Fréttablaðið - 28.12.2010, Blaðsíða 6

Fréttablaðið - 28.12.2010, Blaðsíða 6
6 28. desember 2010 ÞRIÐJUDAGUR STJÓRNMÁL Lilja Mósesdóttir, þing- maður VG, furðar sig á viðbrögð- um flokksforystunnar við hjá- setu hennar, Atla Gíslasonar og Ásmundar Einars Daðasonar, við afgreiðslu fjárlaga fyrr í mánuð- inum. Hún telur þau hörð og ekki til sátta fallin. Vísar hún til skrifa Árna Þórs Sigurðssonar, starfandi formanns þingflokksins, og Stein- gríms J. Sigfússonar formanns. Hún segir að svo kunni að fara að í það minnsta hún segi sig úr þing- flokknum. Á þingflokksfundi fyrir jól lagði Árni Þór fram greinargerð í fimmtán liðum þar sem hann svar- ar yfirlýsingu þremenninganna um hjásetuna. Í fáum orðum sagt vísar hann fullyrðingum þeirra um efna- hagsáætlun, efnahagsforsendur, niðurskurð, tekjuöflun, forgangs- röðun og vinnubrögð á bug. Lilja segir þremenningana ætla að svara Árna efnislega í greinar- gerð sem lögð verður fyrir þing- flokkinn á fundi hans á nýju ári. Um orð hans almennt segir hún hins vegar að þau komi henni veru- lega á óvart. „Það þarf tvo til að deila og það var von okkar að það væri hægt að setjast niður og ræða málin. Reyndar vonuðum við fram að þessari hjásetu að það yrði sest niður með okkur og reynt að ná samkomulagi en það var ekki gert. Eftir hjásetuna er það svo bara harkan sex og ég velti fyrir mér hverjir það eru sem virkilega þrá að sprengja þessa vinstri stjórn. Við höfum verið sökuð um það með hjásetunni en það voru ekki við sem töluðu um vantraustsyfir- lýsingu heldur flokksforystan. Það var eins og hún væri að kalla fram vantraustsyfirlýsingu frá stjórnar- andstöðunni.“ Lilja segir þau Atla og Ásmund hafa viljað semja um endanlega útgáfu fjárlaga. Þau hafi rétt fram sáttahönd með því að bera upp þrjár misróttækar tillögur um minni niðurskurð og aukna tekju- öflun. Ekki hafi verið reynt að ná sátt um tillögurnar. Lilja segir málflutning Árna Þórs ganga út á að þau þrjú eigi að biðjast afsökunar á hjásetunni, slíkur málflutningur auki ekki lík- urnar á að sættir takist. Í jólakveðju til flokksmanna skrifaði Steingrímur J. Sigfússon meðal annars: „Steinum sem velt er í götuna fylgir mikil ábyrgð.“ Þeim orðum er talið beint að þre- menningunum. „Margir túlkuðu þessa steina í götu ríkisstjórnarinnar sem valda einstaklinga í VG,“ segir Lilja. „Ef það er almennt skoðun stjórnarliða að við séum steinar í götu þeirra sé ég ekki annað en að við þurfum að bjóðast til að yfirgefa stjórnarliðið svo það geti haldið störfum sínum áfram.“ Spurð hvort það geti orðið að niðurstöðu að þau segi sig úr þingflokknum, svarar Lilja – og tekur fram að hún svari fyrir sig eina: „Ef þetta er viðhorfið er sá möguleiki fyrir hendi. Það var ekki ætlunin eftir hjásetuna en sá möguleiki varð til eftir viðbrögð forystunnar.“ Eins og sakir standi íhugi hún aðeins að segja sig úr þingflokkn- um, úrsögn úr flokknum sjálfum sé annað mál. bjorn@frettabladid.is Minni sáttalíkur eftir viðbrögð forystunnar Lilja Mósesdóttir furðar sig á hörðum viðbrögðum forystu VG við hjásetu henn- ar og tveggja annarra við afgreiðslu fjárlaga. Svo geti farið að hún segi sig úr þingflokknum. Hún veltir því fyrir sér hverjir vilji sprengja ríkisstjórnina. Í ELDLÍNUNNI „Beðin um að segja af sér” var fyrirsögn á viðtali DV við Lilju Móses- dóttur fyrir rúmu ári. Nú veltir hún fyrir sér úrsögn úr þingflokknum. FRÉTTABLAÐIÐ/VALLI VM Stórhöfða 25 110 Reykjavík sími 575 9800 www.vm.is FÉLAGSFUNDUR VM Í REYKJAVÍK FYRIR SJÓMENN VM HÚSINU AÐ STÓRHÖFÐA 25 29. DESEMBER KL. 17 DAGSKRÁ Kynning á árangri VIRK Starfsendurhæfingarsjóðs Niðurstaða á netkönnun um kröfur VM í komandi kjarasamningum. Staðan í kjaramálum Önnur mál ÍTALÍA, AP Sprengja var send með pósti til gríska sendiráðsins í Róm í gær. Starfsmenn sendi- ráðsins fundu sprengjuna áður en hún sprakk. Tveir slösuðust á aðfangadag þegar sams konar sprengjur sprungu í sendiráðum Síle og Sviss í Róm. Óttast var í gær að sprengjur hefðu verið sendar sendiráðum Danmerkur, Venesúela og Món- akó, en pakkar sem þóttu grun- samlegir reyndust hættulausir. Ítölsk samtök anarkista sem kalla sig Óformlega anarkista- sambandið hafa lýst ábyrgð á sprengjunum sem sprungu á aðfangadag á hendur sér. - bj Sprengja í sendiráði í Róm: Ótti í sendiráði Danmerkur RANNSÓKN Sérfræðingur ítölsku her- lögreglunnar myndar sendiráð Sviss þar sem sprengja sprakk á aðfangadag. FRÉTTABLAÐIÐ/AP STJÓRNSÝSLA Samvinna aðila sem styðja við atvinnu- og byggðaþróun er ekki næg og verkaskipting á milli þeirra óljós að mati Ríkis- endurskoðunar. Stofnunin telur að endurskoða þurfi kerfið frá grunni og einfalda það. Alls verður 1,1 milljarði veitt til málaflokksins samkvæmt frum- varpi til fjárlaga fyrir næsta ár. Féð rennur til Nýsköpunarmið- stöðvar Íslands, Byggðastofnunar og byggðaáætlunar. Féð fer meðal annars til sjö starfsstöðva Nýsköpunarmið- stöðvarinnar á landsbyggðinni og til svokallaðra vaxtasamninga við átta staðbundin atvinnuþró- unarfélög, að því er fram kemur í skýrslu Ríkisendurskoðunar. Þar kemur fram að „flókið stuðnings- kerfi atvinnulífsins og ófullnægj- andi skráning fjárhagsupplýsinga“ torveldi skýra heildarsýn um fjár- veitingar til atvinnu- og byggða- þróunar. Ríkisendurskoðun telur að bæta þurfi skipulag og eftirlit með þess- um málaflokki og einfalda kerfið. Í kjölfarið verði að greina kostnað og ávinning af stuðningi við atvinnu- og byggðaþróun til að hægt sé að meta hvort fjármagn sem veitt er til málaflokksins hafi verið nýtt með hagkvæmum og árangursrík- um hætti. - bj Verkaskipting á sviði atvinnu- og byggðaþróunar óljós segir ríkisendurskoðun: Samvinnan ekki nægjanleg GREINING Meta þarf kostnað og ábata af stuðningi ríkisins við Byggðastofnun og öðrum stofnunum. FRÉTTABLAÐIÐ/VILHELM EFNAHAGSMÁL Skilanefnd Lands- bankans hefur leyst til sín einbýlis- hús Jóhannesar Jónssonar í Bónus á Norðurlandi. Húsið skipti um eigendur 10. desember síð- astliðinn. Húsið var sett til trygging- ar kröfum sem námu tæpum 280 milljónum króna árin 2006 og 2007, sem eru um hundrað milljónum meira á verðlagi dagsins í dag. Húsið var byggt árið 2005. Það er rúmlega 420 fermetrar að stærð auk viðbygginga. Fasteignamat hússins er nú rúmlega 91 millj- ón króna, tæpum 200 milljónum lægra en upphaflegt virði krafna. Brunabótamatið er 325 milljónir. Það mun fara í hefðbundna sölu- meðferð. - þeb Missir húsið fyrir norðan: Hús Jóhannesar til Landsbanka NEW YORK, AP Meira en 2.000 flug- ferðum var frestað og allar sam- göngur voru í uppnámi vegna mikillar snjókomu á Austur- strönd Bandaríkjanna í gær. Neyðarástandi var lýst yfir í sex ríkjum á austurströndinni þar sem þúsundir manna voru án rafmagns. Í Massachusetts hvatti ríkisstjórinn fólk til að vera ekki á ferli og gaf þúsund- um opinberra starfsmanna frí úr vinnu. Hvít jól voru í fyrsta skipti í meira en 100 ár í Georgíu og Suður-Karólínu. - pg Hvít jól í Bandaríkjunum: Samgöngur víða í uppnámi SVEITARSTJÓRNARMÁL Eftirlits- nefnd með fjármálum sveitar- félaga (EFS) mun ekki aðhafast frekar vegna fjármála Kópavogs- bæjar. Þetta kemur fram í bréfi EFS til bæjarstjórnar dagsettu 17. desember síðastliðinn. EFS ítrekar þó varnaðarorð til bæj- arstjórnarinnar um skuldastöðu bæjarins og mun nefndin fylgjast með framvindu fjármála bæjar- ins á næstu misserum. Guðríður Arnardóttir, formað- ur bæjarráðs, fagnar niðurstöðu nefndarinnar á heimasíðu sveit- arfélagsins. Hún segir brýnt að stjórnendum bæjarins takist að vinda ofan af miklum skuldum sem muni létta reksturinn til lengri tíma. „Það er ljóst að ekk- ert má út af bregða og við þurfum að halda stíft í taumana,“ segir Guðríður. Samkvæmt fjárhagsáætlun Kópavogs fyrir árið 2011 á rekst- urinn að skila einum milljarði til lækkunar skulda á því ári og svo áfram næstu árin. Bæjarstjórn- in hefur jafnframt sett sér það markmið að skuldir sem hlutfall af tekjum verði undir 200 pró- sentum árið 2014. Áætlað er að þetta hlutfall verði 248 prósent vegna þessa árs og að það verði 214 prósent á næsta ári. - shá Eftirlitsnefnd aðhefst ekki frekar vegna fjármála Kópavogsbæjar að svo stöddu: Áfram fylgst með fjármálum KÓPAVOGSBÆR Skuldir og skuldbinding- ar bæjarins eru um 30 milljarðar króna. Skuldir á að greiða niður um milljarð næstu árin. FRÉTTABLAÐIÐ/VILHELM JÓHANNES JÓNSSON Áframhaldandi varðhald Þorvarður Davíð Ólafsson, sem réðst á Ólaf Þórðarson, föður sinn, á heimili hans um miðjan nóvember, hefur verið úrskurðaður í áframhald- andi gæsluvarðhald til 21. janúar. Ólafur liggur á heila- og taugadeild Landspítalans. LÖGREGLUMÁL Fórst þú í jólamessu? Já 16,6% Nei 83,4% SPURNING DAGSINS Í DAG: Skilaðir þú einhverjum jólagjöf- um í ár? Segðu þína skoðun á vísir.is KJÖRKASSINN

x

Fréttablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.