Sameiningin - 01.08.1900, Page 17
91
sálminum nr. 420, og aö þvá uuna sagöi forseti þinginu slitiÖ
og lýsti hinni postullegu blessan yfir þingmenn.
Björn B. Jónsson, skrifari.
Kirkjuvígsla o. fl.
Sunnudag þann, er féll inn í kirkjuþingiö, 2. sunnudag
eftir trínitatis (24. Júní), var kirkja safnaöarins í Selkirk vígð.
þaö var í hádegisguðsþjónustunni. Vígsluna framkvæmdi
forseti kirkjufélagsins, séra Jón Bjarnason, með aöstoð hinna
prestanna, er viö staddir voru. Einnig setti forseti séra N.
Steingrím þorláksson þá inn í prestsembætti þar í söfnuöinum.
Séra Björn B. Jónsson prédikaði viö þetta tœkifœri og haföi
fyrir texta 2. Kor. 6, 16: ,,Eg vil búa á meðal þeirra og
dvelja hjá þeim, og eg vil vera þeirra guð, og þeir skulu vera
mitt fólk“ (sbr. 2. Mós. 29, 45 ; Jer. 30, 22 ; Esek. 37, 27).
Heimfœrði hann þessa drottinlegu yfirlýsing upp á hvora-
tveggja hátíðarathöfnina, kirkjuvígsluna og prestsinnsetning-
una. Auk kirkjuþingsmanna gengu all-margir safnaðarmenn
í Selkirk þá til altaris, þar á meöal ungmenni þau, er fermd
höföu veriö næsta sunnudag áðr þar í söfnuðinum.
Seinna um daginn fór fram vígsla grafreits þess hins
nýja, sem söfnuðrinn í Selkirk fyrir skömmu hafði fengið aö
gjöf frá kvenfélagi því íslenzku þar í bœnum, er nefnir sig
,,Vonin“. Reitr sá liggr spölkorn suðr frá bœjarstœðinu á
mjög prýðilegum stað. Forseti framkvæmdi einnig vígslu
þessa og hélt um leið stutta rœðu. En aðalrœðuna við það
tœkifœri hélt séra Jón J. Clemens. Séra Björn B. Jónsson
flutti bœn.
Við kvöldguðsþjónustuna sama dag las hr. Gestr Jó-
hannsson, annar erindsrekinn frá Selkirk á kirkjuþinginu, upp
sögu safnaðarins, skrásetta af honum sjálfum eftir beiðni safn-
aðarins. það er talsvert mikið mál og vel til þess vandað.
Er svo til ætlazt, að ritgjörð sú komi út í blaði þessu áðr en
langt um líðr. það- er mjög merkilegr þáttr úr sögunni um
hina kirkjulegu baráttu Vestr-íslendinga á síðasta áratugi.
L