Fréttablaðið - 28.12.2010, Blaðsíða 36

Fréttablaðið - 28.12.2010, Blaðsíða 36
24 28. desember 2010 ÞRIÐJUDAGUR24 menning@frettabladid.is Þótt margt hafi verið flott í tónlistarlífinu á árinu tekur maður fyrst og fremst eftir því sem er frumlegt. Oft skortir hugmyndaauðgi í framsetningu klassískrar tónlistar. Síðustu tónleikar Kammermúsík- klúbbsins sem ég skrifaði um voru til fyrirmyndar að þessu leyti. Tónleikagestum var boðið upp á alveg nýja útgáfu af Goldberg- tilbrigðum Bachs. Sem heppnuð- ust svona ljómandi vel. Þarna var þekkt tónsmíð, sem venjulega er spiluð á píanó eða sembal, flutt af strengjatríói. Og maður sá hana í alveg nýju ljósi. Tónleikar Sinfóníunnar hafa líka margir verið stórglæsilegir á árinu, þrátt fyrir að hafa ekki allt- af verið mjög frumlegir. Á Lista- hátíð söng einsöng með hljóm- sveitinni sá klassíski söngvari sem hefur unnið hvað glæstustu sigrana erlendis. Það er Kristinn Sigmundsson. Kristinn er frábær söngvari, röddin á tónleikunum var mögnuð og túlkunin sannfær- andi. Garðar Cortes stjórnaði tón- leikunum með Kristni, en venju- lega hefur Rumon Gamba stjórn- að. Hann hætti sem aðalstjórnandi í vor. Ég er hálf feginn að það er enginn fastur stjórnandi núna. Í haust hefur dagskráin einmitt verið óvanalega spennandi. Verkin eru kunnugleg en samt veit maður aldrei á hverju er von. Það eru allt- af nýir stjórnendur! Stór tímamót fram undan Harpa, tónlistarhúsið langþráða, verður opnuð á næsta ári. Sinfón- ían hefur þurft að dúsa í Háskóla- bíói í allt of langan tíma. Í Háskóla- bíói er hljómburðurinn svo afleitur að ekki er hægt að njóta leiks Sin- fóníunnar nema í fremri helm- ingi salarins, helst fyrir miðju. Vonandi verður hljómburðurinn í Hörpu ekki bara betri, heldur miklu betri. Það verða stór tímamót þegar Sinfónían flytur inn í Hörpu. En það voru líka ákveðin tímamót í ár, því hljómsveitin varð sextug í mars. Ég verð að viðurkenna að ég sé pínulítið eftir grein sem ég skrifaði um afmælistónleikana. Á tónleikunum var frumflutt tón- smíð eftir Hafliða Hallgrímsson sem heitir Norðurdjúp. Mér fannst verkið leiðinlegt og líkti því við allt of langa ræðu um IceSave. Eftir á að hyggja var það óheppileg líking. Ekkert er eins leiðinlegt og IceSa- ve. Verk Hafliða var í sjálfu sér ágætt, haganlega sett saman og framvindan sannfærandi. Það var bara dálítið þunglyndislegt og átti einhvern veginn ekki við í afmæl- isveislu. Ég er samt mjög hrifinn af Haf- liða sem tónskáldi. Passían eftir hann er eitt besta verk íslenskra tónbókmennta. Og Örsögur, sem komu út á geisladiski í vetur, eru einfaldlega frábærar. Þetta eru sögur úr Sovétríkjunum sálugu. Þær eru fyndnar en samt er í þeim óhugnanlegur undirtónn sem Haf- liði kemur til skila á meistaraleg- an hátt. Geisladiskar og tónleikar eru auðvitað ekki einu hliðarnar á tón- listarmenningunni. Nokkrir frá- bærir tónlistarþættir eru á RÚV. Þeir hafa svo sannarlega auðgað tónlistina að undanförnu. Útsend- ingarnar frá Sinfóníutónleikum eru óaðfinnanlegar. Og í sérstöku uppáhaldi hjá mér eru tónlistar- þættir Höllu Steinunnar Stefáns- dóttur, Girni, grúsk og gloríur. Þeir fjalla um gamla meistara og gömul tónverk, og hvernig þau hljómuðu þegar þau heyrðust fyrst. Þetta eru merkilega líflegir og fróðleg- ir þættir. Þeir fengju fimm stjörn- ur ef ég mætti ráða. Stjörnustríð En talandi um það, þarf alltaf að gefa stjörnur? Stjörnurnar eru vissulega þægilegar – lesandinn sér strax niðurstöðu gagnrýnand- ans. Gallinn er sá að stundum er ekki hægt að komast að slíkri nið- urstöðu. Listin er í eðli sínu margþætt, jafnvel óræð, enda fjallar tónlist- in oft um það sem ekki er hægt að koma orðum að. Með því að gefa tónlist stjörnur er verið að segja að hægt sé skilgreina tónlist með örfá- um orðum, setja hana í glas með merkimiða á. Vissulega er sumt einfaldlega gott og sumt er frábært. En annað er flóknara og það passar illa að gefa því stjörnur. Í dómi sem ég skrifaði um ævi- starf Kristjáns Jóhannssonar, upp- tökur sem spanna allan hans feril, gaf ég bara eina stjörnu. Dómur- inn hefur valdið nokkru fjaðrafoki. Dylgjað hefur verið um mig að ég hafi skrifað dóminn af rætni. Sem er ekki rétt. Ég vil benda lesendum á að skrifa „Kristjan Johannsson review“ í Google. Sjáið t.d. dóm í New York Times frá 24. febrúar 1997. Dómarnir eru margir fleiri og frá mismunandi tímabilum, og niðurstaðan er yfirleitt sú sama. Kristján hefur öfluga rödd, en hann er hrjúfur og einhæfur túlk- andi. Þannig virðist hann alltaf hafa verið. Mér er algerlega fyrirmunað að vera óheiðarlegur í skrifum. En til að vera fyllilega sanngjarn þá get ég fallist á að tónninn í grein minni hafi verið óþarflega hörkulegur. Og það voru sennilega mistök að gefa plötunni bara eina stjörnu. Heilt æviverk verður ekki afgreitt með einni stjörnu, og ekki heldur með fimm stjörnum. Í þessu til- viki hefði verið betra að hreinlega sleppa stjörnugjöfinni. Kannski væri ekki svo galið að fella alveg niður stjörnugjöfina í listgagnrýni á árinu sem nú er að ganga í garð. ÞEGAR STJARNA Á EKKI VIÐ HARPA Í Háskólabíói er hljómburðurinn svo afleitur að ekki er hægt að njóta leiks Sinfóníunnar nema í fremri helmingi salarins, helst fyrir miðju. Vonandi verður hljómburðurinn í Hörpu ekki bara betri, heldur miklu betri, skrifar Jónas Sen. PÚÐURTUNNAN SPRENGD Á ROSENBERG Hljómsveitin Varsjárbandalagið heldur tónleika á Café Rosenberg fimmtu- dagskvöldið 30. desember. Gestur tónleikanna er Greta Salóme Stefánsdóttir fiðluleikari. Á dagskrá tónleikanna verða lög úr ýmsum áttum, meðal annars tónlist frá Austur-Evrópu ásamt frumsömdum lögum. Tónleikarnir hefjast klukkan 22 en í tilkynningu frá sveitinni segir að allt afgangspúður ársins verði notað á tónleikunum. JÓNAS SEN fer yfir tónlistar- árið Bækur ★★★ Ég sé ekkert svona gleraugnalaus Óskar Magnússon Sögur af körlum Óskar Magnússon er fundvís á langa og nokkuð undir- furðulega titla. Fyrsta smásagnasafn hans hét Borðaði ég kvöldmat í gær og nú er komið út nýtt smásagna- safn sem nefnist Ég sé ekkert svona gleraugnalaus. Á forsíðu bókarinnar er tilvitnun í lesanda eins og er orðinn plagsiður hjá íslenskum útgefendum. Þar gefur Einar Kárason bókinni bestu meðmæli. Það er ekki laust við að maður fái á tilfinninguna að þar klappi meistarinn lærisveini sínum á kollinn í viðurkenningar- skyni. Sögur Óskars minna töluvert á smásögur Einars Kárasonar. Það er ekki sagt sögunum eða höfundi þeirra til lasts. Óskar fer vel með þessi áhrif, sögurnar eru hnyttnar og ágætlega heppnaðar og stíllinn er fumlaus, blátt áfram og hressilegur. Flestar sögurnar í þessari bók eru karlasögur, ekki grobbsögur, heldur írónískar og ísmeygilegar sögur um karla sem ráða misvel við þau hlutverk sem lífið hefur skipað þeim í. Flestar eru sögurnar fyndnar, einstaka saga, eins og t.d. síðasta sagan „Fína kvöldið“, fara alveg yfir í groddakímni. En léttleikinn og gassagangurinn á yfirborðinu segir ekki alla söguna. Sögur Óskars afhjúpa veikleika persónanna, karlarnir í sögum hans eru oft fremur breyskir, jafnvel svolítið barnalegir. Stundum gerir það lítið til og sýnir jafnvel umhverfi þeirra í nýju ljósi, eins og í hreinræktaðri gamansögu af búralegum tamningamanni á frumsýningu í Þjóðleikhúsinu sem opnar bókina. Aðrar sagnanna virðast gamansamar á yfirborðinu en gefa í skyn að í yfirborðs- mennsku karlanna og ábyrgðarleysi leynist fræ óhamingju og óheilinda. Þótt karlar séu í aðalhlutverki í öllum sögunum eru þær ekki alveg kven- mannslausar en konurnar eru einlitari persónur í sögum Óskars. Þær birtast sem eiginkonur, ýmist harðstjórar eða umburðarlyndar og elskulegar, eða tálkvendi. Undantekning frá þessu er lengsta sagan í bókinni og sú áhrifa- mesta, „Aferíka“. Þar segir frá hópi vina sem hittast á búgarði eins þeirra í Afríku til að skjóta dýr, éta, drekka og sletta úr klaufunum á fyrirsjáanlega ósmekklegan hátt fyrir hóp af vestrænum karlmönnum. Sú saga tekur að minnsta kosti einn óvæntan snúning á væntingar lesandans og endirinn er óvæntur þótt ég sé raunar ekki alveg sannfærður um að þar hafi höfundur valið rétta leið. Jón Yngvi Jóhannsson Niðurstaða: Vel skrifaðar smásögur um karla í margvíslegum og misalvar- legum kreppum Listin er í eðli sínu margþætt, jafnvel óræð, enda fjallar tónlistin oft um það sem ekki er hægt að koma orðum að. Með því að gefa tónlist stjörnur er verið að segja að hægt sé skilgreina tónlist með örfáum orðum, setja hana í glas með merkimiða á. 398 1798 2896 4358 7944 9400 9816 11180 12720 13044 13045 13686 16641 17115 17774 18044 22789 23462 26877 27843 29200 30137 30271 30509 30587 30733 31386 31532 32993 34374 37400 37790 37974 39534 42486 42931 43338 44448 47536 47567 48170 49015 49905 50118 52096 52776 53090 53121 53166 54774 56367 56771 57051 58732 60692 61121 61387 62558 64095 66617 67384 68343 68393 68410 69235 70618 70723 72978 73691 74098 74475 74589 75243 75405 75604 76136 79179 79470 80442 80517 81994 82130 82543 83119 84370 87290 88866 89072 89158 89992 92568 94790 95652 96834 97359 99214 100908 101012 102272 102875 105345 107573 108831 112430 113641 114987 115768 116437 118201 118468 120121 120643 122668 123718 125095 128060 128239 128272 131291 133948 135625 136114 137215 137293 137674 138493 140398 141482 142430 143049 144400 145305 145312 145347 3077 10429 23437 24324 30381 49314 61597 61985 69112 70648 75430 78079 81606 89549 92735 97199 116756 117683 126669 130581 Vinningar Krabbameinsfélagi› þakkar landsmönnum veittan stu›ning. Handhafar vinningsmi›a framvísi þeim á skrifstofu Krabbameinsfélagsins a› Skógarhlí› 8, sími 540 1900. Byrja› ver›ur a› grei›a út vinninga þann 17. janúar nk. Bi rt án á by rg ›a r Citroën C3 SX 1,6 HDi, 2.990.000 kr. 38462 122429 Greiðsla upp í bifreið eða íbúð, 1.000.000 kr. 56109 Úttekt hjá ferðaskrifstofu eða verslun, 200.000 kr. Jólahappdrætti Krabbameins- félagsinsÚtdráttur 24. desember 2010 Úttekt hjá ferðaskrifstofu eða verslun, 100.000 kr.

x

Fréttablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.