Fréttablaðið - 27.12.2010, Blaðsíða 38

Fréttablaðið - 27.12.2010, Blaðsíða 38
26 27. desember 2010 MÁNUDAGUR BAKÞANKAR Júlíu Margrétar Alexanders- dóttur Þar sem jólin eru hátíð barnanna er barnið í manni oft ansi nærri á þessum árstíma. Án þess að sú sé endilega ætlun- in, rifjast upp glefsur hér og þar – mynd- skeið ekki endilega bara tengd jólum. Misstórir munnbitar hrökkva upp fyrir- varalaust. Ég mundi til dæmis skyndi- lega eftir því í fyrradag þegar faðir minn framkvæmdi það stórkostlega töfrabragð að draga lakkrísreimar út úr naflanum á sér. ÉG er heppin að eiga góðar jólaminning- ar og ég er þakklát þeim sem eiga þar heiður að, foreldrum mínum. Meyr og klökk sem ég er þó fyrir á þessu kvöldi. Þetta eru forréttindi því gleði- tíminn jólin er í reynd oft á tíðum harð- brjósta. Jafnvel þeim sterkustu er hroll- kalt milli skinns og hörunds. Gamlar vondar tilfinningar hola sér niður við jólatréð að því er virðist hundrað árum síðar. Þeir sem burðast með rispuð og úldin, gömul barnajól á bakinu, hrista þau ekki svo auðveldlega af sér. VOND eða góð jól snúast ekki um efnivið þeirra heldur and- ann. Vínandann þá oft á tíðum. Vinur minn hatar jólin, hann fékk nóg af gjöfum en mamma var full. Tók góðan slurk af flöskunum meðan hún matbjó. Það passaði að þegar bjöllurnar hringdu jólin inn var hún farin að henda pökkun- um sínum fram af svölunum. Sjálf get ég aldrei gleymt sumarfríinu á Mallorca, leikfélögum mínum í næstu hótelíbúð, sem földu sig aftast í rútunni í einni skoðunar- ferðinni. Pabbi þeirra, þessi rólyndismaður alla jafna, hafði fengið sér aðeins neðan í því áður en lagt var í hann. Hann öskraði á konuna sína, hótaði fararstjóranum, hló að hinum farþegunum. Þau reyndu að láta sig hverfa af skömm. BÖRNIN geta litlu breytt, þau ráða ekki sínum jólum sjálf. Mörg þurfa að vinna úr vondu jólunum löngu síðar. Djákni, sem ég talaði við fyrir um tveimur árum, sagði mjög algengt að fólk ætti um sárt að binda á þessum tíma vegna minninga. Hann sagði að það hefði gefist mörgum vel að skapa sér jól á eigin forsendum og með öðrum hefðum. Ekki halda í það gamla. Sleppa. Fara jafnvel bara til útlanda, gera eitthvað alveg nýtt en ekki endurvarpa gömlu jólunum á nýja skjáinn. ÞEIR sem eru hins vegar að skapa hátíðina í dag, með börnunum sínum, geta svo haft það bak við eyrað að kannski eru þeir að skapa andrúmsloft sem leitast verður við að endurskapa langt eftir þinn dag. Varla viltu verða eltihrellandi draugur barnanna þinna hver þeirra fullorðinsjól? Flöskujól1 6 7 8 10 13 119 12 15 16 18 21 20 17 14 19 2 3 4 5 krossgáta LÁRÉTT 2. nautasteik, 6. fíngerð líkamshár, 8. fornafn, 9. bókstafur, 11. gelt, 12. sla- gorð, 14. urga, 16. rás, 17. til viðbótar, 18. óðagot, 20. tveir eins, 21. auma. LÓÐRÉTT 1. munnvatn, 3. kringum, 4. græðgi, 5. af, 7. ólaglegur, 10. framkoma, 13. atvikast, 15. sál, 16. iðka, 19. tvö þúsund. LAUSN LÁRÉTT: 2. buff, 6. ló, 8. mér, 9. eff, 11. gá, 12. frasi, 14. ískra, 16. æð, 17. enn, 18. fum, 20. dd, 21. arma. LÓÐRÉTT: 1. slef, 3. um, 4. fégirnd, 5. frá, 7. ófríður, 10. fas, 13. ske, 15. anda, 16. æfa, 19. mm. ■ Pondus Eftir Frode Øverli ■ Gelgjan Eftir Jerry Scott & Jim Borgman ■ Handan við hornið Eftir Tony Lopes ■ Barnalán Eftir Jerry Scott & Rick Kirkman Ekki þarf ég á iPod að halda, ég heyri nú þegar tónlist og læti í hausnum á mér! Hvort heldurðu að sé verra, strekking- arbekkur eða raflost á punginn? Úff! Ég veit alla vega að ég er ekki spenntur fyrir því síðara! Hýðing eða þjóð- dansar? Svipuð þjáning... ég var að skoða myndir heima hjá Haraldi og Selmu í gær. Þrjár vikur á Kanarí kortlagðar út í ystu æsar! Það eina sem hélt mér vakandi var löngunin til að klóra úr mér augun! Ojoj, greyið strák- urinn! Fyrsta vikan var sérstaklega slæm. Bleika vikan. Þá voru nærmyndir af Haraldi í þröngri Speedo-skýlu og í sandölum og brúnum sokkum! Ég grét! Hm. Kannski er smá stuð í kúlurnar ekki svo slæmt eftir allt! Nei, þá veistu alla vega að þú ert á lífi! Á bilinu 1-10, hversu vond lykt er af þessum bol? OJJ! SJÖ! Flott! Hreinlætiskröfur mínar á sumrin leyfa mér að fara aftur í flíkur sem eru undir 7,5! Stundum velti ég fyrir mér hversu gáfulegt það sé að láta Palla þvo af sér sjálfur. Hérna er sérstök hátíðar- rjúpa sem við gerðum í skólan- um. Handa mér? Já. Þú getur borðað hana. Vá! Sko. Búkurinn er kaka og útlimirnir eru úr sælgæti. Namm! En límið kláraðist svo ég varð að líma með munn- vatni. Auglýsing um álagningu vanrækslugjalds árið 2011 Álagning vanrækslugjalds vegna þeirra ökutækja sem skráð eru hérlendis og ekki hafa verið færð til aðalskoðunar frá og með 1. október 2010 hefst 4. janúar 2011. Gjaldið byggir á 37. og 38. gr. reglugerðar nr. 8/2009 um skoðun ökutækja með síðari breytingum, sbr. 67. gr. umferðarlaga nr. 50/1987 með síðari breytingum. Miðast álagning gjaldsins, með þeim undan- tekningum sem tilgreindar eru, við endastaf á skráningar merki ökutækis og leggst það á sem hér segir: 4. janúar á ökutæki með 0 sem endastaf og færa átti til skoðunar í október 2010. 1. apríl á ökutæki með 1 sem endastaf. 3. maí á ökutæki með 2 sem endastaf. 1. júní á ökutæki með 3 sem endastaf. 1. júlí á ökutæki með 4 sem endastaf. 3. ágúst á ökutæki með 5 sem endastaf. 1. september á ökutæki með 6 sem endastaf. 3. október á ökutæki með 7 sem endastaf. 1. nóvember á ökutæki með 8 sem endastaf. 1. desember á ökutæki með 9 sem endastaf. 3. ágúst leggst gjaldið á ökutæki með einkamerki sem ekki enda á tölustaf. 3. október leggst gjaldið á fornbifreiðar, húsbifreiðar, bifhjól, þar með talin fornbifhjól og létt bifhjól, hjólhýsi (fellihýsi) og tjaldvagna. Vanrækslugjald leggst á þau ökutæki sem ekki hafa verið færð til endurskoðunar skv. ákvæðum reglugerðarinnar þegar liðinn er mánuður frá lokum þess mánaðar er ökutækið skyldi fært til endurskoðunar samkvæmt ákvörðun skoðunarmanns. Tveimur mánuðum eftir álagningu vanrækslugjaldsins hefst innheimta þess hafi ökutækið ekki verið fært til skoðunar og gjaldið greitt innan þess tíma. Bolungarvík, 23. desember 2010. Sýslumaðurinn í Bolungarvík Auglýsingasími
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56

x

Fréttablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.