Sameiningin - 01.08.1900, Page 13
son, Jón A. Blöndal, séra Friðrik J. Bergmann og séra Rún-
ólfr Marteinsson.
Bjarni Jones lagði til, að útgáfunefnd ,,Sam. “ væri falið
að gjöra tilraun til að sameina öll tímarit kirkjufélagsins
(,,Sam. “, ,,Kenn. “ og ,,Aldam. “). Tillagan studd.
Við þessa tillögu gjörði Benedikt Frímannsson þá breyt-
ingartillögu, að þriggja manna nefnd væri kosin til að gjöra
sameiningartilraunina og að í þeirri nefnd væri hvorki ritstjór-
ar né útgefendr tímaritanna. Eiríkr Jóhannsson studdi. En
tillagan var felld.
Séra Jón J. Clemens kom þá með þessa breytingartillögu :
,,Utgáfunefnd ,,Sam. “ sé falið á hendr að gjöra tilraun tilþess
að sameina tímarit þau, er gefin eru út í sambandi við kirkju-
félagið. Takist henni að koma þeirri sameining á, þá sé
,,Sam. “ stœkkuð svo, að hún verði tvær arkir á mánuði (32
bls.) í ,, Aldamóta“-formi, með auglýsingum á kápunni
eins og nú hefir verið upp á síðkastið, og að blaðið hafi
deildir, sem rœði sunnudagsskóla-málið, bandalags-mál og
safnaða-mál, og að það sé selt fyrir 1 doll. Enn fremr, að
séra Björn B. Jónsson sé beðinn að hafa á hendi ritstjórn
sunnudagsskóla-deildar blaðsins. Nefndin vinni að þessu á
komanda ári og gjöri grein fyrir starfi sínu á næsta kirkjuþ. “
Sveinn Sölvason studdi þessa breytingartillögu. En
hún var felld.
Séra Rúnólfr Marteinsson lagði til, að ,,Sam. “-nefnd-
inni væri heimilað að gjöra endilegar framkvæmdir í málinu
á þessu ári. Sú tillaga var studd og samþykkt.
þingsályktan út af kristnitöku ísl. fyrir níu
hundruð árum.
Séra Friðrik J. Bergmann lagði fram fyrir hönd nefndar-
innar í því máli (séra Friðriks, séra Jónasar A. Sigurðssonar
og séra Odds V. Gíslasonar) svo látandi tillögu:
Hið sextánda ársþing hins ev. lúterska kirkjufélags
íslendinga í Vestrheimi rninnist þess með lofgjörð og þakk-
lœti til drottins, að hin íslenzka þjóð hefir verið kristin í níu