á nýju ári?
Hvernig hefur viðskiptaumhverfið þróast á árinu og hvað er framundan?
Hvar liggja völdin í viðskiptalífinu?
Hverju skila sprota- og þekkingarfyrirtækin?
Áramótaannáll Markaðarins kemur út miðvikudaginn 29. desember.
Borðaðir þú skötu á Þorláks-
messu?
JÁ 43,7%
NEI 56,3%
SPURNING DAGSINS Í DAG:
Fórst þú í jólamessu?
Segðu þína skoðun á vísir.is.
KJÖRKASSINN