Fréttablaðið - 28.12.2010, Blaðsíða 22

Fréttablaðið - 28.12.2010, Blaðsíða 22
 28. DESEMBER 2010 ÞRIÐJUDAGUR2 ● fréttablaðið ● fl ugeldar ● Stærsta rellublys í heimi var 25,95 m í þvermál og var hannað af Newick Bonfire Society Ltd. Á því var kveikt 30. október 1999 í Village Green í East Sussex í Bret- landi. ● Í stærstu flugeldasýningu heims voru notaðir 66.326 flug- eldar. Metið var sett af Macedo’S Piro tecnia Lda. á Madeira hinn 31. desember 2006. ● Lengsti blysfoss heims var „Ni- agara-fossinn“ sem var 3.125,79 metrar að lengd. Á honum var kveikt 24. ágúst 2003 í Fukuoa í Japan. ● Í tíundu bresku flugeldakeppn- inni í Plymouth í ágúst 2006 var sett heimsmet í því hve mörgum flugeldum var hægt að skjóta á loft á hálfri mínútu. Metið setti Fant- astic Firework sem skaut á loft 56.405 flugeldum á 30 sekúndum. ● Stærsta brenna heims var 1.401,6 rúmmetrar að stærð. Brennan var byggð af Colinc Furze í Leicester í Bretlandi í október 2006. ● Hæsta brenna heims var 37,5 metrar að hæð og stóð á átta fer- metrum. Hún var alls 800 rúm- metrar að stærð. Kveikt var í brennunni í febrúar 2003 í Hiros- hima í Japan. Var hún hluti af at- höfn sem ætlað er að bæta heilsu og stuðla að góðri uppskeru. Stærsta og lengsta flugeldasýning heims var haldin á eyjunni Madeira hinn 31. desember 2006. NORDICPHOTOS/GETTY Heimsmetin slegin Fyrstu heimildir um notkun flug- elda eru frá tólftu öld í Kína. Þar voru þeir fyrst notaðir til að hræða illa anda svo þeir legðu á flótta, en einnig til að biðja fyrir hamingju og velsæld. Smátt og smátt þróaðist gerð flug- elda yfir í sjálfstæða atvinnugrein. Í Kína til forna nutu flugeldagerð- armenn mikillar virðingar fyrir þá hæfni sína að geta skapað stórkost- legt sjónarspil ljóss og hljóðs. Síðan hefur merkisatburðum um allan heim verið fagnað með því að skjóta upp flugeldum. Afmæli, dauði, brúðkaup, krýning og gaml- árskvöld urðu allt tilefni til flug- eldasýninga. Stórborgir víða um heim standa fyrir stórfenglegum flugeldasýning- um á gamlárskvöld, þótt sú gamla hugsun að hræða illa anda frá því að komast inn í nýja árið hafi fallið í gleymsku. Samt sem áður eru það enn þeir flugeldar sem gefa frá sér mestan hávaða og skærustu ljósin sem njóta mestra vinsælda. Í Vestur-Evrópu er almenn sala á flugeldum bönnuð nema síðustu viku ársins. Það kemur þó ekki í veg fyrir það að fólk birgi sig upp af flugeldum á þeim tíma og geymi til að nota við önnur tækifæri. - fsb Hræða burt illa anda ● SAGA FLUGELDA Flugeldur er nokkurs konar hylki eða rör úr pappír með púðri í. Uppruni þeirra er á reiki, sums staðar er því hald- ið fram að þeir hafi verið fundnir upp í Kína, aðrir segja á Indlandi. Þeirra er fyrst getið í skriflegum heimildum um 1200, þá voru þeir helst notað- ir til að fæla burt illa anda og biðja guði um gæfu og hamingju. Fyrst var púður gert úr viðarkol- um, brennisteini og saltpétri en framleiðend- ur flugelda nota önnur og kraftmeiri efni í dag, sterkju, sykur og efni unnin úr jarðolíu, og kalí- umklórat er notað í staðinn fyrir saltpétur. Til að byrja með voru allir flugeldar hvítir á litinn. Seinna var farið að nota stál- eða járnflögur til að framkalla liti. heimildir: wikipedia.org og visindavefur.hi.is ● ÞJÓÐTRÚ TENGD ÁRAMÓTUM Ýmis þjóðtrú tengist áramótunum og þá sérstaklega nýársnótt og þrett- ándanum. Þá er talið að selir fari úr hömum sínum, kirkjugarðar rísi, álfar flytjist búferlum og kýr tali mannamál. Í þjóðsögum Jóns Árnasonar er sagt frá ýmsum kredd- um sem tengjast áramótum og veðurfari. Menn héldu að ef fyrsti dagur í janúar félli á sunnudag yrði veturinn spakur og staðvindasamur, sumarið yrði þurrt, heyskapur mikill, vöxtur góður í nautum, kerlingadauði, nægð og friður. Verra var ef fyrsti jan- úar féll á laugardag, eins og nú. Þá var talið að sauðfé myndi farast og að gamlir menn myndu deyja. Vignir Hreinsson undirbýr skotgleði gamlárskvölds í marga mánuði. Nágrannarnir eru hættir að skjóta upp sjálfir og horfa frekar á „sýningu“ Vignis. Augljóst var í hvað stefndi á fyrstu áramótum Vignis Hreins- sonar húsasmíðameistara. Móðir hans átti í mesta basli með að halda aftur af honum á gamlárs- kvöld, svo mikill var áhuginn á þessum dularfullu leiftrum og ljósum sem sprungu út með mikl- um hvelli. „Þetta er samt ekki í genunum,“ staðhæfir Vignir. „Ég er sá eini í fjölskyldunni sem er svona skotglaður, þannig að ég veit eiginlega ekki hvaðan þetta kemur.“ Árin liðu og ekki minnkaði áhuginn á skothríðinni. Vignir óx úr grasi, fékk sér vinnu (eins og gerist og gengur með unga menn) og gekk loks í raðir stórskota- liðsins. „Ég læt það nú vera að nefna einhverjar tölur en bíllinn er ansi vel hlað- inn þegar ég kem heim með flugeldana frá honum Magga í Gullborg,“ játar Vignir. „Þetta tekur líka dá- gott pláss í bílskúrnum allt fram að þrettándanum.“ Gamlárskvöldi eyðir Vignir ásamt stórfjölskyldunni í Kópa- voginum heima hjá foreldrum sínum. Flugeldafjall Vignis er ómissandi partur af kvöldinu og nýtur hann dyggrar aðstoðar annarra fjölskyldumeðlima við að kveikja í herlegheitunum. Að öðrum kosti entist honum ekki kvöldið þótt hann gerði fátt annað en að kveikja í. „Ég hef ekki verið að fara út í neinn sjálfvirkan kveikju- búnað eða neitt slíkt, enda er skemmtilegast að kveikja í þessu sjálfur,“ segir Vignir og glottir. „Ef gamlárskvöld- ið dugar ekki, ef það er leið- indaveður eða eitthvað slíkt, þá geymi ég bara flugeld- ana fram á þrettándann og þá hefur þetta yfirleitt haf- ist og ég klára flugeldana.“ Vignir ver miklum tíma ekki bara í sjálf skotin, heldur einnig í rannsóknar- vinnu, ef svo mætti að orði komast. „Ég er farinn að grúska í þessu marga mánuði fyrir áramót. Hvað á að kaupa, hvernig flugeldarnir virka og hvað fer best saman. Ég hef skoðað þetta mikið á net- inu og svo hef ég komist yfir bækur um efnið einu sinni eða tvisvar,“ segir Vignir. „Þetta er áhugamál sem nær yfir miklu lengri tíma en bara gaml- árskvöld og þrettándann.“ tryggvi@frettabladid.is Fékk skotáhugann eins árs Vignir segir nágranna sína löngu vera hætta að kaupa flugelda sjálfir, enda hverfa sprengjur þeirra innan um herlegheitin hjá honum. Þess í stað njóta þeir bara skotgleði hans, sér að kostnaðarlausu. FRÉTTABLAÐIÐ/GVA

x

Fréttablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.