Fréttablaðið - 28.12.2010, Blaðsíða 14

Fréttablaðið - 28.12.2010, Blaðsíða 14
14 28. desember 2010 ÞRIÐJUDAGUR FRÁ DEGI TIL DAGS greinar@frettabladid.is FRÉTTABLAÐIÐ Skaftahlíð 24, 105 Reykjavík SÍMI: 512 5000, ritstjorn@frettabladid.is FRÉTTASTJÓRAR: Arndís Þorgeirsdóttir arndis@frettabladid.is, Kristján Hjálmarsson, kristjan@frettabladid.is Trausti Hafliðason trausti@frettabladid.is og Höskuldur Daði Magnússon (dægurmál) hdm@frettabladid.is HELGAREFNI: Sigríður Björg Tómasdóttir sigridur@frettabladid.is MENNING: Bergsteinn Sigurðsson bergsteinn@frettabladid.is ALLT OG SÉRBLÖÐ: Roald Eyvindsson roald@frettabladid.is og Sólveig Gísladóttir solveig@frettabladid.is ÍÞRÓTTIR: Henry Birgir Gunnarsson henry@frettabladid.is LJÓSMYNDIR: Pjetur Sigurðsson pjetur@frettabladid.is FRAMLEIÐSLUSTJÓRI: Kolbrún Ingibergsdóttir kolbrun@frettabladid.is ÚTGÁFUFÉLAG: 365 miðlar ehf. STJÓRNARFORMAÐUR: Ingibjörg S. Pálmadóttir FORSTJÓRI OG ÚTGÁFUSTJÓRI: Ari Edwald RITSTJÓRI: Ólafur Þ. Stephensen olafur@frettabladid.is AÐSTOÐARRITSTJÓRI: Steinunn Stefánsdóttir steinunn@frettabladid.is Fréttablaðið kemur út í 90.000 eintökum og er dreift ókeypis á heimili á höfuðborgarsvæðinu og Akureyri. Einnig er hægt að fá blaðið í völdum verslunum á landsbyggðinni. Fréttablaðið áskilur sér rétt til að birta allt efni blaðsins í stafrænu formi og í gagnabönkum án endurgjalds. Issn 1670-3871 HALLDÓR Merkileg er slagsíðan á samfélaginu. Og enn merkilegri er hagfræði sér- gæskunnar. Ein hjón gambla hátt og hratt og stofna hlutafélag eða gæta þess á annan hátt að bera ekki persónulega ábyrgð á gríðarlega háum lánum sem þau telja sig þurfa, helst með veði í fallvöltum hlutabréf- um. Önnur hjón og mun yngri taka 60% fasteignalán, með veði í nýrri fasteign, og skulda 25 milljónir króna í verðtryggðu láni. Ef skuldunauturinn er banki eignaðist hann líklega lánið á útsölu. Fyrri hjónin fá afskrifaðar 500 eða 1.000 milljónir króna, kannski enn meira, og standa auðvitað ekki í skilum við lánardrottnana. Tjónið er sam- félagsvætt og ríkið og aðrir borga brúsann. Er það ekki svo? spyr námsmaður á fyrsta ári í hagfræði. Góð spurning, en erfið til svara, segir kennarinn. Hin hjónin, í ágætri vinnu, standa í skil- um með sitt lán sem nú stendur í 33 millj- ónum. „Geta greitt“, eins og ráðherra segir stoltur. „Eru ekki í skuldavanda og þurfa ekki aðstoð“ eins og annar ráðherra segir með vísifingurinn á lofti. Og þau spara þétt og greiða áfram af láni sínu, aðstoða þannig hin hjónin við að lifa lífinu, jafnvel í ábyrgðarstöðum. Á meðan saxast á eignar- hlut seinni hjónanna í íbúðinni með hækk- andi höfuðstól og lækkandi íbúðarverði og þau, sem ætluðu að nýta andvirðið einhvern tíma sem lífeyri, sjá skuldunautinn smám saman eignast fallegu íbúðina sína. Bankinn eða Íbúðalánasjóður (með belti og axlabönd í lánveitingum eins og enn annar ráðherra kallaði þetta eitt sinn) gætir þess að taka ekki í mál að lækka höfuðstól lánsins. Talsmaður lífeyrissjóðs fólksins er enn hneykslaðri vegna krafna „svona fólks“ og spyr mæðulega hvort „þetta fólk“ ætlist virkilega til að sjóðurinn skerði lífeyrisgreiðslur til eigenda lífeyris- ins svo lækka megi skuld „þessa fólks“ sem getur borgað það sem það skuldar. Og allir ráðherrarnir, bankarnir og lífeyrissjóðs- talsmennirnir benda loks hróðugir á að nýboðaðar aðgerðir til hjálpar ofskuldug- um heimilum gagnist 50-60 þúsund slíkum. Í hverri viku bætast nokkrir tugir heimila í þann hóp meðan óánægja skilvísa fólks- ins eykst og traust á Alþingi og stjórnmála- mönnum minnkar. En hver á að borga kreppuna? spyr náms- maðurinn á fyrsta ári í hagfræði. Góð spurning, svarar kennarinn, ég get ekki svarað því með neinni vissu en veit þó að það er reynt að jafna byrðarnar og stefnt að friði í samfélaginu. Hugvekja við áramót Skuldir heimilanna Ari Trausti Guðmundsson náttúruvísinda- maður og rithöfundur kg 27 SEK 3 5 7,5 Það er magnaður stígandi í þessari. Rauðar kúlur með hala sem springa út í þéttar silfraðar stjörnur, stígandi ljósagangur sem endar síðan með miklum hávaða og látum. Ein af þeim betri. 2 N ýleg skýrsla Seðlabankans um peningastefnu eftir höft er ágætur grundvöllur fyrir umræður um þetta mikilvæga mál, sem því miður hefur ekki hlotið nægi- lega athygli eftir hrun krónunnar og gjaldþrot þeirrar peningastefnu sem fylgt hefur verið frá upphafi ára- tugarins. Raunar kemur ágætlega fram í skýrslu Seðlabankans að stjórn peningamála hér á landi hefur verið misheppnuð alveg frá upphafi. Frá því að íslenzka krónan hætti að fylgja þeirri dönsku fyrir um 90 árum hefur hún rýrnað um 99,95% að verðgildi miðað við dönsku krónuna. Í skýrslu sinni benti Seðlabankinn á að verði horfið frá gömlu stefnunni um sjálfstæðan, fljótandi gjaldmiðil og verðbólgumarkmið og tekin upp fastgengisstefna, sé ákjósanlegast að tengja gengi krónunnar við evruna. Bankinn geldur varhug við að gera það með einhliða upptöku eða öðrum veikari formum tengingar, en telur að bezti kosturinn sé sá að taka upp evruna með inngöngu í Evrópusambandið og þar með Efnahags- og myntbandalag Evrópu. Þetta er í raun stefna ríkis- stjórnarinnar, sem hefur sótt um aðild að Evrópusambandinu, en stefnuna skortir trúverðugleika og slagkraft vegna óeiningar í stjórnarliðinu. Ísland þarf peningastefnu sem til skemmri tíma litið gerir afnám gjaldeyrishaftanna mögulegt og undirbyggir til lengri tíma upptöku evrunnar. Hins vegar þarf líka varaáætlun, sem hægt er að grípa til fari svo að Íslendingar samþykki ekki aðildarsamning við Evr- ópusambandið þegar þar að kemur. Hver sem niðurstaðan verður um mótun peningastefnu og hvort sem Ísland fær nýjan, stöðugan gjaldmiðil eða missir af því tæki- færi, er ljóst að eigi íslenzkt efnahagslíf að verða samkeppnisfært þarf miklu harðari aga í hagstjórninni. Það á ekki sízt við um ríkis- fjármálin, sem sjaldnast hafa stutt við peningamálastefnu Seðla- bankans sem skyldi. Ákvarðanir um launahækkanir á vinnumarkaði mega heldur ekki verða umfram þá innstæðu sem verðmætasköpun fyrirtækjanna skapar, ef menn geta ekki lengur gripið til þess ráðs að lækka laun almennings með því að fella gengið. Það er rétt af Árna Páli Árnasyni, efnahags- og viðskiptaráðherra, sem skrifaði grein um peningastefnuna í Fréttablaðið í gær, að vilja efna til víðtæks samráðs og umræðu um mótun nýrrar stefnu. Hann bendir réttilega á í grein sinni að of margir stjórnmálaflokkar hafi til þessa komizt upp með að skila auðu þegar spurt hefur verið hvernig peningastefnu eigi að móta til framtíðar. Enginn hefur sýnt með sannfærandi hætti fram á hvernig íslenzku efnahagslífi á að vera betur borgið í framtíðinni með krónunni en með alþjóðlegum gjaldmiðli. Nú fer að verða tímabært að flokkarnir sýni á spilin. Sömuleiðis hljóta bæði samtök atvinnurekenda og launþega að taka þátt í mótun nýrrar stefnu. Fyrirtækin sem búa við þá óþolandi óvissu sem fylgir litlum, sveiflukenndum gjaldmiðli og launþegar sem oft hafa þurft að sjá á bak kaupmætti sínum í gin gengisfellinga hljóta að vilja marka nýja stefnu sem dugir til framtíðar. Rétt er að efna til víðtæks samráðs og umræðu um nýja peningastefnu. Agi óskast Ólafur Þ. Stephensen olafur@frettabladid.is SKOÐUN Stofnun saknar annarrar Sérstakur saksóknari og hans undir- menn fá kveðju í nýjasta hefti Tíund- ar, tímarits Ríkisskattstjóra. Embætti sérstaks saksóknara var þar til í ágúst á Laugavegi 166, í sama húsnæði og Ríkisskattstjóri. Þá flutti hersingin sig niður á Skúlagötu enda hafði starfs- mönnum fjölgað ört og húsnæðið beinlínis nánast sprungið utan af þeim. Skúli Eggert Þórðarson ríkisskattstjóri þakkar Ólafi Hauks- syni og félögum fyrir góð kynni og skemmtilegan félagsskap og kveðst vona að nærvera hans og annarra Ríkisskattstjóramanna hafi ekki sett embætti Ólafs skorður. Feginn í aðra röndina En einu er Skúli feginn. „Starfsmenn á Laugaveginum hlakka mikið til að geta í framtíðinni gengið um útidyr án þess að vera undir vökulum augum blaðamanna og ljósmyndara sem sitja um viðskiptamenn saksóknara,“ skrifar Skúli. Nýir sambýlingar Nú er Ólafur farinn með sitt hafurtask niður á Skúlagötu 17. Þar deilir hann húsnæði með hinum og þessum sem ekki endilega eru meira gefnir fyrir umsátur fjöl- miðla, til dæmis indverska sendi- ráðinu og veitingastaðnum Krydd- legnum hjörtum. Hvort sem það er tilviljun ein þá er þar einnig til húsa Jón Þórisson, arkitekt og fyrr- verandi aðstoðarmaður Evu Joly hérlendis. Þá má bæta því við að sá sem reisti húsið um aldamótin var Franz Jezorski, sem í gær eignaðist bílaumboðið Heklu. stigur@fretta- bladid.is

x

Fréttablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.