Fréttablaðið - 27.12.2010, Blaðsíða 24

Fréttablaðið - 27.12.2010, Blaðsíða 24
 27. desember 2010 MÁNUDAGUR2 „Við Veraldarvinir erum nú með áttatíu manna alþjóðlegan hóp sjálfboðaliða sem ætlar að dvelja hér um jól og áramót. Hópurinn mun fara inn á dvalarheimili aldr- aðra með smá skemmtidagskrá auk þess sem hann hefur staðið vaktina og gefið vegfarendum á Laugavegi heitt súkkulaði undanfarin kvöld,“ segir Þórarinn Ívarsson, fram- kvæmdastjóri Veraldarvina. „Við höfum lagt áherslu á það í gegnum tíðina að vinna að umhverfisverkefnum,“ segir Þór- arinn. „En í ár fórum við út í fjöl- breyttari verkefni. Við höfum sinnt betur verkefnum sem tengj- ast fræðslu og skemmtun. Þessi hópur samanstendur af fólki alls staðar að úr heiminum, hér eru einstaklingar frá 22 þjóðlönd- um. Þeir komu hingað til að vinna að þessum tveimur verkefnum, skemmtunum á dvalarheimilum aldraðra og kakóútdeilingunni á Laugaveginum. Kakóútdeiling- in er búin núna en á milli jóla og nýárs fara þau á nokkur dvalar- heimili með skemmtidagskrá sem þau hafa æft stíft.“ Veraldarvinir reka verslun á Hverfisgötu 59 og taka auk þess á móti frjálsum framlögum. Í hvað fara peningarnir? „Við erum núna að safna fyrir verkefni sem Ver- aldarvinir standa fyrir á eyjunni Tierra Bomba í Karíbahafinu undan ströndum Kólumbíu,“ segir Þórarinn. „Á eyjunni er gríðar- leg fátækt og er markmið Verald- arvina að létta undir með íbúum eyjunnar sem eru fjögur þúsund talsins. Við munum til að mynda ráðast í gerð brunna næsta sumar en á eyjunni er ekkert ferskt vatn í dag. Menntun íbúa er mjög ábóta- vant og lítið sem bíður unga fólks- ins í framtíðinni annað en vændi og önnur sölumennska.“ Þessi hópur sjálfboðaliða er sá stærsti sem hingað hefur komið á vegum Veraldarvina. Kom það ekkert á óvart að svo margir vildu koma til fjarlægs lands um jólin? „Við byrjuðum með þetta verkefni um jólin í fyrra,“ segir Þórarinn. „Þá komu hingað 35 sjálfboðalið- ar svo þessi mikli fjöldi núna kom svolítið flatt upp á okkur. En það er greinilegt að Ísland hefur mikið aðdráttarafl, líka um jól og ára- mót. Ég er sannfærður um að það væri hægt að laða hingað miklu fleiri ferðamenn á þessum árstíma en gert er.“ fridrikab@frettabladid.is Sjálfboðaliðar frá tuttugu og tveimur þjóðlöndum Áttatíu manns frá 22 þjóðlöndum dvelja á Íslandi yfir jól og áramót á vegum Veraldarvina. Þeir hafa skenkt vegfarendum á Laugavegi kakó fyrir jólin og munu skemmta á dvalarheimilum næstu daga. Þórarinn Ívarsson ásamt hópi sjálfboðaliða Veraldarvina. FRÉTTABLAIÐ/STEFÁN Jeppa- og vélsleðafólk sem á leið um Landmannalaugar og Veiðivötn um jólin getur nú nýtt bæði farsíma og tölvur til gagnaflutninga. Ástæðan er sú að Síminn hefur gangsett nýja 3G-farsímastöð á Snjóöldu. Öll trúarbrögð, lönd og menningarsvæði hafa sín tímatöl og oft- ast eru áramótin mikilvægur þáttur í menningarhefðinni. Gjarnan fylgja stórar hátíðir áramótunum sem geta staðið yfir í marga daga fyrir eða eftir áramótin. Þau eru stundum tengd árstíðum og bygg- ir tímasetning þeirra á trúarlegum grunni. Heimild: www.wikipedia.org Þú færð Fréttablaðið á kostnaðarverði á 120 stöðum um land allt. Nánari upplýsingar á visir.is/dreifing Þú getur alltaf lesið Fréttablaðið frítt á Vísi eða fengið sendan daglegan tölvupóst með blaði dagsins. Nánari upplýsingar á: visir.is/dreifing FRÉTTABLAÐIÐ Á NETINU STÆRSTI HÚSNÆÐISVEFUR LANDSINS ...ég sá það á Vísi Ótrúlegt úrval íbúða til sölu eða leigu!
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56

x

Fréttablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.