Fréttablaðið - 27.12.2010, Blaðsíða 4

Fréttablaðið - 27.12.2010, Blaðsíða 4
4 27. desember 2010 MÁNUDAGUR GENGIÐ 23.12.2010 AUGLÝSINGADEILDIR FRÉTTABLAÐSINS – AUGLÝSINGASTJÓRI: Jón Laufdal jonl@frettabladid.is ALMENNAR SÍMI 512-5401: Hendrik Sigurðsson hendrik@frettabladid.is, Guðmundur Steinsson gudmundurs@365.is, Laila Awad laila@365.is, Örn Geirsson orn.geirsson@365.is, Hjördís Zoëga hjordis@frettabladid.is ALLT SÍMI 512-5402: Jóna María Hafsteinsdóttir jmh@365.is, Þórdís Hermannsdóttir thordish@365.is SÉRBLÖÐ SÍMI 512-5016: Sigríður Hallgrímsdóttir sigridurh@frettabladid.is, Hlynur Þór Steingrímsson hlynurs@365.is, Benedikt Freyr Jónsson benediktj@365.is RAÐAUGLÝSINGAR /FASTEIGNIR SÍMI 512-5403: Hrannar Helgason hrannar@365.is, Viðar Ingi Pétursson vip@365.is ÞJÓNUSTUAUGLÝSINGAR SÍMI 512-5407: Sigurlaug Aðalsteinsdóttir sigurlaug@365.is, Arna Rut Kristinsdóttir arnarut@365.is, Guðný Gunnlaugsdóttir gunny@365.is GJALDMIÐLAR KAUP SALA HEIMILD: Seðlabanki Íslands 208,2607 GENGISVÍSITALA KRÓNUNNAR 116,84 117,40 179,91 180,79 153,01 153,87 20,53 20,65 19,482 19,596 17,061 17,161 1,4077 1,4159 178,66 179,72 Bandaríkjadalur Sterlingspund Evra Dönsk króna Norsk króna Sænsk króna Japanskt jen SDR Þú færð Fréttablaðið á kostnaðarverði á 120 stöðum um land allt. Nánari upplýsingar á visir.is/dreifing Þú getur alltaf lesið Fréttablaðið frítt á Vísi eða fengið sendan daglegan tölvupóst með blaði dagsins. Nánari upplýsingar á: visir.is/dreifing FRÉTTABLAÐIÐ Á NETINU Í fréttaskýringu um drög að frumvarpi um breytingu á náttúruverndarlögum síðastliðinn miðvikudag birtust rangar tölur um flatarmál votlendis sem til stendur að vernda. Rétt er að vernda á votlendi yfir 10.000 fermetrum og vötn yfir 1.000 fermetrum. LEIÐRÉTTING FÍLABEINSSTRÖNDIN Nágrannaþjóð- ir Fílabeinsstrandarinnar hafa hótað að beita hervaldi gegn rík- isstjórn Gbagbo, sem heldur enn fast um stjórnartaumana þrátt fyrir að hafa tapað í nýafstöðnum kosningum. 14.000 óbreyttir borgara hafa flúið frá vesturhluta landsins til Líberíu af ótta við hugsanlegt borgarastríð, en flóttamanna- hjálp Sameinuðu þjóðanna býst við allt að 30.000 flóttamönnum þangað ef átök brjótast út. Gbagbo hefur krafist þess að þeir 10.000 friðargæsluliðar sem í landinu eru hverfi á brott en Sameinuðu þjóðirnar hafa neitað. - tg Fólk óttast borgarastyrjöld: Flóttamenn flýja til Líberíu BEÐIST FYRIR Íbúar Abidjan, stærstu borgar Fílabeinsstrandarinnar, báðu fyrir friði á jóladag. NORDICPHOTOS/AFP LÖGREGLUMÁL Íslenskur karlmaður um þrítugt var tekinn með nokkur þúsund e-töflur í Leifsstöð fyrir helgi. Maðurinn var handtekinn við komu sína frá Kaupmannahöfn og voru töflurnar í farangri hans. Hann hefur ekki komið áður við sögu lögreglunnar, en rannsókn málsins stendur yfir. Rannsóknin beinist meðal annars að því hvort fleiri hafi staðið að innflutn- ingnum. Maðurinn hefur verið úrskurðaður í fjögurra vikna gæsluvarðhald. - þeb Handtekinn á Keflavíkurvelli: Með nokkur þús und e-töflur SJÁVARÚTVEGUR Fjölmenni var á bryggjunni í Vestmannaeyjum að morgni aðfangadags til að taka á móti Þórunni Sveinsdóttur VE- 401, nýju togskipi útgerðarfélags- ins Óss ehf., þegar hún sigldi inn í heimahöfn í fyrsta skipti. Flugeldum var skotið upp til að fagna komu skipsins, auk þess sem þrjú önnur skip útgerðarfé- lagsins sigldu út á móti Þórunni og fylgdu henni að bryggju. Skrokkur skipsins var smíð- aður í Póllandi en lokafrágangur fór fram í Danmörku. Vélsmiðjan Þór lagði svo lokahönd á verkið með ísetningu vinnslukerfisins um borð. - bj Margir tóku á móti nýju skipi: Skipinu fagnað með flugeldum JÓLASKIP Þórunn Sveinsdóttir VE-401 sigldi inn í Vestmannaeyjahöfn að morgni aðfangadags. FRÉTTABLAÐIÐ/ÓSKAR P. FRIÐRIKSSON FÉLAGSMÁL Forsvarsmenn Sól- heima í Grímsnesi og Sveitarfé- lagsins Árborgar munu funda um stöðu Sólheima á morgun. Á fund- inum mun koma í ljós hvort vilji er til þess af beggja hálfu að halda rekstrinum óbreyttum áfram. „Við munum ræða stöðuna, fara yfir hvaða ákvarðanir fram- kvæmdastjórn Sólheima hefur tekið um hvernig þeir hyggjast koma þessu máli áfram. Ef þeir hafa áhuga á að sinna rekstrinum þarna áfram munum við væntan- lega hefja samningaviðræður,“ segir Ásta Stefánsdóttir, fram- kvæmdastjóri Sveitarfélagsins Árborgar. Óvissa hefur verið um rekstur Sólheima eftir áramót, þegar málaefni fatlaðra færast frá ríki til sveitarfélaga. Fram að þessu hafa forsvarsmenn Sólheima ekki viljað að málefni þessarar sjálfs- eignarstofnunar flytjist frá ríkinu til sveitarfélagsins. Ásta segir ekki líklegt að sam- komulag takist um áframhaldandi rekstur á fundinum á morgun. Lík- legra sé að reynt verði að ná bráða- birgðasamkomulagi fyrir áramót til að skapa ráðrúm til að leysa varanlega úr málinu. Hún segir stjórnendur Árborgar fúsa til að leysa málin með samningum. „Ég geng vongóður til þessa fundar, en svo verðum við bara að sjá hvernig þetta fer,“ segir Guð- mundur Ármann Pétursson, fram- kvæmdastjóri Sólheima í Gríms- nesi. Hann segir að forsvarsmenn Árborgar hafi sagt opinberlega að þeir vilji tryggja það sem stjórn- endur Sólheima líti á sem grund- vallaratriði. Það sé að tryggja að íbúar Sólheima fái þá þjónustu sem þeir eigi rétt á, og að áfram- haldandi sjálfstæði Sólheima verði tryggt. „Við verðum að láta reyna á þetta fyrst Alþingi brást okkur,“ segir Guðmundur. Hann segir að leysa verði úr málinu fyrir áramót, en eftir fundinn á morgun liggi trú- lega nokkurn veginn fyrir hvort einhver lausn sé í sjónmáli. Í nýlegri yfirlýsingu frá félags- málaráðherra og Sveitarfélaginu Árborg segir að íbúum á Sólheim- um verði tryggð þar áframhald- andi þjónusta þótt forsvarsmenn Sólheima dragi sig út úr rekstrin- um. brjann@frettabladid.is Sólheimadeilan gæti fengið farsælan endi Reynt verður að eyða óvissu um framtíð Sólheima á fundi á morgun. Mögulegt að deilunni ljúki með bráðabirgðasamkomulagi fyrir áramót. Framkvæmda- stjóri Sólheima segist ganga vongóður til fundarins með fulltrúum Árborgar. SÓLHEIMAR Málefni fatlaðra færast frá ríki til sveitarfélaga um áramót. Forsvarsmenn Sólheima í Grímsnesi hafa verið ósáttir við þau málalok en munu nú ræða við for- svarsmenn Sveitarfélagsins Árborgar um framhaldið. FRÉTTABLAÐIÐ/PJETUR ÁSTA STEFÁNSDÓTTIR GUÐMUNDUR ÁRMANN PÉTURSSON Ef þeir hafa áhuga á að sinna rekstrinum þarna áfram munum við væntanlega hefja samninga- viðræður. ÁSTA STEFÁNSDÓTTIR FRAMKVÆMDASTJÓRI SVEITARFÉLAGSINS ÁRBORGAR Sömu skattleysismörk Skattleysismörk verða nánast þau sömu á næsta ári og því sem er senn á enda, þrátt fyrir að öll sveitarfélögin hækki útsvarið. Mörkin eru tæplega 124 þúsund krónur á mánuði. EFNAHAGSMÁL Jarðskjálfti við Christchurch Sterkur jarðskjálfti reið yfir borgina Christchurch á Nýja-Sjálandi í fyrra- kvöld. Skjálftinn átti uppruna sinn aðeins fimm kílómetrum frá borginni. Enginn slasaðist alvarlega. NÝJA-SJÁLAND VEÐURSPÁ Alicante Basel Berlín Billund Frankfurt Friedrichshafen Gautaborg Kaupmannahöfn Las Palmas London Mallorca New York Orlando Ósló París San Francisco Stokkhólmur HEIMURINN Vindhraði er í m/s. Hitastig eru í °C. Gildistími korta er um hádegi. 14° 2° -6° -4° -1° 0° -4° -4° 21° 2° 13° -2° 11° -9° 0° 12° -2°Á MORGUN 3-8 m/s en hvassara vestan til. MIÐVIKUDAGUR 5-10 m/s um allt land. 5 4 2 3 0 2 -1 3 0 6 -4 7 13 12 10 5 5 4 5 5 8 6 4 1 -2 -3 1 3 -2 -2 -3 -3 KÓLNAR Á NÝ Í dag léttir til og lægir á öllu landinu en þó má búast við strekkingi og skúr- um eða slydduélj- um framan af degi á Snæfellsnesi og Vestfjörðum. Það kólnar hægt og rólega en þó má búast við að hitinn sé ofan frostmarks S- og SV-til næstu daga. Soffía Sveinsdóttir veður- fréttamaður SKÓGRÆKT Nokkuð hefur borið á því undanfarin ár að fólk hefur tekið jólatré ófrjálsri hendi í Hnausa- skógi í Þorskafirði. Umsjónarmenn Skóga hafa boðið íbúum Reykhóla- hrepps að koma í Hnausaskóg þegar þeir vilja og njóta þess sem skógur- inn hefur að bjóða, til að mynda að tína ber, sveppi og njóta náttúrunn- ar, en skógarhögg hefur ekki verið eitt af þeim atriðum. „Það er stolið jólatrjám úr skógin- um á hverju ári. Jafnvel tegundum sem fólk ætti alls ekki að vera að taka, eins og rauðgreni, sem hefur átt undir högg að sækja á svæðinu,“ segir Björg Karlsdóttir, einn af umsjónarmönnum Skóga á svæðinu. „Það sér á skóginum, við finnum sárin á hverju ári. Það er höggvið ofan af trjánum og þau skilin eftir topplaus í sumum tilvikum.“ Umsjónarmenn Skóga vilja að Hnausaskógur sé opinn öllum þeim sem vilja njóta hans, en skilyrðið sé að gengið sé um hann af heiðar- leika og virðingu. „Að stela trjám er ekki góður boðskapur um jólin,“ segir Björg. - sv Umsjónarmenn Skóga í Þorskafirði segja nokkuð um að trjám sé stolið: Finna sárin í skóginum á hverju ári GRENITRÉN Í SKÓGUM Undanfarin ár hefur trjám verið stolið úr skóginum. MYND/ÞÓRARINN ÓLAFSSON
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56

x

Fréttablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.