Fréttablaðið - 27.12.2010, Blaðsíða 33

Fréttablaðið - 27.12.2010, Blaðsíða 33
MÁNUDAGUR 27. desember 2010 7 Umhverfi s- og samgöngusvið Reykjavíkurborgar er eitt af fagsviðum borgarinnar og samanstendur af skrifstofum Samgöngumála, Neyslu og úrgangs og Náttúru og útivistar, auk Staðardagskrár 21, Bílastæðasjóði og Heilbrigðiseftirliti Reykjavíkur sem skiptist í tvær deildir: Umhverfi seftirlit og Matvælaeftirlit auk þess sem Heilbrigðiseftirlitið sér um vöktun umhverfi sgæða og hundaeftirlit. Leiðarljós Heilbrigðiseftirlits Reykjavíkur er að tryggja borgar- búum heilnæm lífsskilyrði og vernda heilnæmt og ómengað umhverfi . Starf í boði er hjá Umhverfi seftirliti sem sér um eftirlit með hollustuháttum og mengunarvörnum í fyrirtækjum og stofnunum, útgáfu starfsleyfa, umsagnir, fræðslu og sinnir kvörtunum, ásamt öðrum verkefnum. Deildarstjóri er næsti yfi rmaður. Starfi ð felst m.a. í: • Að hafa reglubundið eftirlit með starfsleyfi sskyldum fyrirtækjum í samræmi við lög nr. 7/1998 um hollustuhætti og mengunarvarnir, lög um matvæli nr. 93/1995 og lög nr. 52/1988 um eiturefni og hættuleg efni og reglugerðum skv. þeim. • Að sinna skráningum, skýrslugerð og bréfaskriftum, sinna kvörtunum og annast fræðslu. Beita þvingunarúrræðum í samráði við deildarstjóra. • Sinna öðrum verkefnum samkvæmt fyrirmælum deildarstjóra. • Að vinna með hópi sérfræðinga Heilbrigðiseftirlitsins. Menntunar- og hæfniskröfur: • Háskólamenntun á sviði heilbrigðisvísinda, raunvísinda, umhverfi sfræða eða sambærileg menntun. • Afburðahæfni í mannlegum samskiptum, sveigjanleiki og samstarfshæfni. Viðkomandi þarf að geta unnið vel undir álagi. • Jákvæðni, samviskusemi og vilji til að takast á við fjölbreytt og krefjandi verkefni. • Sjálfstæði, frumkvæði og skipulagshæfi leikar. • Réttindi til að starfa sem heilbrigðisfulltrúi eru æskileg. Launakjör eru samkvæmt kjarasamningum viðkomandi stéttarfélaga og Reykjavíkurborgar. Nánari upplýsingar veitir Rósa Magnúsdóttir, deildarstjóri Umhverfi seftir- lits, Heilbrigðiseftirlits Reykjavíkur hjá Umhverfi s- og samgöngusviði Reykjavíkurborgar, Borgartúni 12-14, frá kl. 9-16 í síma 411 1111. Umsóknir skulu berast til deildarstjóra Umhverfi seftirlitsins, Borgartúni 12-14, 105 Reykjavík, netfang rosa.magnusdottir@reykjavik.is eigi síðar en 10. janúar 2011. Reykjavík 27. desember 2010. Umhverfi s- og samgöngusvið Reykjavíkurborgar/ Heilbrigðiseftirlit Reykjavíkur. Tide Buss er eitt af stærri rútu og strætisvagna félögum í Noregi sem einnig sérhæfir sig í ferju og fjarðarsiglin- gum í Noregi , sem og allri almennri ferðaþjónustu. Félög innan Tide hafa ca 3500 starfsmenn, 1300 rútur og strætisvagna , ásamt 80 ferjum og hraðbátum. Félagið hafði veltu uppá 3,5 milljarða nrk árið 2009. Tide Buss er skráð á Osló hlutabréfamarkaðnum. Tide Buss er dótturfélag Tide ASA. Tide Buss sér einnig um áætlunnar akstur í Hordaland, Nord – Rogaland og Danmörku , ásamt því að sér félagið um skipulagðar hraðferðir og rútuferðir. Félagið er með veltu uppá 1.9 milljarða nrk og er með 2300 starfsmenn. Tide Buss er eigandi af dótturfélaginu Tide Buss Danmark og Tide Buss Haugasund og tekur virkan þátt í allri samkeppni og útboðum í Noregi. Félagið hefur öll réttindi er varða ISO 9001. Tide Buss i Bergen óskar eftir fleiri Íslenskum STRÆTISVAGNABÍLSTJÓRUM Tide Buss í Fana sem er staðsett í suður Bergen óska eftir strætisvagnabílstjórum í 100 % starf. Umsóknaraðilar verða að hafa réttindi með ökuskírteini D (meirapróf) Starfsstöð okkar hjá Tide Buss Fana er með ca 120 nýja strætisvagna og eru starfsmenn ca 250. Margir af okkar starfsmönnum koma frá Íslandi. Tide Buss er félag í miklum vexti og vonumst við eftir að fá fleiri nýja starfsmenn frá Íslandi til okkar. Við leitumst eftir að þú: Getir starfað sjálfstætt og haft frumkvæði. Hafir vilja og getu til að vinna á krefjandi vinnustað. Hafir áhuga á því að vinna með öðru fólki. Hafir ríka þjónustulund. Hafir skilning á dönsku eða norsku og sért tilbúin að læra norsku. Við getum boðið þér uppá góðan vinnustað og góða möguleika til að vaxa í starfi hjá félaginu. Allar nánari upplýsingar getur þú fengið hjá Starfsman- nastjóra Trond Knoop í síma +47 950 82 888. Umsóknin þarf að skilast á dönsku/norsku eða ensku og sendist á jobb@tide.no. Viðtöl við umsækjendur verða í Reykjavík eftir nánara samkomulagi. tide.no Fræðslusvið Hafnarfjarðar Skólastjóri grunnskóla Staða skólastjóra Hraunvallaskóla er laus til umsóknar. Í Hraunvallaskóla er sérstök áhersla lögð á samvinnu leik- og grunnskóla en þar eru nemendur á báðum skólastigum og tveir skólastjórar. Í skólanum er starfað samkvæmt hugmyndafræði hins opna skóla, einstaklingsmiðuðu námi og fjölbreyttum kennsluháttum. Þá er mikil áhersla lögð á samvinnu, teymisvinnu, skapandi hugsun og starfsgleði. Menntunar- og hæfniskröfur: • Kennarapróf og kennslureynsla • Framhaldsmenntun á sviði stjórnunar og/eða uppeldis- eða kennslufræði • Frumkvæði og skipulagshæfileikar • Hæfni í mannlegum samskiptum • Sé reiðubúinn að leita nýrra leiða í skólastarfi • Hafi reynslu og/eða menntun til að leiða skóla- starfið í átt að einstaklingsmiðuðu námi og opnum skóla Umsókn skal fylgja greinargóð skýrsla um störf umsækjanda og menntun, stjórnunarreynslu og hver þau verkefni sem hann hefur unnið við og varpað geta ljósi á færni hans til að sinna skólastjórastarfi. Upplýsingar um starfið veitir Magnús Baldursson, sviðsstjóri fræðslusviðs í síma 585 5800, netfang magnusb@hafnarfjordur.is Umsóknir berist Skólaskrifstofu Hafnarfjarðar, Strandgötu 31, 220 Hafnarfjörður fyrir 31. desember 2010. Ráðið verður í stöðuna frá og með 1. apríl 2011 eða eftir nánara samkomulagi. Í samræmi við jafnréttisstefnu Hafnarfjarðar eru karlar jafnt sem konur hvattir til að sækja um stöðuna. Laun og kjör eru samkvæmt samningum KÍ og launanefndar sveitarfélaga. Sviðsstjóri fræðslusviðs Starfsfólk vantar á heimili fyrir geðfatlaða Félagsþjónustan í Hafnarfirði óskar eftir að ráða til starfa starfsfólk í félagslega liðveislu við heimili geð - fatlaðra í Hafnarfirði. Félagsleg liðveisla Starfið felur í sér að aðstoða skjólstæðinga við að öðlast félagslega færni og auðvelda þátttöku í dag- legu lífi. Um vaktavinnu er að ræða. Starfið gerir kröfu til jákvæðs viðmóts, mannúðlegra viðhorfa og góðra hæfileika í mannlegum sam- skiptum. Sjálfstæði og frumkvæði í starfi eru nauð- synlegir. Um kaup og kjör fer samkvæmt kjarasamningi Verkalýðsfélagsins Hlífar við launanefnd sveitar- félaga. Karlar jafnt sem konur eru hvattir til að sækja um framangreind störf. Umsóknum skal skilað í þjónustuíbúð á Hverfisgötu 29. 220 Hafnarfjörður eða rafrænt á netfangið rakelr@hafnarfjordur.is.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56

x

Fréttablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.