Fréttablaðið - 27.12.2010, Blaðsíða 48

Fréttablaðið - 27.12.2010, Blaðsíða 48
 27. desember 2010 MÁNUDAGUR36 sport@frettabladid.is 17 DAGAR GRÆNLENDINGAR eru ekki beint þekktir fyrir afrek sín á handboltavellinum en Grænland hefur engu að síður tekið þátt í HM þrisvar sinnum. Því geta þjóðir eins og Úkraína, Kína, Makedónía, Búlgaría, Grikkland, Ítalía og Holland ekki státað af. Skráning er hafin á www.flugskoli.is Flugfreyju- og f lugþjónanám 10 vikna kvöldnámskeið hefst í janúar 2011 www.f lugskoli.is FÓTBOLTI Þótt stuðningsmenn Manchester City hafi enn ekki tekið Carlos Tevez fullkomlega í sátt þá steig Argentínumaðurinn skref í átt að því í gær. Tevez var lykillinn að sigri City á Newcastle 3-1. Hann lagði upp fyrsta mark- ið fyrir Gareth Barry og kom svo sjálfur City í 2-0. Newcastle minnkaði muninn og átti nokkrar hættulegar sóknir áður en Tevez innsiglaði sigur heimamanna með sínu öðru marki. Roberto Mancini, stjóri City, eyddi þó meira púðri í að hrósa James Milner sem átti stjörnu- leik. „Það er erfitt að kljást við Newcastle. Þeir leita mikið að Andy Carroll en mér fannst við ná að verjast honum vel þrátt fyrir markið sem hann skoraði. Það var mikilvægt að ná þessum sigri og allir stóðu sig vel. En sá sem skar- aði fram úr var James Milner,“ sagði Mancini eftir leik. „Við eigum fjóra leiki á tíu dögum og ljóst að ég verð að gera nokkuð mikið af breytingum fyrir næsta leik. Nú reynir mikið á breidd leikmannahópsins.“ Alan Pardew, stjóri Newcastle, segir að slæm byrjun hafi gert það að verkum að hans lið tapaði. „Ef við hefðum byrjað leikinn eins og við eigum að gera á heimavelli hefðum við getað unnið þennan leik. Það er samt erfitt að mæta jafn sterku liði og Manchester City er,“ sagði Pardew. - egm Argentínumaðurinn Carlos Tevez var lykillinn að sigri City á Newcastle: Tevez færist nær fyrirgefningu MAÐUR MEÐ SNUÐ Tevez fagnaði með því að stinga upp í sig snuði. NORDIC PHOTOS/GETTY IMAGES FÓTBOLTI Dimitar Berbatov var settur á bekkinn hjá Man. Utd eftir að hafa skorað fimm mörk í leiknum þar á undan. Hann kom aftur í lið United í gær gegn Sund- erland og svaraði fyrir sig með því að skora tvö mörk og tryggja Unit- ed þrjú stig. Hann er nú búinn að skora 13 mörk í vetur og United hefur ekki tapað í 17 leikjum í röð í deildinni. Þó svo Berbatov hafi skorað tvö mörk horfa margir til þess að Wayne Rooney tókst ekki að skora en stuðningsmenn félagsins bíða enn eftir því að enski framherj- inn reimi á sig markaskóna eftir að hafa þvingað fram risasamning við félagið. Sir Alex Ferguson, stjóri Man. Utd, hefur þó litlar áhyggjur af markaþurrð framherjans. „Hann átti tvær góðar tilraunir í þessum leik. Hann var mjög óhepp- inn með vippuna sína í leiknum og svo varði markvörðurinn vel frá honum. Hann er alltaf að styrkj- ast og færast nær sínu gamla formi. Það mikilvæga er að hann spili vel,“ sagði Ferguson en hans lið lék vel í gær og hefði að ósekju mátt vinna með meiri mun. „Ég var vonsvikinn að vera aðeins 1-0 yfir í hálfleik. Við óðum í færum og skutum í markstang- irnar á milli þess sem markvörð- urinn þeirra varði vel. Þetta var mjög spennandi fótbolti hjá okkur en síðan virtumst við setja í þriðja gír. Berbatov var góður en hann hefði hæglega getað skorað fjögur eða fimm mörk miðað við færin sem hann fékk í leiknum,“ sagði Ferguson en United mætir Birm- ingham á morgun en leikmenn Birmingham verða úthvíldir þar sem leik þeirra í gær var frestað. „Liðið er komið í gott form. Spilamennskan í síðustu leikjum hefur verið hressileg og við erum að ná upp þeim stöðugleika sem við erum þekktir fyrir. Sérstaklega er kominn góður stöðugleiki í varn- arleikinn hjá okkur og það veit á gott. Við munum mæta fersku liði Birmingham og það er alltaf erf- itt að sækja liðið heim. Við erum meðvitaðir um það. Ég mun gera smávægilegar breytingar á liðinu svo liðið verði ferskt.“ Steve Bruce stýrir liði Sunder- land og hann þekkir vel til á Old Trafford eftir að hafa leikið með félaginu í mörg ár. Honum líst vel á lið Ferguson þessa dagana. „Ég hef heyrt því fleygt að Unit- ed sé ekki að spila vel. Liðið hefur samt ekki tapað leik í hálft ár. Það er ekki amalegt hjá liði sem þykir ekki spila vel,“ sagði Bruce. „United er á toppi deildarinnar og á leiki inni. Sagan segir okkur síðan að United spilar alltaf betur eftir áramót. Ég myndi ekki veðja gegn því að United myndi standa uppi sem meistari.“ Eiður Smári Guðjohnsen sat á tréverkinu hjá Stoke City í gær eins og venjulega er liðið vann góðan sigur á Blackburn. Stjóri liðsins, Tony Pulis, var að vonum himinlifandi með sigur sinna manna. „Það var erfitt að sætta sig við tapið gegn Blackpool um daginn og það var þeim mun mikilvægara að fá jákvæð úrslit í þessum leik og mér fannst við eiga sigurinn skil- inn,“ sagði Pulis. „Við vorum ekki nógu beittir í fyrri hálfleik en stigum upp í þeim síðari. Ég get því ekki verið annað en kátur.“ Steve Kean var að stýra Black- burn í fyrsta skipti og hann hefur þegar tekið fyrirliðabandið af Christopher Samba sem vill kom- ast frá félaginu þar sem Sam All- ardyce var rekinn sem stjóri liðs- ins. „Christopher gat ekki leikið vegna meiðsla en ef hann hefði spilað þá hefði hann ekki verið fyr- irliði. Ég get ekki verið með fyrir- liða sem vill ekki vera hjá félag- inu. Ef honum snýst hugur þá endurskoðum við kannski málið,“ sagði Kean. Mark Hughes á undir högg að sækja hjá Fulham og stuðnings- menn félagsins kröfðust þess að hann yrði rekinn í gær er Fulham tapaði gegn West Ham. Fulham hefur nú leikið átta leiki í röð án þess að vinna. „Þegar við töpum heimaleikjum þá hafa stuðningsmennirnir full- an rétt á því að láta í sér heyra. Ég held samt að meirihluta stuðn- ingsmannanna skilji hvað við erum að reyna að gera með þetta lið. Það tekur sinn tíma og menn verða að sýna þolinmæði. Þetta er samt leiðinlegt því við erum klár- lega með betra lið en taflan sýn- ir,“sagði Hughes. henry@frettabladid.is Berbatov afgreiddi Sunderland Dimitar Berbatov skoraði bæði mörk United gegn Sunderland í gær og hefði hæglega getað skorað fjögur eða fimm mörk í leiknum. United hefur ekki enn tapað leik í deildinni og situr í góðri stöðu á toppnum. HEITIR SAMAN Berbatov virðist spila betur með Rooney á vellinum og Rooney lagði upp fyrra mark Berbatovs í gær. NORDIC PHOTOS/GETTYIMAGES Enska úrvalsdeildin: ASTON VILLA - TOTTENHAM HOTSPUR 1-2 0-1 Rafael van der Vaart (23.), 0-2 Rafael van der Vaart (66.), 1-2 Marc Albrighton (81.). BLACKBURN ROVERS - STOKE CITY 0-2 0-1 Robert Huth (50.), 0-2 Marc Wilson (92.). BOLTON - WEST BROMWICH ALBION 2-0 1-0 Matthew Taylor (39.), 2-0 Johan Elmander (85.). FULHAM - WEST HAM UNITED 1-3 1-0 Zoltan Gera (10.), 1-1 Carlton Cole (36.), 1-2 Frederic Piquionne (45.), 1-3 Carlton Cole (72.). MANCHESTER UNITED - SUNDERLAND 2-0 1-0 Dimitar Berbatov (4.), 2-0 Dimitar Berbatov (56.). NEWCASTLE UNITED - MANCHESTER CITY 1-3 0-1 Gareth Barry (1.), 0-1 Gareth Barry (1.), 0-2 Carlos Tevez (4.), 1-2 Andy Carroll (71.), 1-3 Carlos Tevez (81.). WOLVES - WIGAN ATHLETIC 1-2 0-1 Hugo Rodallega (8.), 0-2 Tom Cleverley (19.), 1-2 Steven Fletcher (86.) STAÐAN: Man. United 17 10 7 0 38-16 37 Man. City 19 10 5 4 28-16 35 Arsenal 17 10 2 5 34-19 32 Chelsea 17 9 4 4 31-12 31 Tottenham 18 8 6 4 27-23 30 Bolton 19 7 8 4 32-25 29 Sunderland 19 6 9 4 21-20 27 Stoke City 18 7 3 8 23-22 24 Newcastle 18 6 4 8 28-29 22 Liverpool 17 6 4 7 21-22 22 Blackpool 16 6 4 6 24-29 22 WBA 18 6 4 8 24-31 22 Blackburn 19 6 4 9 23-30 22 Everton 18 4 9 5 20-21 21 Aston Villa 18 5 5 8 20-30 20 Wigan Athletic 18 4 7 7 15-29 19 Birmingham 17 3 9 5 17-20 18 Fulham 18 2 10 6 17-23 16 West Ham 19 3 7 9 19-32 16 Wolves 18 4 3 11 19-32 15 NÆSTU LEIKIR: Arsenal-Chelsea Mán. 27. desember Man. City-Aston Villa Þri. 28. desember Stoke-Fulham Þri. 28. desember Sunderland-Blackpool Þri. 28. desember Tottenham-Newcastle Þri. 28. desember WBA-Blackburn Þri. 28. desember West Ham-Everton Þri. 28. desember Birmingham-Man. Utd Þri. 28. desember Chelsea-Bolton Mið. 29. desember Wigan-Arsenal Mið. 29. desember Liverpool-Wolves Mið. 29. desember MARKAHÆSTIR: Dimitar Berbatov, Man. Utd 13 mörk Carlos Tevez, Man. City 12 Andy Carroll, Newcastle 11 Tim Cahill, Everton 9 Johan Elmander, Bolton 9 Samir Nasri, Arsenal 8 Kevin Nolan, Newcastle 8 Rafael van der Vaart, Tottenham 8 ÚRSLIT FÓTBOLTI Hollendingurinn Rafael van der Vaart var enn eina ferð- ina hetja Tottenham er liðið lagði Aston Villa, 2-1, á útivelli þrátt fyrir að vera manni undir í rúman klukkutíma. „Við vissum alltaf að þetta yrði erfitt enda er Villa með gott lið. Það var frábært að ná útisigri með aðeins tíu leikmönnum. Þetta var gríðarlega erfitt en við stóð- um okkur vel og börðumst fram á síðustu mínútu,“ sagði Hollending- urinn sem var sérstaklega ánægð- ur með seinna markið. „Seinna markið var gríðarlega mikilvægt og þá fékk ég á tilfinninguna að við myndum vinna.“ - hbg Tottenham sýndi mikinn styrk gegn Aston Villa: Villa réð ekki við tíu leikmenn Spurs SJÁUMST Jermain Defoe fékk að líta rauða spjaldið í gær en það kom ekki að sök. NORDIC PHOTOS/GETTY IMAGES
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56

x

Fréttablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.