Fréttablaðið - 27.12.2010, Blaðsíða 25

Fréttablaðið - 27.12.2010, Blaðsíða 25
MÁNUDAGUR 27. desember 2010 3 Miðvikudaginn 29. desember hefst söfnun á efni í áramótabrennurnar hjá Reykjavíkurborg. Tekið verður við efni á öllum brennustöðunum frá klukkan 8 um morguninn til klukkan 19 um kvöldið. Þorgrímur Hallgrímsson, brennu- kóngur og rekstrarstjóri á hverfastöð Fram- kvæmda- og eignasviðs borgarinnar, hefur sinnt því starfi í bráðum 30 ár. Hann segir efn- issöfnunina ekki vera tækifæri fyrir fólk til að losa sig við dót úr geymslum. Það eigi ekki allt efni erindi á brennurnar. „Það má einungis fara hreint timbur á brenn- una. Ekkert unnið timbur eins og parket, mál- aðar hillur eða plasthúðaðar innréttingar. Það eru því helst fyrirtæki að koma með vörubretti, umbúðakassa og því um líkt úr hreinu timbri. Það eru mörg ár síðan reglur voru settar um þetta fyrirkomulag og nú er til dæmis harð- bannað að brenna dekkjum eins og var gert hér í gamla daga.“ Starfsmenn hefjast svo handa við að hlaða brennuna og er unnið að því fram á gamlárs- dag en efnissöfnun lýkur á hádegi á gamlárs- dag. Þá er haldinn fundur með brennukóngum borgarinnar þar sem farið er yfir veðurspá og útlit fyrir kvöldið en lögreglan gefur leyfi fyrir brennu ef veðurútlitið er gott. „Það hefur komið fyrir að við höfum orðið að fresta brenn- unum vegna veðurs, fram á kvöld á nýársdag. En það eru nokkur ár síðan það gerðist síðast,“ segir Þorgrímur. Brennustjóri kveikir svo í brennunni klukkan 20.30 á gamlárskvöld ef leyfi hefur fengist. Hlutverk brennustjóra er að vakta brennusvæðið til miðnættis en starfs- menn borgarinnar mæta síðan á svæðið kukk- an tvö á nýársnótt með vatnsbíla og slökkva í brennunni. „Þann þriðja janúar þarf svo að hreinsa allt sem eftir hefur orðið á brennu- svæðinu, svo sem nagla og annað sem liggur eftir,“ segir Þorgrímur. Brennurnar eru misstórar að sögn Þor- gríms en það ræðst af aðstæðum á hverjum stað. Brennurnar í ár verða á sömu stöðum og í fyrra og rétt eins og þá eru stóru brennurnar alls fjórar talsins og þær minni alls fimm. heida@frettabladid.is Hreint timbur á áramótabrennur Brennur eru fastur liður í hátíðahaldi margra um áramót. Undirbúningur að brennunum hefst miðvikudaginn 29. desember þegar starfsmenn Reykjavíkurborgar taka við efni í brennuna. Brennukösturinn er þó ekki ruslahaugur sem henda má hverju sem er á. Brennur eru fastur liður í hátíðahöldum borgarbúa um áramót. FRÉTTABLAÐIÐ/PJETUR BRENNUR Í BORGINNI UM ÁRAMÓT 1) Við Ægisíðu, stór brenna. 2) Við Suðurhlíðar, neðan við Fossvogskirkju- garð, lítil brenna. 3) Geirsnef, stór brenna. 4) Við Suðurfell, lítil brenna. 5) Gufunes, við gömlu öskuhaugana, stór brenna. 6) Kléberg á Kjalarnesi, lítil brenna. 7) Skerjafjörður gegnt Skildinganesi 48-52, lítil brenna. 8) Vestan Laugarásvegar móts við Valbjarnar- völl, lítil brenna. 9) Fylkisbrennan, við Rauðavatn, stór brenna. , Nýársdagur er talinn elsti hátíðisdagur í heimi og má rekja há tíðina allt til Babý- lóníumanna 2000 árum fyrir Krist. Þá voru áramótin 23. mars og fylgdu vorkomu. Í þá daga fögnuðu menn áramótunum í ellefu daga samfleytt. Rómverjar héldu þeim sið að halda áramót. Á dögum Cesars voru þau færð til 1. janúar. Heimild:www. doktor.is Eingön gu tertur ! Kóngurinn verður á staðnum! Opnunartímar: Mánudagur 27.des 10-22 Þriðjudagur 28.des 10-22 Miðvikudagur 29.des 10-22 Gamlársdagur 31.des 10-16
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56

x

Fréttablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.