Fréttablaðið - 27.12.2010, Blaðsíða 8

Fréttablaðið - 27.12.2010, Blaðsíða 8
8 27. desember 2010 MÁNUDAGUR BJÖRGUN Nýgert samkomulag ríkja Norðurskautsráðsins um skipulag leitar- og björgunar á hafsvæð- inu umhverfis Ísland breytir litlu í áætlunum Landhelgisgæslunn- ar að sögn Hrafnhildar Brynju Stefánsdóttur, upplýsingafulltrúa Landhelgisgæslunnar. Hún segir að vitað sé að samningurinn feli í sér ábyrgð á umfangsmiklu svæði en þarfagrein- ing Gæslunnar frá árinu 2007, varðandi tækja- kost til að sinna hlutverki sínu, sé enn í gildi. „Þar kemur fram að við þurfum í raun þrjár þyrlur til að geta sinnt okkar starfi fullkomlega og það hefur ekki breyst.“ Sem stendur er Gæslan þó aðeins með tvær þyrlur til afnota, TF-LIF og TF-GNA, sem er tekin á leigu. Auk þess hefur hún á að skipa tveimur flugvélum og tveim- ur varðskipum, en hið þriðja, Þór, er enn í smíðum í Síle og er vænt- anlegt til landsins undir lok næsta árs. Hrafnhildur segist að sjálfsögðu vonast til þess að úr rætist í þyrlu- málum, en ráðamenn þurfi að taka ákvörðun um það. Fram að því er gott samstarf við grannþjóðirnar mikilvægt, og eitt af lykilatriðum samningsins. „Ef upp kemur tilvik sem kall- ar á meiriháttar leitar- eða björg- unaraðgerðir á þessu stóra haf- svæði erum við ekki nógu vel búin. Við þurfum því að kalla til aðstoð frá nágrannaþjóðunum og erum í miklu sambandi við þær. Danir láta til dæmis alltaf vita af því ef þeir eru á ferðinni við landið og eru tilbúnir til að aðstoða okkur, sem þeir hafa gert ef staðið hefur illa á með viðgerðir á þyrlum hjá okkur.“ Með góðri samvinnu er því tryggt að fram að því að Gæslan verði fullbúin tækjum muni við- bragðsgeta innan umráðasvæðis Íslands vera viðunandi. „Það gera sér líka allir grein fyrir að þetta snýst um samvinnu. Ekkert eitt ríki getur farið í björg- unaraðgerðir á þessu stóra svæði heldur þarf alltaf að kalla til fleiri.“ bætir Hrafnhildur við. Ásgrímur L. Ásgrímsson, yfir- maður stjórnstöðvar Landhelgis- gæslunnar, sat samningafundina hjá Norðurskautsráði og segir í raun enga þvingun felast í samn- ingnum. Þar sé fyrst og fremst verið að skerpa á ýmsum þáttum í viðbragðsferlinu. „Í samningnum felst skuldbind- ing fyrir hvert ríki um að gera sitt besta miðað við aðstæður hverju sinni.“ thorgils@frettabladid.is Gæslan þarf þriðju þyrluna til að geta sinnt starfi sínu Landhelgisgæslan þarf þrjár þyrlur til að geta sinnt hlutverki sínu fullkomlega, en hefur tvær til umráða. Nágrannaríkin aðstoða við að uppfylla skyldur vegna samnings um leit og björgun norður í hafi. HRAFNHILDUR STEFÁNSDÓTTIR REIÐA SIG Á SAMSTARF Landhelgisgæslan á erfitt með að sinna hlutverki sínu samkvæmt nýjum samningi um leit og björgun sökum vöntunar á þyrlu. Þar til úr rætist mun gæslan reiða sig á aðstoð nágrannaríkjanna. FRÉTTABLAÐIÐ/PJETUR ■ Leitar- og björgunarsvæði Íslands nær yfir um 1,8 milljónir ferkílómetra, sem er meira en tvöfalt stærra en efnahagslögsagan. ■ Hafsvæðið umhverfis Ísland er talið vera eitt það erfiðasta á jörðinni vegna mikillar veðurhæðar, ölduhæðar, ísingar og kulda. Þá skapar rekís hættu fyrir skip norður og norðvestur af landinu og getur hrakið skip nær landi en æskilegt er. Slíkt skapar aukna hættu á að skip verði fyrir áföllum sem leitt geta til mannskaða og alvarlegra umhverfisslysa. ■ Samningur Norðurskautsráðsins þykir marka tímamót þar sem um er að ræða fyrsta sinn sem aðildarríkin átta gera með sér slíkan alþjóða- samning. Ef upp kemur tilvik sem kallar á meiri- háttar leitar- eða björgun- araðgerðir á þessu stóra hafsvæði erum við ekki nógu vel búin. HRAFNHILDUR STEFÁNSDÓTTIR UPPLÝSINGAFULLTRÚI GÆSLUNNAR VÍSINDI Fornmenn sem uppi voru í Síberíu fyrir meira en 30 þúsund árum blönduðust nútíma- mönnum. Þetta sýnir greining á erfðaefni forn- mannanna og frumbyggja eyja norðaustur af Ástralíu, sem sagt er frá í nýjasta hefti vísinda- ritsins Nature. Síberísku fornmennirnir, sem kallaðir eru Denisovans, áttu sameiginlegan forföður með nútímamönnum, rétt eins og Neandertals- menn. Aðeins eru níu mánuðir frá því að vísinda- menn fundu fyrst leifar Denisovans. Þau bein sem hafa fundist til þessa hafa ekki verið stór, aðeins eitt fingurbein og ein tönn hafa verið grafin upp. Denisovans og Neandertalsmenn eiga það sameiginlegt að hafa verið uppi á sama tíma og nútímamenn, og að hafa blandast afmörkuð- um hópum nútímamanna áður en tegundirnar urðu útdauðar. Það kom vísindamönnunum sérstaklega á óvart að síberísku fornmennirnir hafa bland- ast forfeðrum frumbyggja í Melanasíu, eyjum eins og Nýju-Gíneu og Fídji. Bein Denisovans- fornmannanna hafa hingað til aðeins fundist í Denisova-hellinum í Suður-Síberíu. Skyld- leikinn þykir benda til þess að þessi tegund fornmanna hafi verið útbreidd í Asíu fyrir um 45 þúsund árum, þegar forfeður íbúa Melanes- íu komu fyrst til Nýju-Gíneu. Erfðaefni þessara síberísku fornmanna sýnir að þeir áttu sameiginlegan forföður með Neand- ertalsmönnum. Sá átti aftur sameiginlegan for- föður með nútímamanninum. - bj Fornmaður frá Síberíu virðist hafa verið forfaðir eyjarskeggja í Kyrrahafi samkvæmt nýrri rannsókn á erfðaefni: Nýfundin tegund var áður útbreidd í Asíu UPPGRÖFTUR Bein Denisovans-fornmannsins hafa fundist í Denisova hellinum í Síberíu. MYND/MAX PLANCK I.E.A. SAMGÖNGUR Bæjarráð Grindavík- urbæjar mótmælir hugmyndum um vegatolla á Reykjanesbraut og segir auknar álögur í formi vegatolla munu hafa verulega neikvæð áhrif á búsetu, atvinnu- stig, fasteignaverð og fyrirtæki á Suðurnesjum. Á heimasíðu sveitarfélagsins vekur bæjarráð athygli ríkis- stjórnarinnar á því að hún hafi sjálf skilgreint Suðurnes sem hluta af atvinnusvæði höfuðborg- arsvæðisins í tillögu að Sóknar- áætlun 20/20. Bæjarráð Grindavíkurbæj- ar hvetur því samgöngunefnd Alþingis og samgönguráðherra til að endurskoða hugmyndir um vegatolla á Reykjanesbraut. - shá Vegatollum mótmælt: Stjórnin minnt á sóknaráætlun REYKJANESBRAUT Grindvíkingar bætast í stóran mótmælakór. FRÉTTABLAÐIÐ/VILHELM STJÓRNMÁL Norðurlöndin gagn- rýna harðlega illa meðferð á mót- mælendum í Hvíta-Rússlandi vegna forsetakosninganna þar í landi. Bæði Norðurlandaráð og Nor- ræna ráðherranefndin hafa for- dæmt stjórnvöld í Hvíta-Rúss- landi og viðbrögð þeirra við mótmælum eftir endurkjör Alex- anders Lúkasjenkó. Fjöldahand- tökur á stjórnarandstæðingum í landinu eru einnig fordæmd- ar. Halldór Ásgrímsson, fram- kvæmdastjóri ráðherranefnd- arinnar, segir nefndina krefjast þess að allir mótmælendur í Minsk verði tafarlaust látnir lausir. - þeb Norðurlandaráð ályktar: Handtökurnar fordæmdar Ár slaufunnar 2011 1 Hver leikur Lé konung í sam- nefndu leikriti Þjóðleikhússins? 2 Hvaða fyrrverandi einræðisherra var fyrir helgi dæmdur í lífstíðar- fangelsi? 3 Hver ætlar að skrifa ævisögu Völu Grand? SVÖR: Leitar- og björgunarsvæði Íslands 1. Arnar Jónsson. 2. Jorge Videla. 3. Sverrir Stormsker VEISTU SVARIÐ?
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56

x

Fréttablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.