Fréttablaðið - 28.12.2010, Blaðsíða 38

Fréttablaðið - 28.12.2010, Blaðsíða 38
26 28. desember 2010 ÞRIÐJUDAGUR folk@frettabladid.is ára aldursmunur er á Playboykóngnum Hugh Hefner og tilvonandi eiginkonu hans, Crystal Harris, en skötuhjúin trúlofuðu sig á dögunum eftir tveggja ára samband. Hefner er 84 ára en Harris aðeins 24 ára. 60 Baltasar Kormákur heldur utan til Hollywood í næsta mánuði þegar tökur á Contraband hefjast í New Orleans. Hundrað manna tökulið verður að störfum í rúma tvo mánuði og varla verður þverfótað fyrir stjörnum. Contraband er án nokkurs vafa eitt stærsta verkefni sem íslensk- ur kvikmyndaleikstjóri hefur tekið að sér. Talið er fjárhags áætlunin hljóði upp á 30 milljónir dollara eða 3,5 milljarða íslenskra króna. Til samanburðar má nefna að það kostar rúmar 200 milljónir að framleiða íslenska kvikmynd. Myndin er framleidd undir merkj- um Universal og Working Title Project en aðalstjarnan, Mark Wahlberg, sýndi myndinni strax áhuga. Þótt Wahlberg hafi yfirleitt verið talin ein af stóru stjörnun- um í Hollywood þá gæti árið 2011 reynst honum ansi happadrjúgt því hann er framleiðandi kvikmyndar- innar The Fighter og er tilnefndur til Golden Globe-verðlauna fyrir hana; bæði sem leikari og fram- leiðandi. Baltasar hefur einnig klófest mexíkóska leikarann Diego Luna sem lék á móti Sean Penn í hinni margrómuðu Milk og er ein af stærstu kvikmyndastjörnum Mexíkó. Þá hefur einnig verið staðfest að Lucas Haas leiki í myndinni en hann ættu marg- ir að muna eftir sem strákn- um í Harrison Ford-tryllin- um Witness. Haas hefur verið viðloðandi kvikmyndaborgina og sást síðast í kvikmyndinni Inception sem margir hafa spáð góðu gengi á Óskarsverð- launahátíðinni. Þá hefur írska hörkutólið David O‘Hara einn- ig samþykkt að leika í myndinni en hann er kannski þekktastur fyrir að leika einn af hrottum Jacks Nicholson í The Departed og slyngan stríðsmann í Mel Gib- son-kvikmyndinni Braveheart. Þá er rétt að halda því til haga að Giovanni Ribisi leikur hlutverk Jóhannesar Hauks úr upprunalegu myndinni, Caleb Landry Jones er Jörundur Ragnarsson og Ben Fost- er mun endurtaka leik Ingvars. E Sigurðssonar upp á enska vísu. Baltasar hefur einnig verið að leggja lokahönd á tæknilegu atriðin og hefur fengið til liðs við sig einn heitasta kvikmyndatökumanninn í bransanum í dag. Sá heitir Barry Akroyd og var tilnefndur til Ósk- arsverðlauna í fyrra fyrir kvik- myndatökuna í The Hurt Locker sem var ansi sigursæl á síðustu Óskarshátíð. freyrgigja@frettabladid.is HÓPURINN HANS BALTA ÞÉTTUR HÓPUR Leikhópurinn sem Baltasar Kormákur hefur komið upp í kringum kvikmyndina Contraband þykir feiknasterkur. Mexíkóska stórstjarnan Diego Luna leikur stórt hlutverk í myndinni sem og Lucas Haas, strákurinn úr Witness, sem síðast sást í Inception. Þá hefur einnig verið gengið frá ráðningu á írska hörkutólinu David O‘Hara en fyrir eru þau Mark Wahlberg og Kate Beckinsale, Giovanni Ribisi og Ben Foster. „Ég datt aldrei á hausinn en ég var ansi oft mjög nálægt því,“ segir plötusnúðurinn Margeir Ingólfs- son sem hélt sitt fyrsta diskókvöld í fimm ár á skemmtistaðnum Austur á annan í jólum. Hann og Jón Atli Helgason, sem skipulagði viðburðinn með honum, tóku á móti gestum á rúlluskaut- um í stuttbuxum og hlýrabolum við mjög góðar undirtektir viðstaddra. „Við vorum búnir að plana með smá fyrirvara að gera þetta. Svo fékk ég bara skautana í gær [í fyrradag] og þetta var í fyrsta skipti sem ég hef stigið í skauta á ævinni. Það var ákveðin skemmtun fólgin í því að sjá mig spreyta mig á þeim,“ segir Margeir og hlær. „Þetta var mun erfiðara en ég bjóst við en þetta var skemmtilegt. Maður á víst alltaf að skauta ljósahringinn sem diskó- kúlan gerir. Við náðum því alveg og öðrum trixum líka, þar á meðal „high five“ þegar við fórum fram hjá hvor öðrum.“ Diskókvöldið gekk vel, húsið var troðfullt og stemningin góð. Urður Hákonardóttir, fyrrum söngkona Gus Gus, steig óvænt upp á svið og söng diskóslagarann Don´t Leave Me This Way. „Hún er algjör diskó- díva og leysti þetta með mikl- um glæsibrag,“ segir Margeir. Aðspurður hvort annað diskókvöld verði haldið að ári segir hann: „Það verður að koma í ljós, þetta var alla vega eitt „kombakk“ en það er aldrei að vita.“ - fb Á rúlluskautum á diskókvöldi Á FLEYGIFERÐ Margeir (til vinstri) og Jón Atli á fleygi- ferð á rúlluskautunum. Glimmrandi áramótaveisla Það er allt að gerast hjá Natalie Portman þessa dagana en nýjustu fregnir herma að stúlkan sé nýbú- in að trúlofa sig og beri barn undir belti. Kærasti leikkonunnar er dans- höfundurinn Benjamin Millepied en Portman kynntist honum við gerð nýjustu kvikmyndar hennar, The Black Swan. Myndin hefur fengið frábærar viðtökur ytra og því ljóst að það stefnir í frábært ár hjá hinni undurfögru Portman. Natalie Portman ófrísk og trúlofuð

x

Fréttablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.