Sameiningin

Ukioqatigiit

Sameiningin - 01.08.1900, Qupperneq 14

Sameiningin - 01.08.1900, Qupperneq 14
04 hundruS ár og notiS þeirrar blessunar, sem kristindóminum fylgir. Á þessum níu hundrað ára tíma hefir allt hið bezta í fari þjóðar vorrar fyrir guðlega náð endrfœðzt og helgazt af hinum blessunarríku áhrifum kristinnar trúar. Frá kyni til kyns hefir drottinn verið traust og athvarf þjóðar vorrar og á dásamlegan hátt varðveitt hana í hinni þungu og erviðu baráttu hennar fyrir lifinu, þrátt fyrir afar örðug lífsskilyrði. Hann hefir varðveitt tungu vora og þjóðerni. Hann hefir haldið íslenzkri kirkju og kristindómi við, svo vér eigum náðarboðskaþinn um fesúm Krist í hreinni og óbrjálaðri mynd. Hann hefir leitt brot af hinni íslenzku þjóð vestr um haf og ekki yfirgefið hana þar, heldr safnað hinum tvístruðu börnum hennar saman lír dreifingunni og látið sitt blessað orð og sín háhelgu sakrament búa meðal þeirra með anda sínum og krafti. Á þessari níu hundruð ára afmœlishátíð íslenzkrar kristni finnr hið evangeliska liiterska kirkjufélag íslendinga í Vestrheimi sér skylt að senda kirkjunni á íslandi kveðju sína í drottins nafni. þaðflytr henni, prestum hennar og leikmönnum, háum og lágum, hugheilustu blessunaróskir. það biðr almáttugan föður vorn á hœðurn að vernda hana og blessa á allri ókorn- inni tíð og gefa henni náð til að vera Ijós og leiðtogi þjóðar vorrar á vegi eilífrar sáluhjálpar, og um leið saltið, sem ver hana spilling og dauða. það vonar, að þjóðkirkjan á íslandi og kirkjufólkið ís- lenzka í Vestrheimi megi ávallt haldast í hendr og miðla hvort öðru af þcirn andans auð, sern drottni þóknast að gefa á ókomnurn tímum, báðum til blessunar, svo að kœrleikrinn til frelsarans og endrminningin um sarneiginlegan uppruna tengi íslenzk hjörtu ávallt sarnan, hvar sern þau eru í heirninum. Ályktanir þessar voru samþykktar í einu hljóði. Séra

x

Sameiningin

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Sameiningin
https://timarit.is/publication/673

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.