Sameiningin

Ukioqatigiit

Sameiningin - 01.08.1900, Qupperneq 4

Sameiningin - 01.08.1900, Qupperneq 4
84 Sunnudagsskólamálinu sömuleiðis frestað samkvæmt ósk nefndarinnar í því máli. Bókasafn skólans. það mál var nú tekið fyrir. Séra Friðrik J. Bergmann bar fram tillögu, sem Sveinn Sölvason studdi, um það, að kirkjuþingið veiti $25.00 til bókasafnsins, samkvæmt bend- ing í ársskýrslu forseta. Samþykkt. Ályktanir íit af kristnitöku íslendinga fyrir poo árum var næsta og seinasta málið á dagskrá. Séra Friðrik J. Berg- mann útskýrði það. Hann áleit rétt, að innibundin væri í þeim ályktunum, sem gjörðar yrði, kveðjuorð til kirkjunnar á íslandi.—Séra Jónas A. Sigurðsson lagði til, að þriggja manna nefnd væri sett til þess að semja ályktanir þessar; stutt og samþykkt. Forseti kvaddi í nefndina þá séra Friðrik J. Berg- mann, séra Jónas A. Sigurðsson og séra Odd V. Gíslason. Fundi frestað þar til kl. 4.30 e. m. 6. fundr, sama dag kl. 4.30 e. m. Séra Jón J. Clemens lagði fram svo hljóðanda álit frá nefndinni, er íhuga skyldi umsóknir safnaða um inngöngu í kirkjufélagið: Herra forseti! I. Vér, sem kvaddir vorum í nefnd til að íhuga heiðni Lúters-safnaðar Guðbrands-safnaðar, St. Jðhannesar-safn. (N.-Dak.), Breiðuvíkr-safn. og Alberta-safn. um inngöngu í kirkjufélagið, höfum lesið bréfin, sem frá þessum söfnuðum og umbr’ðsmönnum þeirra hafa komið til vor um þetta mál. Vér höfum einnig yfirfarið lög safnaðanna. Og með því vér sjáum ekkert varhugavert eða ísjárvert við umsókn þeirra, og með því þeir hafa fullnœgt kröfum XIII. greinar grundvallarlaganna við- víkjandi inngöngu safnaða í kirkjufélagið, — þá mælam vér eindregið með því, að þessir áðr nefndu söfnuðir sé teknir inn í kirkjufélag vort. II. Vér vildum einnig benda á það. að þrír af þeim söfnuðum, sem beið- ast inngöngu í kirkjufélagið í ár, hafa með sérstökum skilyrðum gjört ráðstöfun fyrir því í safnaðarlögum sínum, að veita atkvæðisrétt og kjörgengi meðlimum, sem ekki eru fermdir. Vér getum skilið það, að komið geti fyrir, að söfnuðrinn álíti nauðsynlegt að veita ófermdum meðlimum þessi réttindi. En það er álit nefndarinnar, að söfnuðir vorir ætti að styðja að því eftir fremsta megni, að allir meðlimir safn- aðanna, sem veittr er atkvæðisréttr og kjörgengi í söfnuðunum, sé upp-

x

Sameiningin

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Sameiningin
https://timarit.is/publication/673

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.