Fréttablaðið - 27.12.2010, Blaðsíða 20

Fréttablaðið - 27.12.2010, Blaðsíða 20
 27. desember 2010 MÁNUDAGUR20 timamot@frettabladid.is MARLENE DIETRICH, ÞÝSK LEIKKONA (1901-1992) fæddist þennan dag. „Ég hef aldrei viljað verða kvikmyndastjarna, að leika einhvern annan en sjálfa mig, þurfa alltaf að vera falleg og hafa einhvern stanslaust að greiða úr augnhárunum.“ Pakistanski stjórnarandstöðu- leiðtoginn Benazir Bhutto, fyrrverandi forsætisráðherra Pakistans, lést þennan dag árið 2007 í skot-og sprengjuárás í Rawalpindi. Bhutto hafði nýlokið sinni síðustu ræðu og var að koma af fjölmennum kosningafundi Þjóðarflokks Pakistans þegar ódæðið var framið. Um sjálfsmorðs- sprengjutilræði var að ræða og létu þar að minnsta kosti fimmtán aðrir lífið. Íslamskir öfgamenn, bandamenn tali- bana, voru taldir standa á bak við ódæðið. Pervez Musharraf, fordæmdi verknaðinn strax og hvatti til stillingar. Þjóðarleiðtogar heimsins sendu þjóðinni sam- úðarkveðjur. Þeirra á meðal var forseti Íslands, herra Ólafur Ragnar Grímsson. Í ummælum flestra leiðtoganna var lof borið á hugrekki Bhutto og hversu staðráðin hún var í að berjast fyrir lýðræðisumbótum í landi sínu. ÞETTA GERÐIST: 27. DESEMBER 2007 Benazir Bhutto ráðin af dögum Nokkur styr hefur staðið um Háskól- ann á Bifröst og hugsanlega samein- ingu hans og Háskólans í Reykjavík. Sameiningin var að lokum blásin af og nýr rektor ráðinn frá og með 1. janúar. Sú sem valdist til starfans er Bryndís Hlöðversdóttir, dósent og deildarfor- seti lagadeildar við Bifröst og fyrrver- andi alþingiskona. Ráðningin átti sér ekki langan aðdraganda en verkefnið var of spennandi til að hafna því að hennar mati. „Tækifærin koma ekki alltaf þegar maður pantar þau. Ég var búin að taka aðra stefnu í lífinu, hafði nýlega hafið doktorsnám við Óslóarháskóla og ætl- aði að einbeita mér að því á næstu árum og rannsóknum því tengdu,“ segir Bryndís, en námið sneri að eft- irliti Alþingis með framkvæmdarvald- inu, en viðfangsefnið hefur verið hug- arefni hennar síðan hún sat á Alþingi. „Það fær að bíða en verkefnið núna er mjög spennandi og ég mæti því full af bjartsýni.“ Verkefnið sem bíður Bryndísar er ærið, skólinn á tímamótum og ekki allir á eitt sáttir með hvernig samn- ingaviðræðurnar fóru. „Það kom bara mjög skýr krafa úr baklandi skól- ans að hann starfi áfram sem sjálf- stæð eining í Borgarfirði. Við fundum fyrir gríðarlega miklum áhuga og vel- vild í garð skólans í hollvinahópi okkar meðan á samningaviðræðunum stóð. Hópurinn lýsti í raun miklum vilja til að koma að því að efla skólann bæði faglega og fjárhagslega sem sjálf- stæða einingu.“ Bryndís vill geyma allar stefnu- yfirlýsingar þar til hún hefur form- lega tekið við skólanum, en segir þó að námsframboðið verði með svipuð- um hætti og hefur verið en áherslur og sérstaða skólans verði skerpt. „Skól- inn byggir á rótgrónum aðferðum við að koma fræðslunni á framfæri sem hefur sannað sig,“ segir hún. Nú stunda 1.100 nemendur nám við Bifröst í öllum deildum, bæði í Borg- arnesi og í fjarnámi. Skólinn er því ekki stór en í því felst styrkur að mati Bryndísar. „Við getum gert margt með litlum hópum sem ekki væri hægt í 200 manna hópum. Hér er líka þétt sam- félag, því skólinn er ekki síður sam- félag en bara menntastofnun. Margt fjölskyldufólk sem er að snúa aftur til náms hefur kosið að koma hingað vegna þess að hér er rólegt og stutt í alla þjónustu og mun auðveldara en að vera í skutlinu og stressinu í borginni,“ segir Bryndís. „Ég hef heyrt nemend- ur okkar segja að Bifröst sé eiginlega kreppufrítt svæði vegna þess að hér sé svo mikil ró. Allir séu að einbeita sér að því sama, sem er að vera í skól- anum, sem er ákjósanlegt að mörgu leyti.“ tryggvi@frettabladid.is BRYNDÍS HLÖÐVERSDÓTTIR: TEKUR VIÐ REKTORSSTÖÐUNNI Á BIFRÖST Kreppufrítt svæði á Bifröst BRYNDÍS HLÖÐVERSDÓTTIR Verðandi rektor á Bifröst segir að fallið hafi verið frá öllum áform- um um sameiningu skólans við Háskólann í Reykjavík, enda hafi krafan úr samfélaginu verið skýr um áframhaldandi sjálfstætt starfandi Bifröst. FRÉTTABLAÐIÐ/GVA Elskulegur eiginmaður minn, faðir, tengdafaðir og afi Jónas Helgason frá Stórólfshvoli, Núpalind 4 í Kópavogi, verður jarðsunginn frá Áskirkju miðvikudaginn 29. desember kl. 15.00. Guðrún Árnadóttir Særún Jónasdóttir Kjartan Sigurðsson Helgi Jónasson Bodil Mogensen og barnabörn Eiginmaður minn, sonur, faðir, tengdafaðir og afi Jón Smári Friðriksson Grundargerði 5e Akureyri, lést að heimili sínu miðvikudaginn 15. desember. Útför hans fer fram frá Akureyrarkirkju miðvikudaginn 29. desember kl. 13.30. Blóm og kransar eru vinsam- legast afþakkaðir en þeim sem vilja minnast hans er bent á að láta Heimahlynningu á Akureyri og Krabbameinsfélag Akureyrar njóta þess. María Daníelsdóttir Dýrleif Jónsdóttir Dýrleif Jónsdóttir Ármann Guðmundsson Kolbrún Jónsdóttir Kristinn Hreinsson Guðrún Jónsdóttir Sölvi Ingólfsson Rúnar Jónsson Brynja Rut Brynjarsdóttir og barnabörn Ástkær eiginmaður minn, faðir okkar, tengdafaðir, afi og langafi, Einar Gunnarsson stýrimaður, Eyrarholti 6, 220 Hafnarfirði, andaðist að heimili sínu sunnudaginn 19. desember. Útför hans fer fram frá Víðistaðakirkju í Hafnarfirði þriðjudaginn 28. des. kl. 13.00. Sólveig Guðmundsdóttir Sigríður Einarsdóttir Þórir Úlfarsson Gunnar Einarsson Sigríður Erla Guðmundsdóttir Sigurveig Sjöfn Einarsdóttir Kristján Sigurðsson Þór Jakob Einarsson Halldóra Einarsdóttir Guðmundur Sveinbjörnsson Málfríður Hrund Einarsdóttir Þór Sigurðsson barnabörn og barnabarnabörn. Elskulegur faðir okkar, tengdafaðir, afi, langafi og bróðir Halldór Bjarnason Hjúkrunarheimilinu Mörk, lést á Landspítalanum, Fossvogi aðfaranótt laugar- dagsins 18. desember. Útförin fer fram frá Langholts- kirkju, miðvikudaginn 29. desember kl. 15.00. Bjarni H. Johansen Sigurlaug Halldórsdóttir Helga Halldórsdóttir Anna Björk Bjarnadóttir Tómas Holton Guðrún Harpa Bjarnadóttir Erlendur Pálsson Ragnheiður Lilja Bjarnadóttir Halldór Heiðar Bjarnason Lilián Pineda Guðjón Már Magnússon Sigrún Ásta Magnúsdóttir Steinar Már Sveinsson Hákon Örn Magnússon langafabörn og systkini hins látna. Á dögunum var hátíðleg stund meðal forskólanemenda Tón- skóla Sigursveins á sérstakri jólastund í sal skólans, þegar Ágústu Bergrós Jakobsdóttur, átta ára tónskólanemanda, var afhent sérstök viðurkennig frá Hörpu, en teikning hennar af tónlistarhúsinu var valin til að skreyta jólakort sem Harpa sendir frá sér um þessi jól. Tilurð jólakortsins var sú að forskólanemendur Elfu Lilju Gísladóttur hjá Tónskóla Sigursveins fengu það verkefni að teikna tónlistarhúsið Hörpu og reyndist þrautin þyngri að velja úr öllum þeim glæsilegu og litríku tillögum sem bárust. Allir nemendur fengu jólaglaðning frá Hörpu sem þakklæt- isvott fyrir þátttökuna. Himnesk barnajól Hörpu SIGURVEGARI Steinunn Birna Ragnarsdóttir, tónlistarstjóri Hörpu, afhenti stoltri Ágústu Bergrós viðurkenningu fyrir fegursta jólakortið í ár. FRÉTTABLAÐIÐ/VILHELM SANNKALLAÐ LISTAVERK Teikning Ágústu Bergrósar hefur yfir sér töfraljóma þar sem himinninn ljómar yfir litríkri Hörpu og jólatré, snjókorn og snjókarl svífa um loftin.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56

x

Fréttablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.